Netsamfélag fyrir norræna sjálfstætt starfandi listamenn

Nordic Art Association safnar fyrir starfsemi sinni á Karolina fund.

Photoshoto Oct 2019-1.jpg
Auglýsing
Nordic Association (NAA) er viðskiptavettvangur og netsamfélag fyrir norræna sjálfstætt starfandi listamenn og norræna myndlistarsafnara.

Nordic Art Association vinnur með listamönnum í að leita leiða til að auka sölu og sýnileika á listaverkum jafnhliða því að auðvelda listaverkasöfnurum að finna og kaupa einstök listaverk. Markmið Nordic Art Association er að að gera listina aðgengilega fyrir alla, þjóna listamönnunum og listaverkasöfnunum með því að netvæða sýningarferli og söluferli listaverka og auka sýnileika listamanna á alþjóðlegum vettvangi.

Auglýsing
NAA auðveldar aðgengi að listaverkum í gegnum markaðssölu á netinu. Hægt er að velja um beina sölu eða uppboð.. Auk hefðbundinna söluaðferða á netinu nýtir Nordic Art Association einnig auðkenni (e. Tokenization) og bálknkeðjutækni (e. blockchain). Með netfjármögnun verður hægt að selja eða kaupa listaverk með stafrænum hætti og þannig fá fjölbreyttari aðgang að listaverkum.

Kjarninn tók Brand Karlsson, framkvæmdastjóra Nordic Art Association, tali.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég byrjaði að mála með munninum eftir að ég lamaðist fyrir neðan hálsinn af dularfullum ástæðum. Það var Edda Heiðrún Backman sem opnaði þann heim fyrir mér og studdi mín fyrstu skref ásamt Derek Mundel listakennara.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Mér fannst það eyðileggja svolítið gleðina af því að mála að þurfa að fókusa á að selja verkin mín. Þannig að þetta verkefni spratt svolítið út frá því að auðvelda og sjálfvirkni væða það allt saman. Mig langaði líka að leika mér með hlutsölu verka í gegnum bálknkeðju (e. Blockchain) en þegar ég leitaði þá fann ég ekkert sem bauð upp á slíkt. Stuttu seinna stigu örlögin inn og Geoffrey, æsku vinur kærustunnar minnar kom í heimsókn. Þegar ég sagði honum frá hugmyndinni þá leist honum rosa vel á hana, svo vel að hann seldi húsið sitt í Hollandi og flutti inn til mín, hérna erum við búnir að vinna að þessu síðan.

Hugmyndin hefur þróast mikið síðan við byrjuðum. Við erum búin að hitta marga listamenn og halda nokkrar vel sóttar kynningar. Við viljum vinna fyrir listafólkið, gera þetta sem gagnlegast. Opnunin verður í Iðnó 22.feb. Þar verða allskonar gjörningar og gott party! Svo í kjölfarið munu koma reglulegar uppfærslur og viðbætur.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk