Pakkaði niður í tvo litla bakpoka og hélt á vit ævintýranna

Íris Ösp Heiðrúnardóttir segist lengi hafa verið heilluð af líkamanum, hreyfingu hans og formum og hefur hún nú fengið útrás fyrir þann áhuga í gegnum myndlist og iðkun á yoga.

Auglýsing
Íris Ösp Heiðrúnardóttir
Íris Ösp Heiðrúnardóttir

YOGER er spilastokkur með 52 mismunandi vatnsmáluðum yogastöðum til heima- eða ferðalagaæfinga. Útskýringar eru á hverju spili og nöfn á bæði sanskrit og íslensku. Spilinu fylgja níu rútínur en möguleikarnir eru endalausir. Íris Ösp Heiðrúnardóttir hefur þróað og teiknað þennan nýja spilastokk og safnar hún nú fyrir verkefninu á Karolinafund

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Ég hef lengi verið heilluð af líkamanum, hreyfingu hans og formum og hef fengið útrás fyrir þann áhuga minn í gegnum myndlist og iðkun á yoga.

Í byrjun árs urðu smá breytingar í lífi okkar Kaali, kærastans míns, og ákváðum við að taka þeim breytingum fagnandi með því að segja upp húsaleigunni, selja allt okkar hafurtask, pakka niður í tvo litla handfarangursbakpoka og halda á vit ævintýranna. Tveimur vikum seinna vorum við komin til Barcelona þar sem ég hóf loksins yogakennaranám sem hefur verið draumur í langan tíma. Við dvöldum í Barcelona í þrjá mánuði og gerðum lítið annað en að iðka yoga og njóta þess að vera til. Þegar ég útskrifaðist í maí lá leiðin til Asíu til að læra enn meira um iðkunina, hugmyndina á bak við yoga og trúarbrögðin sem fólk á til að blanda við iðkunina og hugleiðslu.

Auglýsing

Við dvöldum meðal annars í nokkra daga í Ashram í Indónesíu, þar sem við lærðum heilmikið um hindúisma, hugleiddum í marga tíma á dag og sungum möntrur. Með því að kynna mér bæði trúarbrögðin, vestrænu iðkunina og annað sem tengist yoga í þeirri stóru mynd sem það er, fannst mér ég loksins geta myndað mér mína eigin skoðun til að verða að þeim yogaleiðbeinanda sem að mig langar að vera.

Yoga-tími með börnunum í Viet Hai þorpi í Víetnam Mynd: Aðsend

Þegar við komum til Víetnam gaf ég mér loksins tíma til að gramsa eftir vatnsmálningunni neðst í bakpokanum. Ég settist niður í skjóli úti í grenjandi rigningu og það eina sem komst niður á blað var yoga, ég er rosa mikið búin að vera með yoga á heilanum allt þetta ár. 

Þegar ég kom heim til Íslands langaði mig að gefa málverkunum frá Víetnam frekara líf og YOGER var það fyrsta sem mér datt í hug. Án þess að hugsa mig tvisvar um hófst ég handa við að mála fleiri stöður sem búa til alls konar rútínur. Ég vissi eiginlega ekki af mér fyrr en stöðurnar voru tilbúnar og ég búin að heimsækja allar prentsmiðjurnar á höfuðborgarsvæðinu, skoða pakkningar og allskonar tegundir af misglansandi pappír. Allt í einu er hugmyndin mín orðin að veruleika. Yoga myndirnar sem ég vatnsmálaði fá allar frekara líf á heimilum hér og þar og svona næ ég vonandi að kveikja áhuga fólks á yoga, hreyfingu og núvitund.

Fyrsta útgáfa af spilunum verður á íslensku en ég get vonandi gefið þau út á fleiri tungumálum, til dæmis ensku og dönsku á næsta ári og jafnvel fleiri yoga- og myndlistartengd verkefni.

Segðu okkur frá þema verkefnisins.

YOGERYOGER er í grunninn spilastokkur með 52 spilum sem hægt er að spila með; jógerum, gosum, drottningum og kóngum. Á hverju spili er einstök vatnsmáluð yogastaða og hnitmiðuð útskýring um hverja stöðu fyrir sig. Ég hef útbúið níu rútínur sem fylgja spilinu, hjarta spilin (í röð frá A-K) leggja til dæmis áherslu á öfugar stöður, hjartastöðina og blóðflæði. Spaða spilin leggja áherslu á styrk fyrir kviðvöðva og læri. Tígull á almennar styrktarstöður, kvið og efri líkama og lauf á jafnvægi og opnun á tilfinningastöðvar. Hver staða leggur síðan áherslu á ákveðna eiginleika sem þekkja má af lit fatnaðarins á hverju korti fyrir sig en flestar stöður hafa fleiri en einn eiginleika.

Spilin eru örlítið stærri en almennur spilastokkur en samt sem áður í þægilegri stærð sem hægt er að taka með í ferðalagið sem mig langaði að leggja áherslu á.

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið á Karolina Fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk