Talnastuð er skemmtilegt og fallegt spil fyrir börn þar sem leikur að tölum er í fyrirrúmi. Hægt er að spila Talnastuð á nokkra mismunandi vegu, leikirnir eru einfaldir og skemmtilegir og ættu að koma öllum í mikið talnastuð.
Hvernig vaknaðu hugmyndin að verkefninu?
„Við bjuggum til spil sem heitir Stafastuð árið 2016. Það er stafaspil fyrir börn sem hægt er að spila á nokkra mismunandi vegu. Við fjármögnuðum það á Karolina fund og móttökurnar á því spili fóru langt fram úr okkar björtustu vonum.
Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Þemað er að sjálfsögðu tölurnar. Það er hægt að spila Talnastuð á nokkra mismunandi vegu og því geta bæði börn sem eru að kynnast tölunum og þau sem eru lengra komin spilað Talnastuð. Leikirnir felast m.a. í því að þekkja tölurnar, að telja, vita hvort tala sé hærri eða lægri en önnur, einföld samlagning, frádráttur o.fl.
Við lögðum umfram allt áherslu á að spilið væri skemmtilegt. Reglurnar eru ekki skrifaðar í stein og þær má beygja og sveigja að vild og aðlaga að leikmönnum svo allir hafi gagn og gaman af. Við eigum börn á sama aldri, stelpuhóp sem er búin að vera að prufa spilið fyrir okkur og einnig hafa vinir þeirra komið í spilapartý og allir hafa skemmt sér afar vel. Nú er endalaust beðið um að spila Talnastuð og við gætum varla hugsað okkur betri meðmæli en það.“