STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði

Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.

_A9_7734.jpg
Auglýsing

Í sumar kemur út fyrsta hljóm­plata Hall­dórs Smára­son­ar, STARA, undir merkjum banda­ríska útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins ­Sono Lu­m­inus. Á disknum verður þver­skurður af verkum Hall­dórs síð­ustu ár, þar á meðal þrír strengja­kvar­tettar hans, tvö kamm­er­verk og ein­leiks­verk fyrir gítar og raf­hljóð. Í kjöl­far útgáfu plöt­unnar verða haldnir útgáfu­tón­leikar í Hömrum á Ísa­firði og Kalda­lóni Hörpu í Reykja­vík.

Hall­dór Smára­son hefur komið víða við í tón­list­ar­líf­inu sem hljóð­færa­leik­ari og tón­skáld. Hann hefur unnið með þekktum hópum hér­lendis og erlend­is, svo sem Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, Útvarps­hljóm­sveitum Par­ísar og ­Stutt­gar­t auk mörgum þekktum kamm­er­sveit­um. Þá hefur Hall­dór getið sér gott orð sem píanó­leik­ari og útsetj­ari, leikið inn á hljóm­diska og komið margoft fram með ýmsum hóp­um, meðal ann­ars Sæta­brauðs­drengj­un­um.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Síðan ég byrj­aði að semja tón­list hefur mig dreymt um að gefa út plötu með eigin verk­um. Hug­myndin að STARA varð til þegar ég samdi verk fyrir plötu Sæunnar Þor­steins­dóttur selló­leik­ara, sem gefin var út hjá ­Sono Lu­m­inus. Í kjöl­farið hófust við­ræður um sam­starf við plötu­út­gáf­una og bolt­inn fór að rúlla. Að taka upp og gefa út plötu með­ ­Sono Lu­m­inus í bestu mögu­legu hljóm­gæðum og með fram­úr­skar­andi flytj­endum var ómet­an­legt.

Auglýsing
Upptökur á STARA fóru fram í Hömrum, sal Tón­list­ar­skóla Ísa­fjarð­ar, í júní 2019. Ég fann fljót­lega fyrir löngun að taka upp mína fyrstu plötu heima fyrir vest­an. Þar liggja mínar rætur og hlaut ég tón­list­ar­legt upp­eldi innan veggja skól­ans. Stór hópur hljóð­færa­leik­ara og tækni­manna lagði leið sína vestur til að gera þennan draum minn að veru­leika, á þeim slóðum sem fyrstu hug­myndir mínar byrj­uðu að þró­ast.

Ég vissi að það yrði krefj­andi að koma öllu teym­inu vestur en þegar allt kom til alls reynd­ist það marg­borga sig. Sam­fé­lagið allt umvafði verk­efnið og fjöl­margir ein­stak­lingar lögðu hönd á plóg, til að mynda við að koma okkur fyrir í tón­list­ar­skól­an­um, sam­ræma við úti­leik­tíma leik­skóla­deildar sem var í sama húsi, redda veit­ing­um, skutla tækni­mönnum frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Ísa­fjarð­ar, búa til myndefni á töku­stað, skutl­ast með skil­rúm og palla, færa flygil­inn og margt fleira. Aldrei kom upp neitt stór­mál sem ekki var hægt að redda; allir voru boðnir og búnir að rétta hjálp­ar­hönd. Á Ísa­firði gafst einnig góður vinnu­friður og þar skap­að­ist ein­stakt and­rúms­loft innan hóps­ins sem gerði gerð plöt­unnar eft­ir­minni­lega og ánægju­lega.Halldór Smárason.

Eftir að söfn­unin hófst á Karol­ina Fund hefur svo komið í ljós að mitt heima­fólk lætur ekki gest­risn­ina duga því margir hafa einnig styrkt verk­efnið fjár­hags­lega. Án þeirra stuðn­ings yrði platan aldrei að veru­leika. Fyrir þetta er ég ofboðs­lega þakk­lát­ur.“

Segðu okkur frá tón­list­inni?

Verkin á plöt­unni eru inn­blásin af ýmsum per­sónu­leg­um ­upp­lif­un­um og fólki í lífi Hall­dórs. Þannig má nefna strengja­kvar­tett­inn draw + play sem byggður er á harm­óníku (drag­spili, sbr. titl­in­um) og til­eink­aður harm­óníku­unn­end­un­um, heið­urs­hjón­unum og vin­unum Ásgeiri Sig­urðs­syni og Messíönu Marzell­í­us­dóttur á Ísa­firði. Þá er kamm­er­verk­ið _a_at_na byggt á per­sónu­legri upp­lifun Hall­dórs af kvíða og loks er Stara, verk sam­nefnt plöt­unni, til­einkað móður Hall­dórs sem missti sjón­ina og varð blind fyrir nokkrum árum.

Strokkvar­tett­inn Siggi ann­ast hljóð­færa­leik að miklum hluta. Kvar­tett­inn skipa þau Una Svein­bjarn­ar­dóttir og Helga Þóra Björg­vins­dóttir á fiðl­ur, Þór­unn Ósk Mar­in­ós­dóttir á víólu og Sig­urður Bjarki Gunn­ars­son á selló. Aðrir hljóð­færa­leik­arar eru Emilía Rós Sig­fús­dótt­ir, Geir­þrúður Ása Guð­jóns­dótt­ir, Gunn­laugur Björns­son, Helga Björg Arn­ar­dóttir og Tinna Þor­steins­dótt­ir.

Platan er frá­brugðin flestum öðrum með til­liti til upp­töku­tækni en auk þess að vera gefin út í hefð­bundnu víð­ómi (ster­eo) er hún einnig áheyr­an­leg í hringómi (­fully immersi­ve audi­o / s­ur­round), í allt að 9 rásum eða hátöl­ur­um. Með því móti er hægt að njóta tón­list­ar­innar til fulls eins og henni er ætlað að hljóma. Þetta skapar ein­staka dýpt og gerir hlust­and­anum kleift að sitja inn í miðju upp­töku­rým­inu með hljóð­færin allt í kringum sig.

Útgef­andi er banda­ríska útgáfu­fyr­ir­tæk­ið ­Sono Lu­m­inus. Fyr­ir­tækið gefur út fjölda hljóm­platna á ári hverju og hafa margar þeirra hlotið til­nefn­ingu til­ Gram­my-verð­launa. Útgáfan hefur á und­an­förnum árum unnið með nokkrum íslenskum tón­skáldum og tón­list­ar­mönn­um, þar á meðal Sæunni Þor­steins­dótt­ur, Önnu Þor­valds­dótt­ur, Dan­íel Bjarna­syni, Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og Nor­dic Af­fect. Hljóð­meist­ari (prod­ucer) plöt­unnar er Dan ­Mercerui­o og tón­meist­ari (audi­o engineer) er Dani­el S­hor­es.

Á Karol­ina Fund stendur fólki til boða að koma að verk­efn­inu með ýmsum hætti. Auk þess að tryggja sér geisla­diskinn í for­sölu býð ég fólki að koma á huggu­lega stofu­tón­leika heima hjá mér og fjöl­skyldu minni í Hvera­gerði, kaupa miða á útgáfu­tón­leika sem fram fara í Reykja­vík og á Ísa­firði, eða fá mig til koma fram í veislu.

Þá er hægt að kaupa lista­verk eftir Bert Y­ar­borough. Við Bert kynnt­umst í res­idens­í­unn­i Ci­vitella Rani­er­i í Umbri­a á Ítalíu vorið 2018 og ákváðum fljót­lega að vinna sam­an. Því höfum við hafið sam­starf að nýju verki sem bygg­ist á nótum af tón­verkum á STARA. Bert notar radd­skrár verk­anna sem hrá­efni og býr til ný mynd­list­ar­verk sem ég mun aftur koma til með að nota sem efni­við fyrir nýtt tón­verk.

Til stuðn­ings útgáfu plöt­unnar hefur Bert ákveðið að bjóða tak­markað upp­lag af end­ur­prentun lista­verk­anna, byggt á tón­verk­inu stop br­e­at­hing.

Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk