Vefritið ÚR VÖR: Áskriftarsöfnun sem tryggir útgáfuna

Safnað á Karolina Fund fyrir áframhaldandi starfsemi vefrits sem fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni.

Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia.jpg
Auglýsing

Vefritinu ÚR VÖR var ýtt úr vör þann 15. mars árið 2019 og fagnaði því nýlega eins árs afmæli. Í vefritinu er fjallað um listir, menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og hafa birst þegar þetta er skrifað yfir 160 greinar í þessum málaflokkum. Þessa dagana rær vefritið lífróðri og búið að setja á fót áskriftarsöfnun fyrir vefritið til að tryggja útgáfuna.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

Það eru hjónin Aron Ingi Guðmundsson og Julie Gasiglia sem standa að baki vefritinu, en Aron Ingi er ritstjóri og Julie hönnuður. „Hugmyndin að verkefninu vaknaði kviknaði er við bjuggum á Patreksfirði og settum á fót menningarmiðstöðina Húsið-Creative Space þar í bæ. Okkur fannst fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi of höfuðborgarmiðuð og fannst að það vantaði umfjöllun um það magnaða starf sem fram fer á landsbyggðinni hringinn í kringum landið. Staðbundnir miðlar fjalla vissulega um hitt og þetta sem á sér stað á svæðinu, en okkur fannst vanta einhvern vettvang sem fjallaði á einum stað um málefni allan hringinn í kringum landið, að höfuðborginni undanskilinni. Ég (Aron Ingi) hef starfað í gegnum tíðina sem blaðamaður, m.a. fyrir Fréttablaðið og sem lausapenni og eftir að hafa velt hugmyndinni fyrir okkur þá leituðum við að bakhjörlum og settum m.a. á fót söfnun á Karolina Fund til að ná að ýta verkefninu úr vör og það tókst sem betur fer! “

Segðu okkur frá þema verkefnisins?

„Reglulega birtist vel unnið og ítarlegt efni og er vefritið svokallaður rólegur fjölmiðill, þar sem fólk getur tekið sér góðan tíma í að lesa efnið. Ekki er því um fréttavef að ræða og því eru ekki æsifréttir  á boðstólum, heldur jákvæðar og uppbyggjandi umfjallanir sem geta veitt fólki innblástur og verið sameiningarvettvangur sem eflir og styrkir landsbyggðina. Yfirskriftin er „Litlir staðir, stórar hugmyndir“ en við viljum sýna hvernig fólk lifir lífi sínu á litlu stöðunum sem skipta svo miklu máli.

Auglýsing
Erfiðara hefur reynst að fá inn auglýsingatekjur en við gerðum ráð fyrir og því höfum við núna farið af stað með áskriftarsöfnun fyrir vefritið. Hægt er að velja um nokkrar áskriftarleiðir og er hægt að gerast áskrifandi frá rúmlega 1.000 krónum á mánuði, sem er gjöf en ekki gjald, en slíkur stuðningur myndi muna miklu fyrir vefritið.

Allir sem maður heyrir í varðandi verkefnið, hvort sem það eru viðmælendur eða aðrir eru sammála um mikilvægi þessa miðils. Það gefur okkur vind í seglin sem er mikilvægt því við viljum halda áfram. En það er eins með þetta og svo margt annað að það kostar peninga að halda þessu úti. Við viljum halda áfram og bæta í ef eitthvað er. Við höfum áhuga á að bæta við enskum hluta í vefritið og byrja einnig með hlaðvarpsþætti, auk þess myndum við vilja láta fylgja hljóðskrá með hverri grein, svo fólk geti átt þess kost að hlusta á efnið. 

Þetta yrðu spennandi nýjungar og með því að fá fólk í lið með okkur til að styðja við verkefnið, fá lesendur til að fjármagna vefritið, þá er þetta verkefni orðið verkefni okkar allra!“

Hægt er að styrkja verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk