Vertu sjálffræðingur

Áshildur Hlín Valtýsdóttir og Sólveig Helgadóttir gefa út ný íslensk styrkleikaspil og safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund.

Sólveig_Áshildur.jpg
Auglýsing

Áshildur Hlín Valtýsdóttir og Sólveig Helgadóttir eru ACC markþjálfar sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á sjálfsvinnu með ungu fólki, sér í lagi með styrkleikaskoðun. Þær hafa báðar umtalsverða reynslu af markþjálfun með þessum hóp og hafa nú gefið út ný styrkleikaspil til að nýta í einstaklingsmarkþjálfun, hópavinnu og í raun hvers kyns vinnu með styrkleika. Þær stöllur hafa sett upp Facebook síðu utan um verkefnið, en safnað er fyrir útgáfukostnaði á Karolina Fund.

Kjarninn hitti Áshildi og Sólveigu og tók þær tali.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Fyrir nokkrum árum, þegar við vorum að byrja að markþjálfa, vorum við með styrkleikaspil sem okkur fannst svo sniðug og góð til að nýta í samtölum en gallinn var að þau voru á ensku. Spilin voru litrík, með flottum myndum og við notuðum þau oft ásamt öðrum spjöldum sem voru bara með orðum, en engum myndum. Við tókum auðvitað strax eftir því að marksækjendur okkar vildu helst hafa spilin á íslensku og með myndum, þar sem myndir tala oft meira máli en orð. Við fórum að kasta á milli okkar hugmyndum, skoða fleiri stokka og bera saman, s.s. VIA styrkleika úr jákvæðu sálfræðinni og fleira. Í millitíðinni frá því við settum upp fyrsta Excel skjalið og byrjuðum að ræða þessi mál hafa íslensk styrkleikaspil verið gefin út. 

Auglýsing
Við sáum samt enn tækifæri fyrir okkar hugmynd, þar sem við leggjum áherslu á myndræna upplifun, ásamt einfaldleika í orðum og orðskýringum. Okkar markhópur er ungt fólk á grunnskólastigi og uppúr, en við höfum unnið með marksækjendur allt niður í 8 ára aldur. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að vinnustaðir og saumaklúbbar nýti þetta verkfæri til að opna á umræðu um styrkleika. Markmið þessa verkefnis er ekki síður að auka orðaforða og umræðu í tengslum við þá, öll búum við yfir styrkleikum en þeir eru ekki alltaf eins sýnilegir og við höldum.”

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Þemað er ungt fólk og styrkleikar. Við viljum sjá líflega og jákvæða umræðu um styrkleika á meðal ungs fólks. Okkar draumur er að ungt fólk í dag vaxi úr grasi með sterka og meðvitaða sjálfsþekkingu og geti átt eðlilegt samtal um eigið ágæti án þess að virka sjálfhverft í hugsun. Við viljum búa í samfélagi þar sem styrkleikar eru ræddir og meðteknir. Vinna með spilin eykur sjálfsvitund, sem skilar sér í meira sjálfstrausti og betri líðan þegar upp er staðið.Styrkleikaspil.

Allir styrkleikar eru mikilvægir - og þetta má undirstrika og feitletra! - og við teljum að eina leiðin
til að samfélög sannarlega blómstri sé með því að fagna og ýta undir að við ræktum þessa
eiginleika sem eru hverju og einu okkar svo mikilvægir.“

„Okkur langar að koma á framfæri einlægu þakklæti til þeirra sem sýnt hafa þessu
verkefni áhuga og stuðning. Frekari upplýsingar má nálgast á Instagram undir #styrkleikaspil og
á Facebook síðu verkefnisins: Vertu sjálffræðingur styrkleikaspil, en þar munu á næstu vikum
safnast inn æfingar í hugmyndabanka spilanna.“

Hér er hægt að skoða verkefnið nánar á Karolina Fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk