Dómgreindin í fríi?

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Sex í sveit í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar í Borgarleikhúsinu.

Sex í sveit
Sex í sveit
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Sex í sveit

Höf­und­ur: Marc Camo­letti

Íslenskun og stað­færsla: Gísli Rúnar Jóns­son

Leik­stjórn: Bergur Þór Ing­ólfs­son

Leik­mynd: Petr Hloušek

Bún­ing­ar: Stef­anía Adolfs­dóttir

Leik­gervi: Guð­björg Ívars­dóttir

Hljóð: Þor­björn Stein­gríms­son

Leik­end­ur: Jör­undur Ragn­ars­son, Sól­veig Guð­munds­dótt­ir, Sig­urður Þór Ósk­ars­son, Vala Kristín Eiríks­dótt­ir, Katrín Hall­dóra Sig­urð­ar­dótt­ir, Har­aldur Ari Stef­áns­son.

Það er óskilj­an­legt að Borg­ar­leik­húsið skuli draga upp úr kjall­ara­geymslum sínum slit­inn og aflóga gam­an­leik löðr­andi í afdönk­uðum staðalí­myndum um kyn og kyn­hlut­verk. Það hefði verið sök sér ef ætl­unin hefði verið að sýna þessar gam­al­kunnu klisjur og for­dóma­fullu mann­sýn í nýju ljósi, bregða á þetta hug­mynda­fræði­lega drasl ein­hverju nýju sjón­ar­horni í því skyni að fletta ofan af því, mann­fyr­ir­litn­ing­unni sem það miðl­ar, inni­halds­leysi þess, gagns­leysi og hrein­lega skað­semi. En hér er engu slíku til að dreifa. Sex í sveit er sett upp að því er virð­ist vegna þess að það var sett upp fyrir ein­hverjum ára­tugum og varð vin­sælt þá. Í alvöru??? Er hægt að finna aum­ari afsökun fyrir verk­efna­vali??? Eiga áhorf­endur ekk­ert betra skil­ið?

Auglýsing

Það er sömu­leiðis hreint ótrú­legt að leik­stjór­inn, Bergur Þór Ing­ólfs­son, skuli setja nafn sitt við þetta verk­efna­val og vinnslu þess fyrir leik­svið­ið; hann hefur öðrum fremur farið ham­förum í að fletta ofan af karlpungum og kyn­ferð­is­af­brota­mönnum í anda metoo-hreyf­ing­ar­innar en á nú allt í einu þátt í að bera á borð fyrir almenn­ing hluta af þeirri and­legu nær­ingu sem slíkir menn nær­ast á og sem myndar þeirra sam­fé­lags­legu og and­legu inn­viði. Með fullum stuðn­ingi og á kostnað Borg­ar­leik­húss­ins, sem er að minnsta kosti að hluta til rekið fyrir almanna­fé. Hér hefur dóm­greindin svo sann­ar­lega tekið sér ærlegt frí, svo mikið er víst. Og óþarfi að hafa um það fleiri orð – en skömmin hverfur ekki úr veggjum Borg­ar­leik­húss­ins í bráð!

En svo vikið sé að öðru: Hvernig tekst svo til með leik­inn, hvað sem líður því hug­mynda­fræði­lega hrati sem hann er gegn­um­sýrður af?

Sögu­þráð­ur­inn er eins og vera ber í far­sa, hæfi­lega ein­faldur en þó þannig að hægt sé að flækja hann þar til allt virð­ist komið í óleys­an­legan hnút sem síðan leys­ist á end­anum þannig að allt falli í ljúfa löð. Hér er það Bene­dikt, leik­inn af Jör­undi Ragn­ars­syni, vel efn­aður og vel­gift­ur, sem getur varla beðið eftir því að eig­in­konan Þór­unn, leikin af Sól­veigu Guð­munds­dótt­ur, komi sér út á flug­völl til að fljúga til Egils­staða til að ann­ast veika móður sína. Bene­dikt er á nálum af því hann á von á ást­kon­unni Sól­eyju, leik­inni af Völu Krist­ínu Eiríks­dóttur ásamt besta vin­inum Ragn­ari, leiknum af Sig­urði Þór Ósk­ars­syni; ætl­unin er að eiga kósí­helgi í sum­ar­bú­staðnum með ást­kon­unni og vin­ur­inn Ragnar er skálka­skjólið sem á að þykj­ast vera kær­asti við­halds­ins ef á þarf að halda.

Hér er reyndar veik­leiki í sögu­þræði: Ef eig­in­konan er á förum, af hverju þarf þá Ragnar að koma líka til að vera eins og þriðja hjólið í ást­ar­æv­in­týri Bene­dikts? Jú, þegar Þór­unn eig­in­kona fréttir að von sé á Ragnar vill hún hvergi fara af því að Ragnar er nefni­lega við­haldið henn­ar. Þetta stenst auð­vitað enga skoð­un, en má svo sem leyfa sér í farsa – en til að fela slíkar veilur í sögu­þræði færi betur á að velja annan leikstíl en hér er gert og verður vikið að síð­ar.

Nú stefnir í að margir vilji eiga kósí­helgi í bústaðnum og hættan blasir við að flett verði ofan af mörgum leynd­ar­mál­um. Inn í þennan sögu­þráð flétt­ast svo veislu­þjón­ustu­kokk­ur­inn Sól­veig, sem leikin er af Katrínu Hall­dóru Sig­urð­ar­dóttur og í litlu hlut­verki í lokin birt­ist eig­in­maður henn­ar, Ben­óný, leik­inn af Har­aldi Ara Stef­áns­syni.

Sex í sveit Mynd: Borgarleikhúsið

Það er segin saga í farsa að per­sóna, sem lendir í vand­ræðum vegna lygi grípur til ann­arrar lygi til að forða sér úr vand­ræð­unum og kemur sér þá ein­fald­lega í enn verri vand­ræði. Það er nákvæm­lega þetta sem ger­ist allan fyrri hluta leiks­ins. Bene­dikt grípur til upp­spuna, skreytni, skröks, ósann­inda og lygi til að forða því að Þór­unn kom­ist að leynd­ar­mál­inu um ást­kon­una; í vel leiknum farsa ger­ist þessi stig­mögnun létt og lip­ur­lega, Bene­dikt ætti í raun að finn­ast hann hafa aðstæður á valdi sínu, enda bendir glæsi­leik­inn í sum­ar­bú­staðnum til þess að hann þurfi ekki að biðj­ast afsök­unar á sjálfum sér. Og bendir það ekki til nokk­urs sjálfs­ör­yggis og vellíð­unar í eigin ríki­dæmi að geta leyft sér að gefa ást­kon­unni pels uppá einar litlar sex­hund­ruð­þús­und? Þess vegna kemur það ankanna­lega fyrir sjónir að Bene­dikt er eins og á nálum frá upp­hafi, tauga­veikl­aður og trekktur og hagar sér eins og ung­lingur sem ekki vill láta standa sig að laumureyk­ing­um! Bene­dikt er eins langt og hægt er frá því að vera sá valds­manns­legi karl­hrútur sem finnst ekk­ert eðli­legra en að hann eigi sér ást­konu og við­hald. Með þess­ari lögn verður eng­inn þróun í karakt­ern­um, hann verður ein­víður og fyr­ir­sjá­an­leg­ur.

Þótt hér hafi Bene­dikt verið tek­inn sem dæmi má svipað segja um aðrar per­sónur leiks­ins, einkum þau Ragnar og Þór­unni. Þau eru frá upp­hafi í alltof upp­trekktu hug­ar­á­standi, sektin geislar af þeim og það er alveg aug­ljóst hverjum sem sjá vill að það er eitt­hvað ekki í lagi. En per­són­urnar sjá ekki það sem blasir við áhorf­end­um, eng­inn virð­ist vera upp­tek­inn af neinu öðru en að fela sitt eigið leynd­ar­mál. Með slíkum tökum verður eng­inn stíg­andi, engin vax­andi spenna og botn­inn dettur úr sam­leik og úr verður fremur afkára­legur ofleikur á köflum sem fær svo á sig fjar­stæðu­kenndan blæ þegar Sól­veig veislu­þjón­ustu­kokkur birt­ist. Katrín Hall­dóra Sig­urð­ar­dóttir hefur svo sann­ar­lega sýnt og sannað að hún er stór­kost­leg gam­an­leik­kona, en hér hefði svo sann­ar­lega mátt draga úr lát­un­um, þegar hún birt­ist í úti­dyr­unum í mót­or­hjólagalla og gengur inn í húsið með stór­karla­legu, vagg­andi kúreka­göngu­lagi – sem ber svo ekk­ert á þegar á leik­inn líð­ur!

Hér hefði á heild­ina litið þurft að beita mun létt­ari og til­gerð­ar­minni leikstíl. Per­sónur eins og Bene­dikt, Þór­unn og Ragnar verða fyndnar þegar þær missa tökin á aðstæðum eftir að hafa lengi barist við að láta eins og ekk­ert sé að. Svo gripið sé til lík­ingar úr mynd­máli þöglu mynd­anna: Það er ekk­ert fyndið að sjá mann sem hefur fallið eftir að hafa stigið á ban­ana­hýði. Það er fyndið að sjá mann ganga í átt­ina að ban­an­hýði og finna spenn­ing­inn yfir spurn­ing­unni hvort hann muni stíga á það eða ekki, hvort hann muni falla eða ekki. Spenn­ing­ur­inn er þeim mun meiri eftir því sem mað­ur­inn er valds­manns­legri, því ekk­ert er fyndn­ara en að sjá ríkan mann verða fyrir skakka­falli. Enn fyndn­ara verður það ef hann sleppur hjá ban­ana­hýð­inu en fellur í enn dýpri gryfju fulla af skítugu vatni sem eng­inn sá fyrir og sem hann þarf svo að klöngr­ast upp úr.

Þegar tjaldið er dregið frá í Sex í sveit hafa lyk­il­per­sónur verks­ins þegar dottið um ban­ana­hýðið – og fallið í gryfj­una að auki. Þegar þannig er fer húmor­inn fyrir lít­ið, það er ekk­ert sér­lega fyndið að koma þar að í sögu­þræði þar sem per­sónur leiks­ins eru að paufast upp úr drullu­poll­in­um.

Sex í sveit Mynd: Borgarleikhúsið

Vala Kristín Eiríks­dóttir á auð­veld­ara við­fangs í hlut­verki Sól­eyjar ást­konu en geldur að sama skapi fyrir það hvað hún er af hálfu höf­undar mikið bimbó. Hlut­verkið hefði örugg­lega mátt gera beitt­ara og fyrst text­inn var stað­færður og aðlag­aður íslenskum nútíma hefði að minnsta kosti Sóley mátt vera sterk­ari rödd hinnar almennu skyn­semi, sem líka verður að vera til staðar í almenni­legum farsa.

Þegar litið er á umgjörð verks­ins má segja að leik­myndin er hel­stil yfir­þyrm­andi og óhent­ug, fjar­lægðir eru miklar og erfitt að skapa þá nánd sem getur orðið hættu­leg þegar allir eru að ljúga hver að öðr­um. Þá má einnig benda á, að snjall­heim­il­ið, „google home“, hefði mátt fá til­gang í gegnum alla sýn­ing­una, þetta er sniðug hug­mynd í upp­hafi en fjarar út og nýt­ist ekki atburða­rásinni.

Jæja.

Með til­vísun í upp­haf þess­arar gagn­rýni og það sem sagt er um hug­mynda­fræði sög­unnar og leik­sýn­ing­ar­innar er óhjá­kvæm­legt annað en að beina þeim til­mælum til stjórn­enda Borg­ar­leik­húss­ins að taka þessa sýn­ingu af dag­skrá. Hún er ein­fald­lega ekki Borg­ar­leik­húsi sæm­andi – allra síst í ljósi þess sem á undan er geng­ið!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk