Netsamfélag fyrir norræna sjálfstætt starfandi listamenn

Nordic Art Association safnar fyrir starfsemi sinni á Karolina fund.

Photoshoto Oct 2019-1.jpg
Auglýsing
Nordic Association (NAA) er viðskiptavettvangur og netsamfélag fyrir norræna sjálfstætt starfandi listamenn og norræna myndlistarsafnara.

Nordic Art Association vinnur með listamönnum í að leita leiða til að auka sölu og sýnileika á listaverkum jafnhliða því að auðvelda listaverkasöfnurum að finna og kaupa einstök listaverk. Markmið Nordic Art Association er að að gera listina aðgengilega fyrir alla, þjóna listamönnunum og listaverkasöfnunum með því að netvæða sýningarferli og söluferli listaverka og auka sýnileika listamanna á alþjóðlegum vettvangi.

Auglýsing
NAA auðveldar aðgengi að listaverkum í gegnum markaðssölu á netinu. Hægt er að velja um beina sölu eða uppboð.. Auk hefðbundinna söluaðferða á netinu nýtir Nordic Art Association einnig auðkenni (e. Tokenization) og bálknkeðjutækni (e. blockchain). Með netfjármögnun verður hægt að selja eða kaupa listaverk með stafrænum hætti og þannig fá fjölbreyttari aðgang að listaverkum.

Kjarninn tók Brand Karlsson, framkvæmdastjóra Nordic Art Association, tali.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Ég byrjaði að mála með munninum eftir að ég lamaðist fyrir neðan hálsinn af dularfullum ástæðum. Það var Edda Heiðrún Backman sem opnaði þann heim fyrir mér og studdi mín fyrstu skref ásamt Derek Mundel listakennara.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?
„Mér fannst það eyðileggja svolítið gleðina af því að mála að þurfa að fókusa á að selja verkin mín. Þannig að þetta verkefni spratt svolítið út frá því að auðvelda og sjálfvirkni væða það allt saman. Mig langaði líka að leika mér með hlutsölu verka í gegnum bálknkeðju (e. Blockchain) en þegar ég leitaði þá fann ég ekkert sem bauð upp á slíkt. Stuttu seinna stigu örlögin inn og Geoffrey, æsku vinur kærustunnar minnar kom í heimsókn. Þegar ég sagði honum frá hugmyndinni þá leist honum rosa vel á hana, svo vel að hann seldi húsið sitt í Hollandi og flutti inn til mín, hérna erum við búnir að vinna að þessu síðan.

Hugmyndin hefur þróast mikið síðan við byrjuðum. Við erum búin að hitta marga listamenn og halda nokkrar vel sóttar kynningar. Við viljum vinna fyrir listafólkið, gera þetta sem gagnlegast. Opnunin verður í Iðnó 22.feb. Þar verða allskonar gjörningar og gott party! Svo í kjölfarið munu koma reglulegar uppfærslur og viðbætur.“

Hér er hægt að skoða og styrkja verkefnið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk