Hvernig slátrum við … og hvers vegna?

Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.

Heimaslátrun
Auglýsing

Rit­höf­und­ur­inn Davíð Hörg­dal Stef­áns­son hefur komið víða við síðan hann gaf út sína fyrstu ljóða­bók árið 1996. Auk þess að gefa út þrjár ljóða­bækur hefur hann sent frá sér smá­sagna­safnið Hlýtt og satt (2014), fræðslu­bók­ina Tví­skinnu (2008) og ótal náms­bækur um íslensku, menn­ingu og gagn­rýna hugsun fyrir Mennta­mála­stofn­un. Til við­bótar hefur Davíð verið ötull í mál­efnum skap­andi skrifa með fyr­ir­lestrum og nám­skeiðum á vegum Sköp­un­ar­skól­ans.

Davíð gefur nú út sína fjórðu ljóða­bók, en hún ber tit­il­inn Heima­slátrun og aðrar vöggu­vís­ur.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Nýja bókin er tví­skipt. Ann­ars vegar er þarna Heima­slátr­un, langur ljóða­bálkur sem ég skrif­aði árin 2005-2006 og lak ofan í skúff­una en vildi aldrei alveg gleym­ast. Í Heima­slátrun kraumar mikið óþol og reiði gagn­vart sam­fé­lags­málum þess tíma og þar glittir t.d. í valda­tíð George Bush og Dav­íðs Odds­son­ar. Inn í þetta bland­ast mjög kjöt­legar pæl­ing­ar, því að í rann­sókn­ar­vinn­unni rakst ég á leið­bein­inga­skjal um slátrun sem kveikti áhuga minn. 

Fyrir mörgum árum fór ég á Helfar­ar­safnið í Buchenwald og það sem sló mig mest þar var hversu úthugsuð útrým­ingin var; hvernig allt var gert til að gera útrým­ing­una þægi­lega og skil­virka fyrir „starfs­fólk­ið“. Í kjöt­fram­leiðslu er að finna hlið­stæðu við þetta; við erum búin að þróa mjög skil­virkt kerfi til að gjör­nýta hverja kú og eymd hennar og stilla upp tækni­bún­aði sem auð­veldar okkur að slátra kúnni og afkvæmum henn­ar.

Auglýsing

Ann­ars vegar er að finna í bók­inn heilan hell­ing af ljóðum frá síð­ustu 10-15 árum, enda hef ég aldrei hætt að skrifa ljóð þótt langt sé um liðið frá síð­ustu bók. Þessi ljóð mynda ágætis mót­vægi við hörk­una og póli­tík­ina í Heima­slátr­un, enda er ég innst inni drullu­væm­inn gaur og veikur fyrir ást, feg­urð og sann­leika.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins.

Þemað í bálk­inum Heima­slátrun er valda­bar­átta innan neyslu­sam­fé­lags­ins, þar sem öllu er att sam­an, enda byggir kap­ít­al­ismi í grunn­inn á frum­skóg­ar­lög­mál­inu. Ég er kannski að velta fyrir mér hvernig okk­ur, sem sann­ar­lega erum dýr, farn­ast innan þessa kerf­is, þegar við erum líka við­kvæmar og and­legar ver­ur. Hvaða tog­streita mynd­ast þarna á milli? Og hvernig vinnum við úr henni?

Aug­ljós­lega fjallar bálk­ur­inn einnig um kjöt­iðn­að­inn, sem er meira til umræðu í dag en á rit­un­ar­tíma text­ans. Það eru tæp tvö ár síðan ég gerð­ist sjálfur vegan, en fram að þeim tíma hafði ég verið dæmi­gerð og „karl­mann­leg“ kjöt­æta. Þess vegna var virki­lega gaman að geta séð, í Heima­slátr­un, hvaðan þetta fræ kemur og hversu gam­alt það er. Ég er hand­viss um að þarna var fræ­inu sáð, fyrir 13-14 árum … ég var bara lengi að fatta!

Um önnur ljóð í bók­inni er ekki hægt að segja að ríki sér­stakt þema. Fyrir mér eru ljóð leið til að hugsa um sjálfan mig, annað fólk, heim­inn og tungu­málið sem við lifum í. Ég smjatta á orðum og skynja sterkt hvað sum þeirra eru gild­is­hlað­in. Sjáðu t.d. orðið „heima­slátr­un“, hvað það er mikil sprengja ef við smjöttum á því og skoðum tog­streit­una í orð­unum „heima“ og „slátr­un“. Hvernig fara þessi orð saman … og viljum við yfir­höfuð að þau fari sam­an?

Eitt­hvað sér­stakt sem þú vilt að komi fram um þitt verk­efni?

Ég er mjög hugsi yfir því hvar heim­ur­inn er staddur varð­andi kjöt- og mjólk­ur­neyslu. Á meðan vís­inda­menn og stofn­anir víða um heim mæla gegn þess­ari meng­andi fram­leiðslu erum við nán­ast ekk­ert að gera hér heima, sér­stak­lega ekki á opin­berum vett­vangi. Á heima­síðum ráðu­neyta er ekki minnst á vegan­isma eða að draga úr kjöt- og mjólk­ur­neyslu – sem er hneyksli og ætti að vera frétta­efni – og það eru engin merki þess að núver­andi stjórn­völd hafi áhuga á mála­flokkn­um. Fyrir mér er ástæðan ein­föld: Við erum svo bundin í sveita­róm­an­tík­ina að hún er rót­gró­inn hluti sjálfs­myndar okk­ar. Við erum í alvöru ennþá að nið­ur­greiða kjöt- og mjólk­ur­fram­leiðslu … sem samt verður að smjör­fjalli sem síðan er seldur til útlanda á spott­prís!

Þess vegna – þótt nýja bókin mín fjalli efn­is­lega ekki nema að hluta til um þessi mál­efni – fá Sam­tök græn­kera kr. 300- af hverju seldu ein­taki. Þetta verður kannski ekki há upp­hæð, en þetta er mín leið til að segja: Við þurfum að breyta því hvernig við hugsum um kjöt; hvernig það er óþarfur og grimmd­ar­legur milli­liður fyrir nær­ingu. Vissu­lega hélt kjöt líf­inu í for­feðrum og for­mæðrum okkar – en sú tíð er lið­in.

„Heima“ er fyrir mér heil­agt athvarf, ekki staður fyrir dýr sem hefur verið slátrað … að óþörfu.

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent