Hvernig slátrum við … og hvers vegna?

Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.

Heimaslátrun
Auglýsing

Rithöfundurinn Davíð Hörgdal Stefánsson hefur komið víða við síðan hann gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1996. Auk þess að gefa út þrjár ljóðabækur hefur hann sent frá sér smásagnasafnið Hlýtt og satt (2014), fræðslubókina Tvískinnu (2008) og ótal námsbækur um íslensku, menningu og gagnrýna hugsun fyrir Menntamálastofnun. Til viðbótar hefur Davíð verið ötull í málefnum skapandi skrifa með fyrirlestrum og námskeiðum á vegum Sköpunarskólans.

Davíð gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Nýja bókin er tvískipt. Annars vegar er þarna Heimaslátrun, langur ljóðabálkur sem ég skrifaði árin 2005-2006 og lak ofan í skúffuna en vildi aldrei alveg gleymast. Í Heimaslátrun kraumar mikið óþol og reiði gagnvart samfélagsmálum þess tíma og þar glittir t.d. í valdatíð George Bush og Davíðs Oddssonar. Inn í þetta blandast mjög kjötlegar pælingar, því að í rannsóknarvinnunni rakst ég á leiðbeiningaskjal um slátrun sem kveikti áhuga minn. 

Fyrir mörgum árum fór ég á Helfararsafnið í Buchenwald og það sem sló mig mest þar var hversu úthugsuð útrýmingin var; hvernig allt var gert til að gera útrýminguna þægilega og skilvirka fyrir „starfsfólkið“. Í kjötframleiðslu er að finna hliðstæðu við þetta; við erum búin að þróa mjög skilvirkt kerfi til að gjörnýta hverja kú og eymd hennar og stilla upp tæknibúnaði sem auðveldar okkur að slátra kúnni og afkvæmum hennar.

Auglýsing

Annars vegar er að finna í bókinn heilan helling af ljóðum frá síðustu 10-15 árum, enda hef ég aldrei hætt að skrifa ljóð þótt langt sé um liðið frá síðustu bók. Þessi ljóð mynda ágætis mótvægi við hörkuna og pólitíkina í Heimaslátrun, enda er ég innst inni drulluvæminn gaur og veikur fyrir ást, fegurð og sannleika.

Segðu okkur frá þema verkefnisins.

Þemað í bálkinum Heimaslátrun er valdabarátta innan neyslusamfélagsins, þar sem öllu er att saman, enda byggir kapítalismi í grunninn á frumskógarlögmálinu. Ég er kannski að velta fyrir mér hvernig okkur, sem sannarlega erum dýr, farnast innan þessa kerfis, þegar við erum líka viðkvæmar og andlegar verur. Hvaða togstreita myndast þarna á milli? Og hvernig vinnum við úr henni?

Augljóslega fjallar bálkurinn einnig um kjötiðnaðinn, sem er meira til umræðu í dag en á ritunartíma textans. Það eru tæp tvö ár síðan ég gerðist sjálfur vegan, en fram að þeim tíma hafði ég verið dæmigerð og „karlmannleg“ kjötæta. Þess vegna var virkilega gaman að geta séð, í Heimaslátrun, hvaðan þetta fræ kemur og hversu gamalt það er. Ég er handviss um að þarna var fræinu sáð, fyrir 13-14 árum … ég var bara lengi að fatta!

Um önnur ljóð í bókinni er ekki hægt að segja að ríki sérstakt þema. Fyrir mér eru ljóð leið til að hugsa um sjálfan mig, annað fólk, heiminn og tungumálið sem við lifum í. Ég smjatta á orðum og skynja sterkt hvað sum þeirra eru gildishlaðin. Sjáðu t.d. orðið „heimaslátrun“, hvað það er mikil sprengja ef við smjöttum á því og skoðum togstreituna í orðunum „heima“ og „slátrun“. Hvernig fara þessi orð saman … og viljum við yfirhöfuð að þau fari saman?

Eitthvað sérstakt sem þú vilt að komi fram um þitt verkefni?

Ég er mjög hugsi yfir því hvar heimurinn er staddur varðandi kjöt- og mjólkurneyslu. Á meðan vísindamenn og stofnanir víða um heim mæla gegn þessari mengandi framleiðslu erum við nánast ekkert að gera hér heima, sérstaklega ekki á opinberum vettvangi. Á heimasíðum ráðuneyta er ekki minnst á veganisma eða að draga úr kjöt- og mjólkurneyslu – sem er hneyksli og ætti að vera fréttaefni – og það eru engin merki þess að núverandi stjórnvöld hafi áhuga á málaflokknum. Fyrir mér er ástæðan einföld: Við erum svo bundin í sveitarómantíkina að hún er rótgróinn hluti sjálfsmyndar okkar. Við erum í alvöru ennþá að niðurgreiða kjöt- og mjólkurframleiðslu … sem samt verður að smjörfjalli sem síðan er seldur til útlanda á spottprís!

Þess vegna – þótt nýja bókin mín fjalli efnislega ekki nema að hluta til um þessi málefni – fá Samtök grænkera kr. 300- af hverju seldu eintaki. Þetta verður kannski ekki há upphæð, en þetta er mín leið til að segja: Við þurfum að breyta því hvernig við hugsum um kjöt; hvernig það er óþarfur og grimmdarlegur milliliður fyrir næringu. Vissulega hélt kjöt lífinu í forfeðrum og formæðrum okkar – en sú tíð er liðin.

„Heima“ er fyrir mér heilagt athvarf, ekki staður fyrir dýr sem hefur verið slátrað … að óþörfu.

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent