Hetja sem berst fyrir lítilmagnann

Jakob S. Jónsson fjallar um Aisha eftir Jesper Stein.

Auglýsing
Aisha

Jesper Stein kvaddi sér hljóðs á dönskum krimma- og lög­reglu­sagna­mark­aði með bók­inni Órói árið 2012 en fyrir hana fékk hann verð­laun Dönsku saka­mála­aka­dem­í­unnar fyrir bestu frumraun. Ári síðar kom önnur bókin í flokkn­um, Bye, bye, black­bird, og þvínæst sú þriðja, Akrash, árið 2014. Fjórða bókin er svo Ais­ha, sem kom út á frum­mál­inu – sem er sú fyrsta sem ratar fyrir augu íslenskra les­enda – en á eftir Aishu komu Papa (2017) og Solo (2018). Fari svo að Aisha öðlist vin­sældir íslenskra les­enda þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Jesper Stein lumi ekki á fleiri spennu­sögum í poka­horni sínu.

Í sögum sínum teflir Stein fram lög­reglu­mann­inum Axel Steen sem á sér þegar komið er að Aishu nokkra for­sögu innan lög­regl­unn­ar. Fyrir nokkrum árum horfð­ist hann í augu við dauð­ann þegar hann tók þátt í meiri­háttar leyni­að­gerð lög­regl­unn­ar, hann er skadd­aður á lík­ama og sál eftir þá reynslu og dóttir hans ótt­ast um líf hans. Hann hefur auk þess neyðst til að flýja heim­ili sitt og á hann sækja alls kyns draugar for­tíðar þegar hann fær nú í hendur stór­feng­legt morð­mál sem leynir veru­lega á sér.

Fórn­ar­lambið í morð­máli er fyrr­ver­andi leyni­þjón­ustu­maður í hryðju­verka­deild leyni­þjón­ustu dönsku lög­regl­unnar – og auk þess sann­kall­aður kvenna­bósi. Axel vinnur að lausn máls­ins undir stjórn nýs yfir­manns, sem leggur fæð á hann auk þess sem hann hefur fengið nýjan sam­starfs­mann innan lög­regl­unn­ar, en hvor­ugt verður til að auð­velda Axel að vinna að lausn máls­ins. Hann vill auk þess fara nokkuð óhefð­bundna leið að lausn­inni, sem vekur litla hrifn­ingu þeirra sem næst honum standa og verður bæði til að valda Axel skaða – en reyn­ist líka lyk­ill­inn að lausn­inni. Sú lausn er reyndar hættu­leg vissum sam­fé­lags­öflum og Axel karl­inn þarf að berj­ast á mörgum víg­stöðvum þegar árekstrar verða milli rann­sókn­ar­innar og einka­lífs hans og hann mætir meiri mót­stöðu innan lög­regl­unnar en hann átti von á.

Auglýsing

Skemmst frá að segja tekst Jesper Stein að skrifa ákaf­lega spenn­andi, svo ekki sé sagt æsi­lega frá­sögn, sem heldur les­and­anum föngnum frá upp­hafi til enda. Axel Steen er marg­brot­inn karakt­er, vel sam­inn af höf­undi, sem gerir frá­sögn­ina lif­andi og trú­verð­uga. Þar sakar örugg­lega ekki að Jesper Stein á að baki blaða­manns­feril þar sem hann skrif­aði m.a. um lög­reglu­mál, enda bera öll atriði sög­unnar þar sem sagt er frá störfum lög­regl­unnar vitni um þekk­ingu og inn­sæi, sem spillir ekki fyrir spenn­unni.

Jesper Stein Mynd: Aðsend



Sagan byrjar sem morð­saga – morðið að vísu óvana­lega hrotta­legt og við­ur­styggi­legt – en þegar á líður verður ljóst að rann­sókn­ar­hags­munir stang­ast á við hags­muni sterkra og valda­mik­illa sam­fé­lags­afla og sagan þró­ast yfir í að verða pólítískur spennu­tryllir þar sem velt er upp mik­il­vægum spurn­ingum um sið­ferði og sið­fræði, eðli stjórn­mála og sér­hags­muna og hvar það fer sam­an. Í því ljós­inu er Aisha saga sem ger­ist bein­línis í okkar veru­leika og nútíma og þótt sögu­sviðið sé Kaup­manna­höfn er varpað fram áleitnum spurn­ingum sem við getum fyrr en varir átt von á að bregði fyrir í Kveik eða Kjarn­an­um. Heið­ar­leg ofur­hetja sem gerir allt til að ná fram rétt­læti fyrir fórn­ar­lömb glæps spyr ekki um sögu­svið.

Ólafur Arn­ar­son bregður Aishu í íslenskan bún­ing og ferst það vel úr hendi, stíll­inn er lipur og hraður sem hæfir sögu þar sem máli skiptir að les­anda sé haldið við efn­ið.

Sem fyrr segir má búast við að fleiri sögur um lög­reglu­mann­inn Axel Steen rati í hendur íslenskra les­enda; kvik­mynda­réttur fyrir fyrstu sög­urnar þrjár hefur verið seldur kvik­mynda­fé­lagi og Jesper Stein hefur hlotið fjölda verð­launa auk frumrauna­verð­launa; Solo, sjötta sagan í bóka­röð­inni, hlaut Har­ald Mog­en­sen verð­laun Hinnar Dönsku Glæpa­sagna­aka­dem­íu, árið 2015 hlaut Jesper Stein Dan Thurell orð­una fyrir bóka­flokk­inn sem slík­an, árið síðar hlotn­að­ist honum verð­laun danskra bók­sala, Gullni lár­við­ur­inn fyrir Aishu og enn ári síðar hlaut Jesper Stein Mart­ha-verð­laun­in, sem eru verð­laun sem veitt eru þeim sem flest atkvæði hljóta hjá dönskum les­end­um.



Það má því búast við nokkrum svefn­lausum nóttum í félags­skap Axel Steen, enda er auð­velt að heill­ast af hetjum sem berj­ast fyrir rétt­læti lít­il­magn­ans.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk