„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.

Úr Er ég mamma mín?
Úr Er ég mamma mín?
Auglýsing

Kven­fé­lagið Garpur í sam­vinnu við Borg­ar­leik­hús­ið: Er ég mamma mín?

Höf­undur og leik­stjórn: María Reyn­dal

Leik­mynd og lýs­ing: Egill Ingi­bergs­son

Tón­list og hljóð­mynd: Úlfur Eld­járn

Bún­ing­ar: Mar­grét Ein­ars­dóttir

Aðstoð við hand­rit, drama­t­úrgía: Sól­veig Guð­munds­dótt­ir, Sveinn Ólafur Gunn­ars­son

Leik­end­ur: Katla Njáls­dótt­ir, Sól­veig Guð­munds­dótt­ir, Sveinn Ólafur Gunn­ars­son, María Ell­ingsen, Krist­björg Kjeld, Sig­urður Skúla­son, Arn­aldur Hall­dórs­son.Á Íslandi hefur þróun þess þjóð­fé­lags sem við nú byggjum og búum á köflum orðið óþyrmi­lega hröð. Ekki eru liðin nema um það bil tvær og hálf öld síðan dönsk yfir­völd munu hafa velt því fyrir sér í fullri alvöru að flytja þjóð­ina – það sem eftir lifði af henni – á jósku heið­arnar til að hefja þar nýtt líf í kjöl­far Móðu­harð­ind­anna; það sam­fé­lag sem við sjáum í dag hefur því í aðal­at­riðum verið byggt upp frá þeim tíma.

AuglýsingNútíma­mað­ur­inn hef­ur, auk þeirrar áskor­unar sem felst í því að byggja nútíma­sam­fé­lag, fengið aðra áskorun að berj­ast við, og það er hinn and­legi arf­ur, feng­inn frá fyrri kyn­slóðum skal ávaxtaður og komið áleiðis til næstu kyn­slóð­ar. Ef litið er til sál­fræð­innar er það drjúg áskorun og kostar marga heila æfi að takast á við.

Það má ugg­laust leiða rökum að því að hópur sem undir er í sam­fé­lag­inu á erf­ið­ara með að brjót­ast úr viðjum hins nei­kvæða and­lega arfs en hópur sem ræður ríkjum í sam­fé­lag­inu. Ef litið er til aðstöðumunar karla ann­ars vegar og kvenna hins veg­ar, eiga karl­arnir yfir­leitt auð­veld­ara með að takast á við arf sinn – hann er ráð­andi, og þau gildi sem hann ber með sér ráð­andi gildi – meðan konur þurfa að kljást við sinn and­lega arf og sam­tímis þá stað­reynd að þeirra arfur er ósýni­leg­ur, leyf­ist ekki að koma upp á yfir­borð­ið.

Það má í stuttu máli orða það þannig að meðan karlar njóta yfir­leitt nokk­urs góðs af sínum arfi, þurfa kon­urnar að kljást við að hafa fengið minni­poka­arf í hendur – þær þurfa að berj­ast við arf­inn frá for­mæðrum sínum og á sama tíma takast á við feðra­veld­ið, karla­veld­ið. Og þá má spyrja, hvort nokkurn tím­ann megi búast við því að sam­fé­lagið verði heil­brigt og mann­væn­legt fyrr en nokk­urt jafn­vægi hefur kom­ist þar á?

Eitt­hvað á þessa leið gætu þær hugs­an­lega hafa ver­ið, pæl­ing­arnar sem urðu til þess að María Reyn­dal skrif­aði Er ég mamma mín? Í þessu marg­brotna og að mörgu leyti slungna verki er varpað ljósi á þrjár kyn­slóðir kvenna, umhverfi þeirra og hvernig þær takast á við miðlun hins and­lega arfs frá einni kyn­slóð til ann­arr­ar. Verkið ger­ist á tveimur tím­plönum og er sterkt sam­band og sam­hengi milli þeirra, að stofni til er sögð saga sömu fjöl­skyldu.

Er ég mamma mín? Mynd: Borgarleikhúsið

Katla Njáls­dóttir leikur dótt­ur­ina Ellu fyrri tíð­ar, sem er kringum 1980 (for­seta­fram­boð Vig­dísar kemur þar við sög­u), Sól­veig Guð­munds­dóttir leikur móður henn­ar, fað­ir­inn er í höndum Sveins Ólafs Gunn­ars­sonar og erlenda vin­konu mömm­unnar leikur María Ell­ing­sen. Í nútíma er móð­irin leikin af Krist­björgu Kjeld, Sól­veig leikur Ellu (dótt­ur­ina), fað­ir­inn er að mestu fjar­ver­andi í seinni hlut­anum en birt­ist í lok­in, leik­inn af Sig­urði Skúla­syni, eig­in­maður Ellu, Guð­jón, er leik­inn af Sveini Ólafi, sonur þeirra Ellu og Guð­jóns, Matth­í­as, er leik­inn af Arn­aldi Hall­dórs­syni, en Áslaug, vin­kona Ellu er leikin af Maríu Ell­ingsen, sem fer auk þess með hlut­verk heil­brigð­is­starfs­fólks sem einnig kemur við sögu.

Þessi strúktúr verks­ins að segja sögu tveggja tíma er að mörgu leyti snilld­ar­legur og gefur gott færi á að sýna hvernig stefnur og straumar ber­ast á milli kyn­slóða. Það má einnig segja, að tím­arnir hafi fært höf­undi þennan mögu­leika upp í hend­urn­ar. Móðir Ellu í fyrri tíma atrið­unum er kúguð (og finnst það tæp­ast athuga­vert) en tím­arnir eru að breyt­ast og hún vill á end­anum láta eitt­hvað úr sér verða; kynnin við hina erlendu Rachel hafa áhrif á hana. Eig­in­mað­ur­inn á hins vegar í miklu basli með að taka þess­ari umbreyt­ingu á eig­in­konu sinni og ákveður á end­anum að yfir­gefa hana. Skiln­aður er óum­flýj­an­legur og fað­ir­inn hverfur úr lífi Ellu, en harm­leik­ur­inn, skiln­að­ur­inn, bitnar á henni, meðan móð­irin flýr inn í bit­ur­leik­ann og sú verður lausnin að líta á föð­ur­inn ein­fald­lega sem dáinn.

Í seinni hluta verks­ins eru það Ella (nú full­orðin og leikin af Sól­veigu) og móðir hennar (nú öldruð og leikin af Krist­björgu Kjeld) sem gæta leynd­ar­máls­ins vand­lega gagn­vart syn­in­um, Matth­í­asi, sem upp­götvar auð­vitað á end­anum að hann á afa og vill nú bjóða honum í ferm­ing­ar­veisl­una sína sem í vændum er. Það kostar auð­vitað gríð­ar­legt upp­gjör, þar sem einkum þær Sól­veig og Krist­björg fara á kostum og auð­velt að bæta því við hér, að íslenskt leik­hús hefur tæp­lega á að skipa mörgum jafn­frá­bærum leikkonum og þeim tveim.

Ekki skal ljóstrað upp um end­inn – það væri ljótt að ræna vænt­an­lega áhorf­endur lokum sög­unn­ar. En það er samt ekki hægt annað en dást að lokar­eplikku ætt­móð­ur­inn­ar, Krist­bjarg­ar, þar sem hún hótar því innan af kló­setti, að verða þá „bara meira en hund­rað ára göm­ul“ ... og það má vel velta því fyrir sér, hvort það sé hin end­an­lega lausn á vand­anum – þeim vanda hvernig sam­þykki við því að vera kúguð fær­ist milli kyn­slóða.

Er ég mamma mín? Mynd: Borgarleikhúsið

Það má eflaust rýna í leik­verk Maríu Reyn­dal og finna á því ein­hverja hnökra. Hér standa þó kost­irnir upp­úr, enda er aug­ljóst að ekki ein­asta leik­hóp­ur­inn hefur tekið text­ann að hjarta sínu og gert að sín­um, heldur er langt síðan und­ir­rit­aður hefur séð áhorf­enda­hóp gleypa jafn svika­laust við sögu á leiðsvið­inu; það lá við að áhorf­endur skipt­ust í hópa eftir því með hverjum þeir stóðu og það hefði sann­ar­lega ekki komið á óvart þótt ein­hverjir hefðu staðið upp og hrópað „sláðu hann, Sól­veig!“ eða „kýld‘ann, Krist­björg!“ Samúð áhorf­enda með barn­inu Ellu var bein­línis áþreif­an­leg, þegar hún biður til Guðs og seg­ist muni gera allt fyrir Hann, bara ef for­eldrar hennar muni ekki skilja. Er það ekki leik­hús eins og best ger­ist?

María byggir umhverfið í fyrri hlut­anum svo ekki verði um villst úr hvaða hug­mynda­heimi sagan er sprott­in. Í nokkrum stuttum og hnit­mið­uðum atriðum sjáum við ákaf­lega vel hvernig skipt­ing hlut­verka ger­ist á heim­il­um, fað­ir­inn er fyr­ir­vinnan og ræð­ur, hún þjón­ustar hann og fer að hans vilja í einu og öllu. Á köflum fannst und­ir­rit­uðum hann aftur vera kom­inn í Lind­arbæ 1971 – þeir skilja sem vita!

Hér má spyrja, hvort ekki hefði mátt gera ívið minna úr kúgun móð­ur­inn­ar? Verður hún ekki að hafa ein­hverja sterk­ari spyrnu sem opnar henni sýn til sjálf­stæð­is? Þetta er spurn­ing um lögn hlut­verks móð­ur­innar í fyrri tíma atrið­unum og eng­inn dóm­ur; Sól­veig sýnir að hún er með okkar albestu leikkonum og sem fyrr segir er sam­leikur hennar og Krist­bjargar í seinni tíma atrið­unum með því átaka­mesta sem sést hefur á sviði í langan tíma og þá er sam­leikur hennar og Sveins Ólafs ekki síðri enda eru þau þaul­vön að leika sam­an.

Auglýsing


Reyndar er sam­leikur ákaf­lega glæsi­legur eig­in­leiki þess­arar sýn­ing­ar. María Ell­ing­sen fer með nokkur hlut­verk og er ánægja að sjá hana á sviði – er ekki kom­inn tími til að nýta krafta hennar meira og betur í íslensku atvinnu­leik­húsi? Unga fólk­ið, þau Katla Njáls­dóttir í hlut­verki Ellu ungrar, og Arn­aldur Hall­dórs­son í hlut­verki Matth­í­asar, sonar Ellu og Guð­jóns, standa sig frá­bær­lega. Þau eru enda bæði all­vön að koma fram á sviði, Katla hefur leikið í Föng­um, Manna­siðum og Hjarta­steini, Arn­aldur hefur leikið í Matt­hildi og mun innan tíðar sjást á sviði í Kar­dimommu­bæn­um. Það verður örugg­lega ánægju­legt að fylgj­ast með ferli þeirra í fram­tíð­inni. Þá skulu nefnd þau Krist­björg Kjeld og Sig­urður Skúla­son – Krist­björg fer meira en á kostum í hlut­verki hinnar öldr­uðu ætt­móð­ur, hvert til­svar bein­skeytt og eins eitrað og þarf, hver augn­gota, hver hreyf­ing handa. Sig­urður hefur það erf­iða hlut­verk með höndum að birt­ast í blá­end­ann líkt og „deus ex machina“ – það er búið að lýsa honum vand­lega sem mann­hundi og erkiskúrki og nú hefur Sig­urður örfáar sek­úndur að verja sinn karakter og sýna á honum mann­lega hlið og gerir það svo maður kemst við og skilur að jafn­vel þessi óþokki á sér máls­bætur og mann­lega hlið. Og birt­ing hans er auk­in­heldur nauð­syn­leg til að ætt­móð­irin geti nú sýnt og sannað að það er nákvæm­lega ekk­ert að hennar með­virkni; í þeirri þjóðar­í­þrótt Íslend­inga á hún engan sinn líka!

Ekki verður svo skilið við Er ég mamma mín? án þess minnst sé á hug­vits­sam­lega leik­mynd Egils Ingi­bergs­sonar – um leið og gengið er inn í sal­inn blasir for­tíð og nútími við, hvorttveggja í senn, og hver leik­munur sem not­aður er er upp með veggjum í bók­staf­legum skiln­ingi, leik­arar tína af vegg það sem nota þarf, eld­hús­á­höld, hátíð­ar­steik, og skila því svo aftur á sinn stað – hér er bein­línis leikið á leik­mynd­ina líkt og sé hún hluti af sög­unni sem verið er að segja. Sem hún raun­veru­lega er. Þá skapar tón­list Úlfs Eld­járns and­blæ fyrri tíma og nútíma í sam­ræmi við rás atburða.

Á heild­ina litið er Er ég mamma mín? vel gerð sýn­ing, hug­vits­sam­leg og sam­kvæm sjálfri sér. Hún er í beinu sam­tali við okkar sam­tíma og vekur upp áleitnar spurn­ingar sem aug­ljóst er að áhorf­endur finna fyrir og taka afstöðu til – við­brögð áhorf­enda sýndu svo ekki var um að efast að þeir kunna gott að meta, áleitið efni, snjöll efn­is­tök,glæsi­lega umgjörð og fanta­góðan leik.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk