Pakkaði niður í tvo litla bakpoka og hélt á vit ævintýranna

Íris Ösp Heiðrúnardóttir segist lengi hafa verið heilluð af líkamanum, hreyfingu hans og formum og hefur hún nú fengið útrás fyrir þann áhuga í gegnum myndlist og iðkun á yoga.

Auglýsing
Íris Ösp Heiðrúnardóttir
Íris Ösp Heiðrúnardóttir

YOGER er spila­stokkur með 52 mis­mun­andi vatns­mál­uðum yoga­stöðum til heima- eða ferða­laga­æf­inga. Útskýr­ingar eru á hverju spili og nöfn á bæði sanskrit og íslensku. Spil­inu fylgja níu rútínur en mögu­leik­arnir eru enda­laus­ir. Íris Ösp Heiðrún­ar­dóttir hefur þróað og teiknað þennan nýja spila­stokk og safnar hún nú fyrir verk­efn­inu á Karolina­fund

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Ég hef lengi verið heilluð af lík­am­an­um, hreyf­ingu hans og formum og hef fengið útrás fyrir þann áhuga minn í gegnum mynd­list og iðkun á yoga.

Í byrjun árs urðu smá breyt­ingar í lífi okkar Kaali, kærastans míns, og ákváðum við að taka þeim breyt­ingum fagn­andi með því að segja upp húsa­leig­unni, selja allt okkar haf­urta­sk, pakka niður í tvo litla hand­far­ang­urs­bak­poka og halda á vit ævin­týr­anna. Tveimur vikum seinna vorum við komin til Barcelona þar sem ég hóf loks­ins yoga­kenn­ara­nám sem hefur verið draumur í langan tíma. Við dvöldum í Barcelona í þrjá mán­uði og gerðum lítið annað en að iðka yoga og njóta þess að vera til. Þegar ég útskrif­að­ist í maí lá leiðin til Asíu til að læra enn meira um iðkun­ina, hug­mynd­ina á bak við yoga og trú­ar­brögðin sem fólk á til að blanda við iðkun­ina og hug­leiðslu.

Auglýsing


Við dvöldum meðal ann­ars í nokkra daga í Ashram í Indónesíu, þar sem við lærðum heil­mikið um hindúis­ma, hug­leiddum í marga tíma á dag og sungum mön­tr­ur. Með því að kynna mér bæði trú­ar­brögð­in, vest­rænu iðkun­ina og annað sem teng­ist yoga í þeirri stóru mynd sem það er, fannst mér ég loks­ins geta myndað mér mína eigin skoðun til að verða að þeim yoga­leið­bein­anda sem að mig langar að vera.

Yoga-tími með börnunum í Viet Hai þorpi í Víetnam Mynd: Aðsend

Þegar við komum til Víetnam gaf ég mér loks­ins tíma til að gramsa eftir vatns­máln­ing­unni neðst í bak­pok­an­um. Ég sett­ist niður í skjóli úti í grenj­andi rign­ingu og það eina sem komst niður á blað var yoga, ég er rosa mikið búin að vera með yoga á heil­anum allt þetta ár. 

Þegar ég kom heim til Íslands lang­aði mig að gefa mál­verk­unum frá Víetnam frekara líf og YOGER var það fyrsta sem mér datt í hug. Án þess að hugsa mig tvisvar um hófst ég handa við að mála fleiri stöður sem búa til alls konar rútín­ur. Ég vissi eig­in­lega ekki af mér fyrr en stöð­urnar voru til­búnar og ég búin að heim­sækja allar prent­smiðj­urnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, skoða pakkn­ingar og alls­konar teg­undir af mis­gl­ans­andi papp­ír. Allt í einu er hug­myndin mín orðin að veru­leika. Yoga mynd­irnar sem ég vatns­mál­aði fá allar frekara líf á heim­ilum hér og þar og svona næ ég von­andi að kveikja áhuga fólks á yoga, hreyf­ingu og núvit­und.

Fyrsta útgáfa af spil­unum verður á íslensku en ég get von­andi gefið þau út á fleiri tungu­mál­um, til dæmis ensku og dönsku á næsta ári og jafn­vel fleiri yoga- og mynd­list­ar­tengd verk­efni.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins.

YOGERYOGER er í grunn­inn spila­stokkur með 52 spilum sem hægt er að spila með; jógerum, gos­um, drottn­ingum og kóng­um. Á hverju spili er ein­stök vatns­máluð yoga­staða og hnit­miðuð útskýr­ing um hverja stöðu fyrir sig. Ég hef útbúið níu rútínur sem fylgja spil­inu, hjarta spilin (í röð frá A-K) leggja til dæmis áherslu á öfugar stöð­ur, hjarta­stöð­ina og blóð­flæði. Spaða spilin leggja áherslu á styrk fyrir kvið­vöðva og læri. Tíg­ull á almennar styrkt­ar­stöð­ur, kvið og efri lík­ama og lauf á jafn­vægi og opnun á til­finn­inga­stöðv­ar. Hver staða leggur síðan áherslu á ákveðna eig­in­leika sem þekkja má af lit fatn­að­ar­ins á hverju korti fyrir sig en flestar stöður hafa fleiri en einn eig­in­leika.

Spilin eru örlítið stærri en almennur spila­stokkur en samt sem áður í þægi­legri stærð sem hægt er að taka með í ferða­lagið sem mig lang­aði að leggja áherslu á.

Hér er hægt að skoða og styrkja verk­efnið á Karol­ina Fund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk