„Góðan daginn, ertu með einkenni?“

Blaðamaður Kjarnans fór í sýnatöku vegna COVID-19 hjá Íslenskri erfðagreiningu í morgun og lýsir fumlausu ferlinu sem hann gekk í gegnum í Turninum við Smáratorg. Svo vonum við bara það besta.

Auglýsing

„Er ég að ganga inn um rétta hurð? Hver er þessi dökkklæddi maður með grímuna fyrir vitunum? Af hverju er hann að spyrja mig hvort ég sé með einkenni?“ hugsaði ég þegar ég gekk inn í Turninn við Smáratorg, örlítið syfjaður, rétt fyrir kl. 8:30 í morgun.

Ég var fljótur að ranka við mér, auðvitað voru þetta eðlilegar spurningar og móttökur á stað þar sem hátt í þúsund manns koma nú á degi hverjum til þess að láta starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar athuga hvort þeir séu með hana. Veiruna sem allt hverfist um.

„Nei, engin einkenni og nei, ég er ekki í sóttkví,“ sagði ég, en spurningin um sóttkvína fylgdi strax á eftir spurningunni um einkennin.

Auglýsing

Full þörf virðist á því, þar sem bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafa brýnt fyrir fólki að mæta alls ekki í Turninn í sýnatöku sé það í sóttkví.

Á þessu var einnig imprað í skilaboðum sem ég fékk frá Íslenskri erfðagreiningu í vikunni, en þar var fólki bent á að sóttkvíin nær líka yfir komu í sýnatöku vegna COVID-19. „Mæting í slíka sýnatöku er brot á sóttvarnalögum og við slíkum brotum eru þung viðurlög,“ sagði í SMSinu.

Það er þó ekki búið að skipa mér í sóttkví, ennþá hið minnsta, og gekk ég því að lyftu sem flutti mig og fleiri upp á fjórðu hæð í Turninum. 

Veirupinninn lengri en hann virðist

Þar tók við eldsnöggt ferli sem var í höndum fjölda starfsmanna sem allir voru klæddir í ljósblágrænan hlífðarfatnað með grímur.

Ég kynnti mig við móttökuborðið og fékk nær samstundis fylgd inn í sýnatökuherbergi þar sem tveir starfsmenn biðu, báðu mig um að standa fjarri sér og létu mig þylja upp kennitöluna mína til þess að staðfesta að ég væri virkilega sá sem ég segðist vera.

Þegar ljóst þótti að ég væri ekki að villa á mér heimildir var gengið fumlaust til verks. 

„Þetta verður smá óþægilegt,“ heyrði ég sagt áður en að veirupinninn stakkst upp í vinstri nösina og hálfa leið ofan í maga. Lengra en ég hef hefði talið skynsamlegt. 

Síðan opnaði ég munninn upp á gátt, sagði „aaaa“ eins og forsetinn og fann veirupinnann strjúkast nokkrum sinnum við úfinn áður en mér var þakkað fyrir komuna og vísað aftur í lyftuna og út.

Allt í allt tók þetta ferli um það bil sex til átta mínútur, frá því ég steig inn um dyrnar og þar til ég var kominn aftur fyrir utan Turninn.

Niðurstöður eru væntanlegar eftir einn til tvo daga. Vonum það besta. Tölfræðilega eru líkurnar litlar, en undir 1 prósent af þeim þúsundum Íslendinga sem þegar hafa kíkt til Kára hafa reynst smituð af veirunni.

Að sýnatöku lokinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit