Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur

Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.

Hugleikur Dagsson.
Hugleikur Dagsson.
Auglýsing

Hugleikur Dagsson negldi beikonsneið með She-Ra sverði við sellerí í Blóðuga Maríu um daginn. Hann segir að nú sé tíminn til að ná meistaratökum á því að blanda slíkan kokteil.

Að hans mati er einnig upplagt að dusta rykið af strippkennsludiskunum með Baywatch-leikkonunni Carmen Electra. Ef fólk eigi ekki diskana, eins og hann, megi finna kennslumyndbandið á Youtube.

Grínistinn, skopmyndateiknarinn og rithöfundurinn Hugleikur er í hópi valinkunnra Íslendinga sem Kjarninn leitaði til og bað um að veita lesendum góð ráð um hvernig er hægt að rækta líkama og sál á tímum kórónuveirunnar. 

Hann brást vel við beiðninni og hér að neðan fara ráðin hans fimm.

 

Auglýsing

Blóðug María daglega

Það er list að gera almennilega Blóðuga Maríu. Ein á dag gerir þig að listamanni. Grunnefnin eru náttla vodka, tómatsafi, tabasco-sósa, worcestershire-sósa, pipar og sellerí. Ég vil helst hafa mikinn klaka. Hef lært að smá „pickle“-safi eða ólífusafi gerir góða hluti. Wasabi-krydd færir drykknum nýja vídd. Svo er hægt að skreyta þetta með öllu. Osti og rækjum þess vegna. Ég negldi beikonsneið við selleríið með She-Ra sverði um daginn.

Patrick Stewart-pakkinn

1) Star Trek Next Generation. Sjö seríur af þenkjandi sci-fi dæmisögum um sigur mannsandans.

2) Hlusta á Patrick Stewart lesa sonnettur Shakespeare. Hann les eina á dag á facebookinu sínu.

3) Gúglaðu „Patrick and Ian“ og stilltu á myndir. Þetta vermir hjartað endalaust.

Dútlaðu undir kvikmyndatónlist

Gerðu eitthvað skapandi (prjóna, teikna, skrifa, baka) og hlustaðu á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verður allt epískara. Ef þú útsauma kodda undir Hans Zimmer líður þér eins og þessi koddi muni bjarga heiminum. Mæli líka með Nyman, Carpenter og náttla Guðnadóttur.

Dungeons & Dragons

Ég þarf að finna gamla D&D kassann minn. Því nú er tíminn til að þykjast vera álfur eða dvergur og berjast við orka og dreka. Ef þú ert ein/n í sóttkví, geturðu notað tímann til að skrifa eitthvað svakalegt D&D ævintýri eða búa til karakter eða teikna dýflissukort. Ef þú þekkir ekki D&D er allt sem ég sagði núna líklega kínverska fyrir þér. En kynntu þér þetta. Þetta er stuð.

Carmen Electra Aerobic Striptease

Baywatch-stjarnan Carmen Electra gaf þetta íburðarmikla leikfimiprógram fyrir að verða tveimur áratugum. Þetta er bæði eróbikk og strippdans kennsla. Þetta er til á Youtube en ég á þetta á DVD því ég er svo kúl. Ég mæli með að taka disk tvö, „fit to strip” rækilega í gegn áður en þú færir þig yfir í danskennsluna. Treystu mér, þetta tekur á. Maður svitnar eins og moðerfokker.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk