Bekkurinn – dagbók í Gullhring

Á einu ári fór Þórarinn Leifsson sjötíu og sex sinnum í Gullhring með erlenda ferðamenn. Þegar áð var við Geysi tók hann mynd af bekk sem stendur fyrir framan goshverinn Strokk. Hann skráði hjá sér það markverðasta sem gerðist og gaf deginum einkunn.

totil_smile_sun.jpg
Auglýsing

Þórarinn Leifsson hefur áður sent frá sér fjölmargar sögur, jafnt fyrir börn og fullorðna. Hann fer ótroðnar slóðir í bókum sínum sem allar hafa hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda á Íslandi og verið þýddar á fjölda tungumála. Bekkurinn er öðruvísi en fyrri verk höfundar á þann hátt að hún varð til úr 76 ljósmyndum og jafn mörgum dagbókarbrotum. Þetta er heimildaverk um íslenska ferðaþjónustu um það leiti sem hún var að ná hámarki, árin 2018-2019.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Haustið 2017 var ég svolítið á krossgötum í lífinu. Ég var nýskilinn eftir tæplega tuttugu ára hjónaband og fluttur heim til Íslands frá Berlín þar sem ég hafði einangrast svolítið í eigin heimi. Það var því mjög frískandi að rjúka af stað með erlenda ferðamenn um ísland, þá fyrst og fremst í Gullhring til að byrja með. 

Auglýsing
Rigningarsumarið mikla 2018 fór ég síðan að taka myndir af bekk á Geysi í hverjum Gullhring og einhvern tímann um haustið datt mér í hug að tengja þessar myndir við búta úr dagbókinni minni. Jafnframt gaf ég hverri ferð frá einum upp í fimm gullhringi – að hætti TripAdvisor.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þemað er fyrst og fremst þessi bekkur sem speglar bæði mig og íslensku þjóðina. Við erum ennþá að átta okkur á okkur sjálfum og hvernig við eigum að mæta öllum þessum ferðamönnum sem vilja setjast upp á okkur. Myndir og textar koma úr sitt hvorri átt og mætast í opnum bókarinnar; sjötíu og sex myndir af sama bekknum allt árið í kring í jafn mismunandi veðrum. Ferðamennirnir koma síðan inn á myndflötinn sem nokkurs konar boðflennur, þeir ýmist sitja á bekknum, standa á honum eða hreinlega dansa fyrir framan hann. Textinn er fyrir sitt leiti úr dagbókinni minni þann sama dag og ekki endilega í beinu samhengi við það sem er að gerast hjá bekknum á myndinni. Samanlagt er þetta heimild um afmarkaðan tíma. Heimild um hvernig ferðamenn eru að koma hingað en líka heimild um hversdag leiðsögumannsins.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk