Lortur í lauginni

Safnað fyrir íslensku blekkingarspili á Karolina Fund. Fyrir liggur 30 ára áætlun fyrir framtakið.

hUAtOLWY.jpeg
Auglýsing

Lortur í lauginni er íslenskt blekkingarspil sem á sér stað í sundlaug austur á landi. Í hverri umferð keppast leikmenn um að háfa burt lort sem tveir óprúttnir aðilar hafa komið fyrir í sundlauginni. Vandamálið er að tveir leikmenn af fimm eru komnir í laugina til að villa um fyrir hinum og því er það þrautinni þyngra að finna hvar skal háfa burt lortinn þegar þú veist ekki hvaða sundlauga gest þú getur treyst. Spilið heitir Pool Pooper á ensku og það er ætlunin að selja það erlendis árið 2020 


Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Hugmyndin kveiknaði eftir spilakvöld í bústaðarferð í janúar síðastliðnum. Ég var yfir mig hrifinn af því að spila varúlf í fyrsta skipti (við spiluðum það líklega 20x þá helgina) en það fór í taugarnar á mér að fólk datt úr leik í hverri umferð og að karakterarnir væru yfirnáttúrulegar persónur þar sem einhver er drepinn. Þetta fór aðallega í taugarnar á mér því ég var reglulega kosinn snemma út.  

Auglýsing
Því langaði mig að búa til spil sem væri kómískt og hefði eiginleika sem mér fannst að hægt væri að byggja ofan á varúlf. Síðan er þetta búið að vera rúmlega 9 mánaða skemmtiganga með fjöldanum öllum af prufuspilunum og bætingum sem gerði gangverk leiksins eins og hann er í dag þar sem leikmenn draga spjöld til að fá upplýsingar áður en umræður hefjast. Á seinni stigum hef ég komist að því að leiknum svipar örlítið meira til Avalon en varúlf en æðsta markmið leiksins var alltaf að búa til skemmtilegt spil sem hefur húmor og enginn þarf að deyja í - það hefur að mínu mati tekist.“


Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þegar mér datt í hug að búa til íslenskt blekkingarspil þá hugsaði ég í fyrstu til víkinga, þjóðhátíðar og fleira sem manni finnst vera séríslenskt. Það var svo bara í sundi sem mér fannst ég ekki geta fundið betri aðstæður fyrir leik og síðan var ekki aftur snúið. Stuttu seinna var ég með hönnuð til að hjálpa mér að búa til karakterana sem áttu allir að vera stereótýpur. Pottverjinn eða þessi besservisser sem er alla morgna í pottinum en fer ekkert endilega að synda heldur er bara í pottinum og spjallar. Sundkonan sem akkúrat mætir til að synda. Næstu karakterar þar á eftir voru aðeins innihaldslausari eins og kafari, litli drengurinn sem kúkar í sundlaugina og sundlaugarvörðurinn sem hjálpar honum til að komast heim úr vinnunni. Eftir prufuspilun ákvað ég að taka út Bikini bombuna sem þótti ekki smekkleg en gæti líklega heitið áhrifavaldur í dag. Hún virtist stuða marga svo ég tók hana út frekar en að eiga á þeirri hættu að fólk verði pirrað. Í söfnuninni stóð til boða að kaupa 3 nýja karaktera í spilið og núna er ég að keppast við að klára þá svo hægt verði að hefja prent um leið og söfnun líkur. 

Auglýsing
Að búa til borðspil á 9 mánuðum er djúp laug til að henda sér í og það er ekki hægt án þess að kynnast borðspilasenunni á íslandi sem lifir í spilavinum á fimmtudagskvöldum og á facebook síðu. Ég hélt að spilið væri tilbúið í byrjun júní þegar ég bað ókunnuga um að taka spilið í sínar hendur og prufaspila það í borðspilahóp á Facebook sem ég fann í janúar. Það kom í ljós að gangverkið var í raun mjög brotið þó ég hafi náð að spila það með vinum og fjölskyldu án vandræða frá apríl til júní. Því er ekki hægt annað en að taka hattinn ofan fyrir öllum þeim sjálfboðaliðum sem vildu taka spilið og spila það, senda mér ritgerð af athugasemdum og beina áfram á beinu brautina. Ég á þessu fólki, vinum og fjölskyldu miklar þakkir fyrir að hafa lagt verkefninu lið endurgjaldslaust en í von um að fá þau með mér í lið náði ég að fá Stjörnusnakk til að sponsora prufuspilun. Nær allir afþökkuðu enda er það ekki pent að vera með snakkputta innan um borðspil:)“


Hægt er að fylgjast með verkefninu á facebook eða heimasíðu spilsins og markmiðið er að selja 250 eintök í gegnum Karolina Fund hér.

Á síðustu dögum söfnunarinnar verður send út 30 ára áætlun borðspilsins Lortur í lauginni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk