Mynd: Aðsend/Forlagið

Norskur fjallamaður skrifar íslensku hrunsöguna

Svein Harald Øygard hefur skrifað bók um hrun og upprisu Íslands. Hún ber þess merki að hann er maður sem er laus við hlekki sérhagsmuna sem gerendur í þeirri sögu bera með sér á hverjum degi, og litar frásagnir þeirra af því sem gerðist. Norski fjallamaðurinn segir frá því sem raunverulega gerðist, af hverju það gerðist, hvaða afleiðingar það hafði og hverju var um að kenna.

Það var líka gott að vera útlend­ing­ur. Þá þurfti ég ekki að verja neina útgáfu sög­unn­ar.“ Þetta segir Norð­mað­ur­inn Svein Har­ald Øygard, sem um tíma var seðla­banka­stjóri á Íslandi, í bók sinni „Í víg­línu íslenskra fjár­­­mála“ sem kom nýverið út á íslensku. 

Í þess­ari stuttu setn­ingu nær hann að skýra út af hverju það var nauð­syn­legt að ein­hver utan­að­kom­andi, ein­hver sem átti ekki neinna hags­muna að gæta á Íslandi, hafi tekið að sér það verk að skrifa sögu íslenska hruns­ins og end­ur­reisn­ar­inn­ar. 

Øygard er með­vit­aður um þessa sögu og því reynir hann eftir fremsta megni að segja sög­una óper­sónu­lega. Að láta hana ekki snú­ast um per­sónur og leik­endur heldur þær ákvarð­anir sem voru teknar og þær afleið­ingar sem þær höfðu. Hann býr líka til ímynd­aðan Íslend­ing, Guð­mund Þór, sem lendir í nán­ast öllum áföllum sem hrunið leiddi af sér. Um er að ræða til­raun höf­undar til að sýna fram á hversu víð­tæk áhrifin voru á venju­legt fólk. Hún gengur stundum ágæt­lega, en verður stundum of ýkt. 

Það að Øygard hafi um nokk­urra mán­aða skeið verið þátt­tak­andi í atburða­rásinni hér­lendis vinnur með honum vegna þess að á þeim tíma hafði hann aðgang að ótrú­legu magni frum­gagna, og gat gert sér grein fyrir við hverja hann þyrfti að tala til að dýpka sög­una. Við vinnslu bók­ar­innar tók hann ríf­lega 90 við­töl, mörg hver við mjög hátt­sett fólk í alþjóð­legu fjár­mála­kerfi, sem varpa nýju ljósi á margt sem átti sér stað bæði fyrir og eftir hrun. Í víglínu íslenskra fjármála.

Á meðal þeirra sem hann ræðir við eru erlendir seðla­banka­stjór­ar, erlendir ráða­menn og íslenskir ráð­herr­ar, jafnt núver­andi og fyrr­ver­andi. Øygard átti líka sam­töl við stofn­end­ur, starfs­menn og lyk­il­ráð­gjafa þeirra fjár­fest­ing­ar­sjóða, oft kall­aðir hrægamma­sjóð­ir, sem hingað komu í kippum eftir hrunið til að hagn­ast á íslenska harm­in­um. Lyk­il­fólk í Seðla­banka Íslands ræddi einnig við hann, meðal ann­ars Már Guð­munds­son og Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, sem nú er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra en var á árum áður í stóru hlut­verki innan þeirrar stofn­un­ar. Davíð Odds­son hafn­aði hins vegar að veita eft­ir­manni sínum við­tal. 

Til­gangur Øygard með bók­inni var að „lýsa stóru mynd­inni og þeim kröftum sem heltóku lítið land í upp­hafi 21. ald­ar­inn­ar, einnig þeirri inn­sýn sem það veitir í heim­inn nú og til fram­tíð­ar.“

Það tekst honum prýði­lega.

Fjalla­maður upp úr hatti

Øygard var settur seðla­banka­stjóri eftir að Davíð Odds­son var lát­inn yfir­gefa seðla­bank­ann í kjöl­far laga­breyt­inga. Til­gang­ur­inn með skipun hans var að gefa rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur svig­rúm til að ráða seðla­banka­stjóra til fram­tíðar sem myndi ekki njóta góðs af því í umsókn­ar­ferl­inu að hafa gegnt starf­inu tíma­bund­ið. Eng­inn gæti gert til­kall til emb­ætt­is­ins. Því var sú óvenju­lega leið farin að sækja Norð­mann sem hafði árin á undan aðal­lega starfað fyrir alþjóð­lega ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey&Co en hafði auk þess verið skrif­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu í Nor­egi um tíma á tíunda ára­tugn­um. Dregin eins og „kan­ína upp úr hatt­i“, eins og höf­und­ur­inn lýsir því sjálfur í bók­inn­i. 

Þegar Øygard var skip­aður var mikið lagt upp úr því, hjá þröngum hópi í kringum Davíð Odds­son, að mála hann upp sem ein­hvers­konar fáráð. Davíð sjálfur sagði í ræðu á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks 2009 að Øygard væri „svo lítt þekktur að jafn­vel leit­ar­vél Google finnur hann ekki.“ Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, sem hefur ára­tugum saman sam­tvinnað það að vera pró­fessor í stjórn­mála­fræði og að vera í linnu­lausu klapp­stýru­hlut­verki fyrir áður­nefndan Dav­íð, hélt þessum mál­stað á lofti síð­ar. Øygard rekur þetta og vitnar í ummæli um sig sem Hannes lét ítrekað falla, meðal ann­ars á blogg­síðu sinni, sem eru svona: „Mað­ur­inn kom af fjöll­um. Hann vissi ekki hvað þetta var.“ Í stað þess að taka þessi orð óstinnt upp þá leikur Øygard sér með þau. Það sem eftir lifir bók­ar­innar lýsir hann sjálfum sér iðu­lega sem fjalla­mann­in­um.

Mis­mun­andi sjón­ar­horn

Líkt og áður sagði er eitt helsta mark­mið Øygard að varpa ljósi á það sem gerð­ist á Íslandi, frá sjón­ar­horni ann­arra sem urðu fyrir áhrifum af því en Íslend­ing­ar. Frá sjón­ar­horni þeirra sem höfðu fjár­fest hér­lendis og tap­að, þeirra sem stýrðu alþjóð­legum seðla­bönkum sem höfðu veru­legar áhyggjur af ógæti­legri hegðun íslensku bank­anna, þeirra sem urðu fyrir tjóni af þeirri ógæti­legu hegðun og þeirra sem græddu á öllu sam­an.

Grein­ing hans, byggð á ítar­legri rann­sókn­ar­vinnu þar sem nið­ur­staðan var ekki fyr­ir­fram gef­in, á því á hverju ákvörð­un­ar­taka um að hjálpa Íslandi ekki meira en raun bar vitni á mis­mun­andi tímum í þessu ferli er trú­verðug og vel rök­studd. 

Hannes Hólmsteinn Gissurarsson, og hans greiningar á hrunsögunni, er augljós skotspónn í bók Øygard.
Mynd: Skjáskot

Í stuttu máli er hún þessi: Íslenskir banka­menn fóru offari og þegar ljóst var að þeir áttu sér ekki til­veru­grund­völl nýttu þeir sér fjöl­mörg vafasöm tæki­færi til að halda sér á floti, en gerðu end­an­lega hrunið um leið verra en það hefði þurft að vera. Þeir mis­not­uðu stöðu sína til að verða sér úti um laust fé hjá seðla­bönkum í Lúx­em­borg og Evr­ópu­sam­band­inu, þeir söfn­uðu inn­lánum alþjóð­lega á allt of háum vöxtum í sama til­gangi og svo nýttu þeir sér ást­ar­bréfa­hringrás­ina til að ná sér í allt það fé sem hægt var að ná sér í hjá íslenska seðla­bank­an­um. 

Og eng­inn hér­lendis vildi hlusta á varn­ar­orð útlend­ing­anna. 

Spari­sjóð­ur­inn sem vildi skrif­stofu í New York

Það er margt kostu­legt, en um leið sorg­legt, sem höf­und­ur­inn lýsir í bók­inni sem hann hefur eftir við­mæl­endum eða kemur úr gögnum sem hann hefur kom­ist yfir. 

Øygard ræðir meðal ann­ars hlut­verk Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, þáver­andi for­seta, í útrásinni og tekur sem dæmi ræðu sem hann hélt í London 3. maí 2005 þar sem hann var, oftar sem áður, að útskýra yfir­burði íslensku útrás­armann­anna. Ólafur nefndi í þeirri ræðu heilar þrettán ástæður fyrir vel­gengni Íslend­inga, sem létu þá skera sig úr gagn­vart öðr­um. Þar nefndi hann sex fyr­ir­tæki sem blómstr­uðu máli sínu til stuðn­ings: Baug, Avion, Act­a­vis, Öss­ur, Kaup­þing og Bakka­vör. „Af þessum sex fyr­ir­tækjum áttu tvö eftir að verða gjald­þrota, tvö geng­ust undir end­ur­skipu­lagn­ingu og eitt þeirra er erfitt að rekja. Aðeins eitt af þessum sex er enn þann dag í dag öfl­ugt og frum­legt iðn­fyr­ir­tæki,“ segir Øygard í bók­inni. Þetta eina fyr­ir­tæki er Öss­ur. 

Hann nefnir líka að norski Olíu­sjóð­ur­inn, stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður heims, hafi áttað sig á stöð­unni á Íslandi mjög snemma. Strax í byrjun árs 2006 fór hann að kaupa skulda­trygg­ingar á íslensku bank­anna vegna þess að hann áleit að það væri eina vit­ræna fjár­fest­inga­tæki­færið í þeim. Þ.e. að veðja á að þeir myndu lenda í veru­legum van­skil­u­m. 

Øygard segir að íslensk stjórn­völd hafi ekki boðið for­svars­mönnum sjóðs­ins til lands­ins til að ræða ítar­legar grein­ingar þegar þetta átti sér stað, heldur réð­ust á sjóð­inn í ræðu og riti. Hall­dór Ásgríms­son, sem var for­sæt­is­ráð­herra á þessum tíma, sagði að gjörn­ing­ur­inn væri brot á sam­nor­rænum varn­ar­samn­ingi gegn ójafn­vægi í fjár­mál­um, auk þess sem þetta væri ekki til marks um góða sam­búð grann­þjóða.

Øygard greinir frá því að í nóv­em­ber 2007, þegar öllum sem horfðu á efna­hags­reikn­inga íslensku bank­anna af skyn­semi var ljóst að þeir þyrftu að draga veru­lega saman seglin til að lág­marka tjónið sem þeir gætu oll­ið, hafi öll fram­kvæmda­stjórn Glitn­is, um 50 manns, fundað á golf­vell­inum Turn­berry í Skotlandi, sem í dag er í eigu Don­ald Trump. „Þar var kynnt áætlun um að tvö­falda efna­hags­reikn­ing Glitn­is. Sagt er að nokkrir við­staddir hafi sagt skilið við bank­ann skömmu síð­ar. Þetta hafi verið einum of mikið af því góða.“

Vit­neskjan var líka til staðar innan íslensku stjórn­sýsl­unn­ar, þótt ekki hafi verið gripið til réttu ákvarð­ana til að dempa stöð­una. Í bók­inni er meðal ann­ars haft eftir starfs­manni Seðla­banka Íslands sem segir frá því að strax í jan­úar 2008 hafi starfs­fólkið byrja á þeim sið að skála í lok hverrar vinnu­viku. „Skál, við lifðum af enn eina vik­una.“

En eitt skýrasta dæmið sem Øygard nefnir um sjúk­dóms­ein­kenni á íslenska fjár­mála­kerf­inu sem hefði átt að vera öllum sýni­legt, var þegar að Spari­sjóð­ur­inn í Kefla­vík, sú hörmu­lega rekna fjár­mála­stofn­un, ætl­aði að opna útibú í New York til að taka þátt í útrás­ar­veisl­unn­i. 

Varð flök­urt vegna upp­lýs­inga um banka

Í ljósi þess að þónokkur athygli hefur verið á þeim fjár­mála­glæpum sem framdir voru í aðdrag­anda hruns­ins, bæði í fjöl­miðlum og bóka­skrif­um, er ágætt að Øygard sé ekki mikið að dvelja við þá þætti. Það þýðir ekki að hann dragi úr alvar­leika þeirra, enda bendir hann til að mynda á að í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis hafi verið sýnt fram á hversu kerf­is­bundin þau brot voru. Lyk­il­at­riðið í þeirri svika­myllu var fjár­mögnun eigin bréfa, sem margir mark­aðs­mis­notk­un­ar­dómar hafa fallið vegna á und­an­förnum árum, og er eins­dæmi í heims­sög­unn­i. 

Hann greinir þó líka frá því að þegar hann tók við sem seðla­banka­stjóri hafi hann farið fram á það að full­trúi Seðla­bank­ans í stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins upp­lýsti hann um ganga mála við skoðun á bönk­unum þrem­ur. „Það voru fréttir um tengsla­net­ið, um lán til tengdra aðila og önnur mál. Þegar ég sá skýrsl­una um Lands­bank­ann varð ég að fara afsíð­is. Mér var orðið svo flök­urt.“

Að hans mati eru ein afdrifa­rík­ustu mis­tökin sem áttu sér stað þau að banna ekki skuld­setn­ingu í öðrum gjald­miðlum en íslensku krón­unni. Þá dylst engum sem les að honum ofbýður það hvernig bank­arnir hög­uðu sér í stöðu­tökum gegn krón­unni.

Öllum hefði átt að vera ljóst að íslenska krónan var ofmet­in, en samt héldu bank­arnir áfram að dæla út þessum lánum til heim­ila og fyr­ir­tækja allt fram á það síð­asta. Þegar allt hrundi voru 84 pró­sent bíla­lána til að mynda í erlendum gjald­miðl­u­m. 

Bank­arnir þrír voru þá löngu farnir að verja sig fyrir óum­flýj­an­legri lækk­un. Kaup­þing árið 2005, Lands­bank­inn um haustið 2007 og Glitnir í árs­lok 2007. „Bank­arnir höfðu allir keypt erlendan gjald­miðil fyr­ir­fram, með öðrum orðum höfðu þeir aðgang að erlendum gjald­miðli á fyrir fram ákveðnu verði ein­hvern tíma í fram­tíð­inni. Nú skyldi grætt ef íslenska krónan veikt­ist.“ 

Vert er að taka fram að ekk­ert af þessu reynd­ist ólög­legt. Það mátti bara fella krón­una með handafli, láta við­skipta­vini sína taka tapið en græða mis­kunn­ar­laust sjálfur á því. Fyrir banka var þetta hins vegar bara piss í skó­inn, þar sem aug­ljóst var að van­skil þeirra við­skipta­vina sem tóku á sig tapið myndu aukast mikið sam­hliða.

Umsát­urs­kenn­ingin

Eitt helsta hrá­efnið í frá­sögn þeirra sem báru ábyrgð á annað hvort bönk­um, eft­ir­lits­stofn­unum eða rík­is­stjórn í hrun­inu, þegar þeir hafa reynt að end­ur­skrifa sögu þess síð­ast­lið­inn ára­tug, er að benda á að vondir útlend­ingar hafi svikið okk­ur. Þetta er oft kallað umsát­urs­kenn­ing­in, en í henni felst að ekk­ert sér­­ís­­lenskt hafi verið við það ástand sem skap­að­ist á Íslandi og olli hrun­inu. Að geisað hafi alþjóð­­legt fár­viðri á fjár­­­mála­­mörk­uðum og að Ísland hafi ein­fald­­lega verið fórn­­­ar­­lamb þess. Erlend ríki og seðla­­bankar hafi neitað að rétta Íslandi hjálp­­­ar­hönd og þess í stað brugðið fæti fyrir litla eyþjóð.

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið fól meira að segja áður­nefndum Hann­esi Hólm­­steini Gis­s­­ur­­ar­­syni, sem átt hefur í við­­skipta­­sam­­bandi við nokkra fyrr­ver­andi lyk­il­­starfs- og stjórn­­­ar­­menn hrun­­banka við rekstur bóka­út­­­gáfu sem gefur meðal ann­­ars út bækur um þeirra útgáfu af sögu síð­­­ustu ára, að gera skýrslu um helstu erlendu áhrifa­þætti banka­hruns­ins. Fyrir það fékk hann greitt tíu millj­­ónir króna af skatt­­fé. Skýrslan tók mörg ár í vinnslu.

Nið­­ur­­staða hans, sem byggði að mestu á við­­tölum við helstu ger­endur í bönk­­unum og stjórn­­­sýsl­unni fyrir hrun, var að íslensku bank­­arnir hefðu í raun ekk­ert verið lak­­ari en aðrir bankar, að Seðla­­banki Íslands, og sér­­stak­­lega Davíð Odds­­son, hafi verið hróp­andi í eyð­i­­mörk­inni og séð allt sem miður fór fyr­ir, og að erlend ríki hafi hagað sér rudda­­lega og með óbil­­gjörnum hætti gagn­vart Íslandi á ögur­­stundu. Hægt hefði verið að bjarga íslenska banka­kerf­inu ef banda­ríski seðla­bank­inn hefði rétt Íslandi hjálp­ar­hönd í formi gjald­eyr­is­skipta­samn­ings. 

Fót­unum kippt undan skýrslu Hann­esar

Til marks um hversu illa unnin skýrsla Hann­esar var, og hversu aug­ljós til­gangur hennar til að kom­ast að fyr­ir­fram­gef­inni nið­ur­stöðu var, þá er Davíð Odds­­son nefndur 163 sinnum í skýrsl­unni og Ices­ave 211 sinn­­um. Kaup íslensku bank­anna á eigin bréfum með eigin pen­ingum og for­­dæma­­lausir dómar vegna þeirra eru nefnd einu sinni.

Øygard kippir fót­unum algjör­lega undan þess­ari illa ígrund­uðu, og bein­línis röngu, kenn­ingu með fjöl­mörgum við­tölum við hátt­setta erlenda aðila sem voru beinir þátt­tak­endur í atburða­rásinn­i. 

Í bók­inni er meðal ann­ars rakið stöðu­mat Svía gagn­vart Íslandi. Þar er haft eftir And­ers Borg, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, sem sagði: „Við bjuggum til lista í árs­lok 2006 og árs­byrjun 2007 yfir löndin þar sem hættan var mest. Ísland, Lett­land og Írland voru efst á blað­i.“ Stefan Ing­ves, þá seðla­banka­stjóri Sví­þjóð­ar, segir í bók­inni að hans banki hafi farið að hafa áhyggjur á sama tíma. „Þetta hlaut að enda með ósköp­um. Ég fór að senda æ fleiri sér­fræð­inga til Íslands. Þeir skoð­uðu höf­uð­stól og eign­ar­hald bank­anna en þeir gátu ekki útskýrt hvaðan þeim bær­ist fjár­magn til þess að halda áfram að vaxa.“ Hann minn­ist þess svo þegar hann dró Davíð Odds­son afsíðis þegar hann var í heim­sókn á Íslandi árið 2006 og sagði: „Það er eitt­hvað að bönk­unum hjá ykk­ur. Við höfum nokkra reynslu af svona mál­um. Við lentum í kreppu. Hringdu hvenær sem er og þá getum við rætt málið[...]Hann hringdi aldrei til þess að biðja um hjálp.“ Þess í stað voru nær allar aðgerðir hins opin­bera og íslenska seðla­bank­ans sem olía á eld­inn. 

Skakkt núm­er, hringdu í Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn

Í skýrslu Hann­es­ar, sem skatt­greið­endur greiddu fyr­ir, er ein helsta álykt­unin sú að banda­rísk stjórn­völd hefðu neitað Íslandi um fyr­ir­greiðslu vegna þess „að Ísland var ekki lengur hern­að­ar­lega mik­il­vægt í þeirra aug­um.“ Þessi ályktun er jörðuð í bók Øygard af Timothy Geit­hner, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri New York og síðar fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna.

Timothy Geithner varð fjármálaráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn Barack Obama.
Mynd: EPA

Í sam­tali við höf­und­inn segir hann að íslenskir bankar hafi ein­fald­lega ekki verið neitt sér­stak­lega virkir í Banda­ríkj­unum fyrir hrun og höfðu ekki verið að taka lán í Banda­ríkja­döl­um. Þess vegna var ekki til staðar ótti um smit frá íslensku bönk­unum inn í banda­ríska kerf­ið. Fók­us­inn hafi verið á þau ríki þar sem bankar voru að fjár­magna sig í Banda­ríkja­döl­um. Fleiri lönd, eins og Tyrk­land, hafi heldur ekki fengið boð um hjálp á þessum tíma. 

Þegar Íslend­ingar ósk­uðu eftir gjald­miðla­skipta­samn­ingi eftir hrunið hafi það verið skoðað og Ísland greint af sér­fræð­ingum banda­ríska seðla­bank­ans. Geitner segir að beiðnin hafi verið tekin alvar­lega, en nið­ur­staða grein­ing­ar­innar hafi verið sú að íslenska banka­kerfið hafi verið allt of stórt miðað við þjóð­ar­tekjur og gjald­eyr­is­skipta­samn­ingur myndi ekki bæta ástand lands­ins sem neinu næmi. Yfir­maður hjá banda­ríska seðla­bank­anum bætti við í sam­tali við höf­und­inn að tengsl eig­enda íslensku bank­anna, sem teiknuð voru upp í grein­ing­unni, hafi verið „eitt­hvað flókn­asta kerfi sem ég hef nokkurn tíma séð.“

„Segja má að ef ein­hver hringir frá ríki þar sem banka­kerfið nemur nífaldri vergri lands­fram­leiðslu og fer fram á gjald­eyr­is­skipti sé lík­lega aðeins eitt svar sem kemur til greina,“ segir Geit­hner í bók­inni. „Því mið­ur, skakkt núm­er. Hringdu í Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn.“

Sam­an­dregið þá er haft eftir hverjum hátt­settum aðil­anum á fætur öðrum innan lyk­il­stofn­ana erlendra ríkja að við­vör­un­ar­merkin á Íslandi hafi átt að vera öllum sýni­leg. Það voru því ekki óbil­gjarnir útlenskir seðla­bankar eða útlensk stjórn­völd sem skópu íslenska ástand­ið, heldur aðr­ir.

„Að því er varðar aðdrag­anda krepp­unnar keppa mats­stofn­anir og end­ur­skoð­endur um fyrsta sætið í synda­sela­keppn­inni við banka­menn, stjórn­völd og eft­ir­lits­að­ila,“ segir Øygard.

Stjórn­völd stóðu ekki undir vænt­ingum og spilltu ekki gleð­inni, eft­ir­lits­stofn­anir gerðu ekk­ert þegar við­vör­un­ar­ljósin voru aug­ljós, end­ur­skoð­endur brugð­ust skyldum sínum og stimpl­uðu aug­ljós­lega röng upp­gjör sem raun­veru­leg. Mats­fyr­ir­tækin hengdu svo háar mats­hæf­is­ein­kunnir utan um háls­inn á bönkum sem áttu ekk­ert erindi í að fá slík­ar. „Kerfið hrundi vegna þess að það brast í grund­vall­ar­at­rið­um. Bank­arnir huns­uðu grunn­reglur góðra og skyn­sam­legra starfs­hátta í bönk­um. Fjár­mála­eft­ir­litið sá ekki grund­vall­ar­bresti í kerf­inu. Ýmist var ekki varað við áhættu eða stjórn­völd sinntu ekki við­vör­un­um. Flestir vildu að bank­arnir héldu áfram að vaxa yfir­gengi­lega og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að þeir héldu því áfram.“

Hrósar end­ur­reisn­inni

Øygard er mun jákvæð­ari þegar kemur að álykt­unum sínum um hvernig end­ur­reisn Íslands hafi tek­ist. Sér­stak­lega fjallar hann umtals­vert um end­ur­skipu­lagn­ingu banka­kerf­is­ins og segir að hún hafi verið eitt helsta afrekið sem var framið hér­lend­is. Þá hrósar hann rík­is­stjórn­inni sem tók við völdum snemma árs 2009, sem og öllum rík­is­stjórnum sem setið hafa síð­an, fyrir að „takast á hendur það ógeð­fellda verk að fá sam­þykktar erf­iðar ákvarð­anir til þess að koma land­inu aftur í gang.“

Hann rekur líka í löngu máli hversu ein­stök áætlun Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins á Íslandi hafi verið í öllu sögu­legu sam­hengi. Hér hafi verið veittur slaki til að fara milli­veg nið­ur­skurðar og þess að verja lyk­il­stoðir vel­ferð­ar­kerf­is­ins, allt innan strangra fjár­magns­hafta. Nið­ur­staðan hafi orðið sú að Ísland hafi breytt Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum meira en hann breytti Ísland­i. 

Sam­an­dregið þá eru þorri þeirra álykt­ana sem Øygard dregur í bók­inni rétt­ar. Banka­menn­irn­ir, eft­ir­lits­að­il­arnir og stjórn­völd brugð­ust. Almenn­ingur sat uppi með afleið­ing­arn­ar. Flestar stóru ákvarð­an­irnar sem teknar voru til að bregð­ast við þessu ástandi: Neyð­ar­laga­setn­ing­in, upp­setn­ing hafta, afnám sól­ar­lags­á­kvæð­is­ins gagn­vart kröfu­höfum og samn­ing­arnir við þá árið 2015 hafi allt verið réttar ákvarð­anir sem höfðu feiki­lega jákvæð áhrif fyrir íslenskt sam­fé­lag. Eftir standi land sem er komið í ótrú­lega góða efna­hags­lega stöðu ára­tug eftir að risa­vaxið fjár­mála­kerf­ið, og afar veikur örgjald­mið­ill, hrundi yfir það. 

Hann er líka næmur á að greina það sem ekki hefur tek­ist að laga. Seint í bók­inni stend­ur: „Hrekk­laus maður gæti ímyndað sér að nú, rúmum tíu árum eftir hrun­ið, hefði orðið til ein­hvers konar sátt í sam­fé­lag­inu um það sem hefði orsakað hrun­ið, hvar rætur þess lágu, hvað setti það í gang, og hver bar ábyrgð á því. Því er ekki að heilsa. Jafn­vel í íslenskum vina­hópi getur umræðan um nýlega atburði í sögu Íslands leitt í ljós mis­mun­andi skoð­an­ir.[...]Enn þann dag í dag eru margir sem koma við sögu, banka­menn og stjórn­mála­menn, að ráða til sín sagn­fræð­inga til að segja sögur sínar og móta frá­sagnir af atburð­um. Ýmsir greiða þeir þeim sjálfir eða skatt­greið­endur eru látnir blæða. Aðrir skrifa bara bæk­ur.“

Ofan­greind bar­átta um sög­una, þar sem ger­endur berj­ast um að segja svart vera hvítt og blautt þurrt, er lyk­il­breyta í því að traust milli almenn­ings og stofn­ana sam­fé­lags­ins hvarf og er enn horf­ið. 

Það blasir við aðkomu­mann­in­um, fjalla­mann­in­um, Øygard og ætti að blasa við okkur öll­u­m. 

Það er mik­ils virði að maður sem er ekki samdauna öllu sem hér hefur gerst síð­ustu tæpu tvo ára­tugi, sem var ekki í MR eða við­skipta­fræði með neinum sem telst til ger­enda hruns­ins eða er náskyldur ein­hverjum sem tók mögu­lega röð rangra ákvarð­ana sem leiddu hörm­ung­ar, og svo upp­risu, yfir litla örþjóð á eyju í miðju Ball­ar­hafi, hafi tekið sér það fyrir að rann­saka, greina og skrifa sögu sem þessa. 

Bar­áttan um sög­una þurfti á því að halda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk