Hnitmiðað, áleitið, fyndið!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.

HÚH! Best í heimi
HÚH! Best í heimi
Auglýsing

RaTa­Tam í sam­vinnu við Bog­ar­leik­hús­ið: HÚH! Best í heimi

Höf­und­ur: RaTa­Tam

Leik­stjórn: Charlotte Bøv­ing

Leik­mynd og bún­ing­ar: Þór­unn María Jóns­dóttir

Lýs­ing: Björn Berg­steinn Guð­munds­son

Hljóð­mynd og tón­list: Helgi Svavar Helga­son og RaTa­Tam

Mynd­bönd: Aron Martin Ásgerð­ar­son

Leik­ar­ar: Albert Hall­dórs­son, Guð­mundur Ingi Þor­valds­son, Guð­rún Bjarna­dótt­ir, Hall­dóra Rut Bald­urs­dótt­ir, Hildur Magn­ús­dótt­ir.

RaTa­Tam hefur á und­an­förnum árum sett á svið sýn­ingar um áleitin sam­fé­lags- og til­finn­inga­mál: heim­ilda­sýn­ingin Suss! var samin af leik­hópnum og fjall­aði um heim­il­is­of­beldi, Ahhh ... byggði á textum Elísa­betar Jök­uls­dóttur og þar var meg­in­þemað ástin í mis­mun­andi mynd­um. Báðar þessar sýn­ingar voru líkt og ferskur and­blær í íslenskt leik­hús­líf enda brá við öðru­vísi efn­is­tökum en venjan er. Kannski má það þakka því að leik­stjóri hóps­ins, Charlotte Bøving, er af dönsku bergi brotin og hefur því hugs­an­lega annað sjón­ar­horn en íslenskt sam­starfs­fólk henn­ar. Þótt margt af okkar íslenska leik­hús­fólki sæki sér menntun erlendis eru rætur þess óhjá­kvæmi­lega tengdar íslenskum jarð­vegi, íslenskri menn­ingu og íslenskum and­legum innviðum sem að sjálf­sögðu móta ein­stak­ling­inn og setja mark sitt á starf hans – sem hugs­an­lega má ögra fyrir til­stilli list­ræns stjórn­anda með sterka, vel mót­aða og sjálf­stæða sýn á við­fangs­efnið og skýra aðferða­fræði hvað varðar með hvaða list­rænu með­ulum skuli úr efn­inu unn­ið. Ekki skal frekar fjöl­yrt um það hér, enda krefst það ítar­legri rann­sókna en kostur er í stuttri og hraðsoð­inni gagn­rýni.

Auglýsing

Nú hefur RaTa­Tam skapað þriðju sýn­ingu sína sem sækir efni í sam­fé­lag og sjálfs­vit­und og hefur að þessu sinni yfir­gefið heim­il­is­legt leik­svið Tjarna­bíós og hafið sam­starf við Borg­ar­leik­húsið og leikur á Litla svið­inu. Vista­skiptin eru mögu­lega til bóta; þó væri það sár þróun ef Tjarn­ar­bíó endar á því að verða eins konar fæð­ing­ar­deild fyrir stóru leik­hús­in, sem hirða til sín „áhuga­verðustu” hópana. Það er kannski ástæða til að hvetja sjálf­stæðu leik­hópana til að móta sér ein­hvers konar stefnu í þessum málum til að forð­ast að verða leiksoppar í þróun sem stýr­ist af stóru leik­hús­un­um, því fjár­magni sem þau fara með og valdi þeirra á hinu list­ræna sviði. En þetta má skoða sem útúr­dúr.

HÚH! Best í heimi er stutt, hnit­miðuð og áleitin leik­sýn­ing sem fjallar um mun­inn á þeirri sjálfsí­mynd sem við vörpum út í kosmósið og þeim ímyndum sem við gerum okkar besta til að fela og kjósum að halda útaf fyrir okk­ur. Þar finnum við kvíð­ann, höfn­un­ina, skömm­ina, og mót­lætið sem hel­tekur líf okkar og sem við erum reiðu­búin að leggja ýmis­legt og margt í söl­urnar fyrir að opin­bera aldrei. Sýn­ingin sam­anstendur af nokkrum sögum þar sem hver per­sóna leiks­ins er í fyr­ir­rúmi og full­yrt er að allar séu sög­urnar sann­ar; um það skal ekk­ert full­yrt, en þó tekið fram, að hver ein­asta saga var fram sett á ein­lægan og trú­verð­ugan hátt sem styður full­yrð­ing­una um sann­leik­ann – hins vegar má minna á til­vitnun í leik­skrá, þar sem seg­ir:

„Sögur eru upp­finn­ing manns­ins. Allar sögur eru ósann­ar, einmitt vegna þess að þær eru sög­ur.“

Þessi til­vitnun ku vera sótt í bók ísra­elska sagn­fræð­ings­ins og heim­spek­ings­ins Yuval Noah Har­ari sem ber hið ögrandi heiti „21 les­sons for the 21st Cent­ury” eða „21 hug­mynd um 21. Öld­ina“ (enska orðið „les­son” þýðir vissu­lega „kennslu­stund”, en Har­ari er meira í mun að vekja til umhugs­unar en „kenna” les­endum sín­um; því vel ég orðið „hug­mynd”, sem er auk þess í sam­ræmi við sænskt heiti bók­ar­inn­ar) og um Har­ari má sann­lega segja að hann er höf­undur sem kann að ögra og vekja upp spenn­andi hugs­anir með les­endum sín­um. Hann vakti m.a. máls á þeirri hug­mynd í bók sinni „Sapi­ens. A brief history og Mank­ind” að þegar akur­yrkju­tíma­bil hófst og mað­ur­inn fór að sá hveiti skipu­lega hafi mað­ur­inn í raun farið að þjóna hags­munum hveit­is­ins og að hveitið hafi þannig breytt lífs­háttum manns­ins. Slíkur umsnún­ingur sjón­ar­horns eggjar óneit­an­lega til skap­andi hugs­unar og HÚH! Best í heimi sækir ómælda næringu í slíkan umsnún­ing.

HÚH! Best í heimi Mynd: Borgarleikhúsið

Ákveðnum lyk­il­orðum er varpað upp á skjá fyrir ofan höfuð leik­enda – það er auð­velt að missa af þessum hluta sviðs­mynd­ar­inn­ar, en á þessum skjám birt­ast eins konar lyklar að orðum og athöfnum leik­end­anna í þeim atvikum sem um er fjall­að. Nokkur dæmi:

  • „Dugn­að­ur”
  • „Full­komin skírn­ar­veisla”
  • „Ég vil bara vera elskuð”
  • „Margir þeir sem fá ávísað þung­lynd­is­lyfjum fá jafn­framt örvandi lyf”
  • „Ég er ekki nóg”
  • „Lík­ams­skömm”
  • „Hvar er Rauf­ar­höfn”

Eins og sjá má á þessum fáu dæm­um, er víða drepið fingri á sam­fé­lags­á­standið og líðan ein­stak­lings­ins innan þess sam­fé­lags. Og þótt fyr­ir­sagn­irnar geti virst sund­ur­leitar og komi eins og fljúg­andi sitt úr hvorri átt­inni, tekst leik­hópi og leik­stjóra furðu vel að mynda rauðan þráð og sam­hengi í sam­fé­lags­rýn­ina sem er bæði beitt, nákvæm og fynd­in. Því fynd­in, það er sýn­ingin og er reyndar tónn­inn sleg­inn þegar í heiti henn­ar, HÚH! vísar í vík­inga­klappið marg­fræga og fram­hald­ið, „best í heimi” til alræmds þjóð­ar­hroka; vantar ekki nema „miðað við höfða­tölu” og þá verður greini­legt í hve tómri tunnu hér byl­ur.

Það er ekk­ert sér­stak­lega auð­velt að vera Íslend­ing­ur, hvað þá ungur Íslend­ing­ur, svo ekki sé talað um að vera ungur kven­kyns Íslend­ingur þegar þarf að vega sig og meta and­spænis þeirri and­legu kúgun sem slík við­mið eru í raun (reyndar ber bless­un­ar­lega lítið á kynja­mis­mun í þeirri mynd sem hér er máluð upp og það bendir til þess að leik­hóp­ur­inn og leik­stjóri líti á málið sem sammann­legt og það er vel!)

Við búum í heimi þar sem allt fer fram á ofsa­hraða, kyrrð­ar­stundir þurfa að vera þræl­skipu­lagðar inn í anna­sama og þrönga dag­skrá þar sem allt á að bera þess vitni að við séum meðða – svo aftur sé vísað í leik­skrá sýn­ing­ar­inn­ar, þar sem knappur texti myndar eins konar stefnu­skrá eða grunn­við­horf sýn­ing­ar­inn­ar.

Ekki verður svo um HÚH! Best í heimi fjallað öðru­vísi en að nefna leik­mynd og bún­inga Þór­unnar Maríu Jóns­dótt­ur. Hún hefur áður unnið með RaTa­Tam í Suss! og Ahhh ... og það er óhætt að segja að bæði leik­mynd hennar og bún­ingar mynda órjúf­an­legan hluta af þeirri sögu, sem sögð er. Hér er rými Litla sviðs Borg­ar­leik­húss­ins nýtt til fulln­ustu og góðir mögu­leikar skap­aðir og nýttir til fjöl­breyti­legs hreyfi­mynsturs; leik­myndin og leik­rýmið tak­markar hvergi mögu­leika á óvæntum stað­setn­ing­um, til­færslum og inn- og útkomum heldur ýtir undir þá hugsun að lífið sé frekar flókið og krefst þess að vera ekki sett á afmark­aðan bás. Þetta styrk­ist enn frekar með kað­al­stig­anum sem gerir leik­urum kleift að fara upp á svalir Litla sviðs­ins; sú fjar­lægð og sá hæð­ar­munur sem þar með skap­ast eykur við vídd sög­unnar og það verða á köflum ákaf­lega fyndin atriði sem þannig skap­ast. Bún­ing­arnir eru lit­ríkir og fjölbreyti­legir í sama anda og lýs­ing Björns Berg­steins Guð­munds­sonar fellur vel að leik­rými og leik.

Hljóð­mynd og tón­list Helga Svav­ars Helga­sonar og leik­hóps­ins er í önd­vegi í sýn­ing­unni og veitir dýpri skiln­ing á efni auk þess sem tón­listin skap­ar, styrkir og eflir þann kómíska tón sem ein­kennir sýn­ing­una frá upp­hafi til enda.

HÚH! Best í heimi/Guðrún Bjarnadóttir Mynd: Borgarleikhúsið

Margt mætti segja um frammi­stöðu leik­ar­anna í sýn­ing­unni; þeir segja hver sína sögu og full­yrt er að þær sögur séu allar sann­ar. Má vera og skiptir kannski ekki höf­uð­máli. Meira er um vert að þær falla allar að okkar íslenska veru­leika og eru hér fram settar af kostu­legu inn­sæi, íróníu og húmor – og óend­an­legri ást á mann­eskj­unni. Leik­hóp­ur­inn er svo jafn í frammi­stöðu sinni að engum einum eða fáum verður hér hamp­að. Hins vegar skal vakin athygli á einu, býsna mik­il­vægu atriði, en það er beit­ing raddar og með­ferð hins tal­aða máls. Hér hafa leik­stjóri og leik­hópur unnið krafta­verk, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Það er auð­fundið að hver ein­asti leik­ar­anna lítur á rödd­ina sem mik­il­vægt verk­færi; leik­hóp­ur­inn allur mætir til leiks með þjálfuð og vel ydduð tal­færi og það er hreint ótrú­legt að heyra hvers hver leik­ari er megn­ugur þegar kemur að rödd­inni og blæ­brigðum hennar og hve fjöl­breyti­leg raddbeit­ingin er og flæðið fal­legt á milli tals og söngs. Þá er ekki síður mik­ils vert að hóp­ur­inn hefur að fullu leyti aðlagað radd­mynd­ina að Litla svið­inu, þannig að engu skiptir hvar hver er, það heyr­ist skýrt til allra og hver ein­asti tónn, tal­máls eða söngs, á sér til­gang í flutn­ingi hverrar sögu.

HÚH! Best í heimi er sýn­ing sem á erindi við nútíma­mann­inn, og hver sem finnur til nútíma­manns­ins í sjálfum sér gerir sjálfum sér gott að horfa á sig og umheim­inn með írónískum sjón­glerjum RaTa­Tam.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFólk