Öðruvísi áhrifavaldar

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.

Auglýsing
Adferdir-Kapa.jpg

Aðferðir til að lifa af 

Guð­rún Eva Mínervu­dóttir

Bjartur 2019

166 bls.

Í nýj­ustu skáld­sögu Guð­rúnar Evu Mínervu­dótt­ur, Aðferðir til að lifa af, flétt­ast frá­sögn fjög­urra per­sóna saman í áhrifa­mik­illi atburða­rás. Les­endur kynn­ast hinum ell­efu ára Aroni Snæ, ung­lings­stelp­unni Hönnu, tölvukarl­inum Árna og ekkj­unni Borg­hildi sem öll lifa rósemd­ar­lífi í litlu þorpi ekki langt frá höf­uð­borg­inn­i. 

Aron Snær býr við erf­iðar heim­il­is­að­stæður hjá ein­stæðri móður sem er haldin alvar­legu þung­lyndi: „Á laug­ar­dögum var hún vön að pína sig á fætur mín vegna, elda pönnu­kökur eða egg og beikon og síðan fórum við í bíltúr eða í sund. En í dag bara gat hún það ekki. Hún gat ekki að því gert“ (33). Til­viljun leiðir til þess að Borg­hildur verður á vegi Arons og þegar hún áttar sig á ástand­inu heima hjá honum tekur hún hann undir sinn vernd­ar­væng.  

Borg­hildur er nýlega orðin ekkja og býr því ein en rekur gisti­heim­ili á jörð­inni sinni. Hún  gengur fum­laust til verks og vílar ekk­ert fyrir sér. Til að mynda finnst henni ekk­ert til­töku­mál að skella drengnum sem er að kom­ast á ung­lings­aldur í bað: „Ég hef alið upp nokkra krakka og líka unnið á elli­heim­ili. Mér finnst ekk­ert merki­legt að þvo fólki. Það er bara eitt­hvað sem þarf að gera“ (40-41). Inn í  atburða­rás­ina flétt­ast sögur af gest­unum sem Borg­hildur hefur hýst og og glefsur úr sam­bandi hennar og manns­ins sem hún mis­sti: „Síðan hefur mér liðið eins og sekk fullum af gler­brot­um. Ég hef enga sér­staka þörf til að gráta eða barma mér en finn til í hverju orði og skrefi“ (46). Borg­hildur er marglaga per­sóna sem býr yfir skemmti­lega kald­hæðnum húmor í bland við mýkt­ina og umhyggju­sem­ina. Sú hlið hennar birt­ist til að mynda vel þegar hún hittir föður Arons Snæs. Þó per­sóna föð­ur­ins skjóti aðeins upp koll­inum í stutta stund er hún eft­ir­minni­leg. Þar birt­ist ráð­villtur fjöl­skyldu­faðir sem hefur klúðrað tæki­fær­inu á að byggja upp gott sam­band við son sinn og ætlar sér ekki að gera þau mis­tök aftur – eða eins og Borg­hildur kemst að orði við dreng­inn: „Pabbi þinn er góður drengur og honum þykir mjög vænt um þig en það vantar í hann nokkrar skrúf­ur; hann getur ekki að því gert“ (117).  Þetta er einmitt einn af styrk­leikum Guð­rúnar Evu sem rit­höf­und­ar, að skapa trú­verð­ugar per­sónur sem eru hvorki algóðar né alvondar – í senn meyrar og harðar og vekja samúð les­and­ans fljótt.

Auglýsing
Það á einnig við um Árna, ein­mana tölvu­karl sem flutti í þorpið eftir að hann fór á örorku­bæt­ur. Árni á hund­inn Alfons sem er grimmur og tregur í taumi en þrátt fyrir það sækir Aron Snær í félags­skap hans. Árni á vin­kon­una Stein­unni sem hann er hrif­inn af en henni virð­ist fyrst og fremst finn­ast gott að eiga hann að – hún sækir í öryggi og félags­skap hann. Hún er jafn­framt hrifin af öðrum manni: „Held­uru að ég hafi ekki tekið eftir því að þú varðst fyrst ást­fang­inn eftir að ég byrj­aði með Frið­riki? Um leið og þú fannst að allt var í lás mín megin fékkstu mig á heil­ann“ (87) segir hún við hann. Þannig fjallar Guð­rún Eva um mörkin á milli vin­áttu og róm­an­tískrar hrifn­ingar og þá til­hneig­ingu okkar til að vilja stundum það sem við getum alls ekki feng­ið. Seinna kemur í ljós að Árni átti erf­iða æsku og á ein­hvern hátt virð­ist hann spegla sig í Aroni Snæ. „Ég horfði á sig­inaxla baksvip­inn á honum og fannst ég skulda honum eitt­hvað. Og ekki bara ég, heldur heim­ur­inn, eða í það minnsta þorp­ið“ (26). Hann lýsir drengnum sem brjóst­um­kenn­an­legum og umkomu­lausum (25) en gerir sér samt grein fyrir því að eng­inn vill láta vor­kenna sér, að minnsta kosti  ekki hann sjálf­ur: „Eig­in­lega finnst mér vor­kunn jafn­gilda óvirð­ingu. Sjálfur yrði ég fúll út í þann sem þætti til­vera mín aumk­un­ar­verð“ (26).

Ung­lings­stúlkan Hanna býr í sum­ar­bú­stað skammt frá þorp­inu ásamt móður sinni en þær hafa, rétt eins og Árni, flúið erfitt ástand á hús­næð­is­mark­aðnum í Reykja­vík. Með því að láta sög­una ger­ast í þessu litla þorpi – sem minnir mjög á Flúðir eða Laug­ar­vatn, snertir Guð­rún Eva á breyttum aðstæðum í þjóð­fé­lag­inu en sífellt fleiri kjósa nú að búa utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins jafn­vel þó þeir sæki vinnu þar. Aron Snær og Hanna kynn­ast við óvenju­legar aðstæður en hún finnur strax til ábyrgðar gagn­vart honum og kennir í brjósti um hann. Samt sem áður ótt­ast hún að vera ekki sú fyr­ir­mynd sem hann þarfnast, og ótt­ast að þau séu eins – að hún sé „aumk­un­ar­verð og smá skrít­in“ (161) eins og hann. Hanna glímir við átröskun og veit ekk­ert verra en þegar ókunn­ugir mæla út á henni mjaðm­irnar en dáist aftur á móti að að Sól­dísi, yfir­manni sínum á veit­inga­staðnum þar sem hún vinn­ur. Hún lýsir því hvernig Sól­dís er grönn eins og fyr­ir­sæta þó hún hámi í sig ham­borg­ara og franskar: „Ég var haldin næstum örvænt­ing­ar­fullri þörf fyrir að leggja hana alla á minn­ið. Mig lang­aði að gleypa sál henn­ar. Ef galdra­norn hefði boð­ist til að gera mig að dökk­hærðri útgáfu af Sól­dísi í skiptum fyrir tíu af ævi­árum mínum hefði ég þegið það, án þess að hika“ (92).  Aron skamm­ast sín fyrir ástandið á heim­ili sínu og er sann­færður um að hann sé öðru­vísi en önnur börn og ótt­ast að hann sé „per­vert“. Þannig kemur sagan inn á flókið en mik­il­vægt umfjöll­un­ar­efni, sam­skipti kynj­anna og kyn­hegðun barna og ung­linga, nokkuð sem hefur verið mikið í umræð­unni síð­ustu ár, ekki síst vegna auk­innar skjá­notk­unar þessa hóps og aðgengis að klám­i. 

Fyr­ir­myndir eru end­ur­tekið þema í bókum Guð­rúnar Evu. Það er eðli­legt að börn þrái við­ur­kenn­ingu full­orð­inna og Guð­rún Eva hefur listi­legt lag á að koma þess­ari þrá í orð. Í Albúmi (2002) á sögu­mað­ur­inn í inni­legu sam­bandi við fóst­urpabba sinn og þráir við­ur­kenn­ingu hans. Í Sög­unni af sjó­reknu píanó­unum (2002) segir frá unga mann­inum Kol­beini sem tekur stúlk­una Dimmalimm að sér tíma­bundið og þau mynda saman ákaf­lega fal­legt sam­band. Kol­beinn verður eins­konar „mentor“ eða „áhrifa­vald­ur“ í lífi Dimmalimmar sem aftur á móti dýrkar hann og dáir svo jaðrar við hrifn­ingu. Og í Yosoy (2005) segir frá hinum sextán ára Jóa sem gengur til liðs við hryll­ings­leik­hús og gengst tölu­vert upp í aðdáun fólks­ins sem starfar með honum þar – hann þráir ekk­ert frekar en að sanna sig fyrir þeim og sýna að hann sé ótta­laus. Á sama hátt verða per­són­urnar í þess­ari nýj­ustu skáld­sögu Guð­rúnar Evu oft óvilj­andi áhrifa­valdar í lífi ann­arra. Hún minnir les­endur á að yfir­leitt fer allt öðru­vísi en við ætlum og að lífið getur breyst í einu vet­fangi. Per­sónur henn­ar  glíma við vanda­mál sem margt nútíma­fólk stríðir við: ein­semd, óör­yggi og óraun­hæfar kröfur sam­fé­lags­ins um að allir séu ham­ingju­samir og heil­brigð­ir, alltaf – þó lífið sé alls ekki þannig. Það hefur aldrei verið auð­velt að vera mann­eskja og allra síst á þessum sér­stöku tímum sem við lifum núna. Eitt það mik­il­væg­asta sem við getum gert til að lifa af er að láta okkur annað fólk varða – líta ekki und­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk