Dagatalið mitt

Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.

apríl 27.jpg
Auglýsing

Ásta Júlía Hreinsdóttir er leik- og grunnskólakennari og stofnandi ÁJ hönnunar. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á myndlist og alltaf teiknað mikið og málað. Nú er ÁJ hönnun að gefa út Dagatalið mitt sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir Ástu Júlíu. Safnað er fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.
Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Fyrir tveimur árum var ég að byggja mig upp og styrkja mig og ákvað að skrifa niður eins margar uppbyggjandi setningar og ég gæti. Það urðu ansi margar setningar og ég fór að hugsa hvort ég gæti ekki gert eitthvað við þær. Ég fór að mála myndir við textana og gefa þær, sumar á ensku og aðrar á íslensku.

Auglýsing
Góð kona spurði mig af hverju ég gæfi þetta ekki út í bók og ég fór að hugsa um það. Ég hélt áfram að skrifa niður setningar sem komu í huga minn og myndskreyta þær, sumar voru uppbyggjandi, aðrar örsögur og enn aðrar áminningar.

Allt í einu voru setningarnar orðnar nærri 200. Ég var enn að hugsa um það hvort ég ætti að gera eitthvað meira við myndirnar og einn daginn þegar ég var að reyna að skrifa nafn á nýfæddu barni inn á mánaðardaginn minn, kom hugmyndin að Dagatalinu mínu. Hún var fljót að þróast í það sem varð og nú er Dagatalið mitt að verða að veruleika.“

Hvað hefur hvatt þig áfram?

„Það hefur hvatt mig áfram að þetta var svo skemmtileg vinna og það voru svo margir áhugasamir. Ég viðurkenni alveg að stundum var þetta erfitt og sérstaklega að hugsa upp hvernig ég ætti að myndskreyta hvern texta fyrir sig. Það endaði þó með því að ég var komin með langt yfir 400 texta svo þetta var ekkert mál því ég gat valið úr. Ásta Júlía Hreinsdóttir.

Það var mér líka hvatning að þegar ég var langt komin við að mála myndirnar sagði góður maður við mig: „Ásta Júlía, þú verður að muna að þeir sem kaupa Dagatalið mitt munu kaupa 366 lítil listaverk.“
Hvað er sérstakt við þetta dagatal? 

„Dagatalið mitt er ekki bundið dagatal með ákveðnu ári eða vikudögum heldur er það fjölnota. Hver síða er tileinkuð einum degi á árinu og þar eru örsögur úr hversdeginum eða uppbyggjandi orð og síðan er myndskreytt af mér í takt við textann. Þannig fær hver dagur ársins sinn sess með sínum orðum og sinni mynd þar sem orð og mynd fá jafnt vægi. Einnig er á hverjum degi reitur þar sem eigandinn getur gert sitt dagatal persónulegt með því að skrá inn nöfn og fæðingarár afmælisbarna dagsins. 

Þetta er góð gjafavara allt árið um kring, ár eftir ár og hægt að opna það hvenær sem er, hvaða ár sem er. Dagatalið mitt er fyrir fólk á öllum aldri, á öllu landinu, sem hefur áhuga á að hafa uppbyggjandi orð með skemmtilegum myndum í kring um sig. 

Það er vinsælt að hafa hluti með fallegum eða uppbyggjandi orðum í umhverfi sínu. Dagatalið mitt er einmitt þannig en einnig dagatal sem eigandinn getur gert persónulegt og nýtt það svo ár eftir ár.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk