Öðruvísi áhrifavaldar

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.

Auglýsing
Adferdir-Kapa.jpg

Aðferðir til að lifa af 

Guðrún Eva Mínervudóttir

Bjartur 2019

166 bls.

Í nýjustu skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Aðferðir til að lifa af, fléttast frásögn fjögurra persóna saman í áhrifamikilli atburðarás. Lesendur kynnast hinum ellefu ára Aroni Snæ, unglingsstelpunni Hönnu, tölvukarlinum Árna og ekkjunni Borghildi sem öll lifa rósemdarlífi í litlu þorpi ekki langt frá höfuðborginni. 

Aron Snær býr við erfiðar heimilisaðstæður hjá einstæðri móður sem er haldin alvarlegu þunglyndi: „Á laugardögum var hún vön að pína sig á fætur mín vegna, elda pönnukökur eða egg og beikon og síðan fórum við í bíltúr eða í sund. En í dag bara gat hún það ekki. Hún gat ekki að því gert“ (33). Tilviljun leiðir til þess að Borghildur verður á vegi Arons og þegar hún áttar sig á ástandinu heima hjá honum tekur hún hann undir sinn verndarvæng.  

Borghildur er nýlega orðin ekkja og býr því ein en rekur gistiheimili á jörðinni sinni. Hún  gengur fumlaust til verks og vílar ekkert fyrir sér. Til að mynda finnst henni ekkert tiltökumál að skella drengnum sem er að komast á unglingsaldur í bað: „Ég hef alið upp nokkra krakka og líka unnið á elliheimili. Mér finnst ekkert merkilegt að þvo fólki. Það er bara eitthvað sem þarf að gera“ (40-41). Inn í  atburðarásina fléttast sögur af gestunum sem Borghildur hefur hýst og og glefsur úr sambandi hennar og mannsins sem hún missti: „Síðan hefur mér liðið eins og sekk fullum af glerbrotum. Ég hef enga sérstaka þörf til að gráta eða barma mér en finn til í hverju orði og skrefi“ (46). Borghildur er marglaga persóna sem býr yfir skemmtilega kaldhæðnum húmor í bland við mýktina og umhyggjusemina. Sú hlið hennar birtist til að mynda vel þegar hún hittir föður Arons Snæs. Þó persóna föðurins skjóti aðeins upp kollinum í stutta stund er hún eftirminnileg. Þar birtist ráðvilltur fjölskyldufaðir sem hefur klúðrað tækifærinu á að byggja upp gott samband við son sinn og ætlar sér ekki að gera þau mistök aftur – eða eins og Borghildur kemst að orði við drenginn: „Pabbi þinn er góður drengur og honum þykir mjög vænt um þig en það vantar í hann nokkrar skrúfur; hann getur ekki að því gert“ (117).  Þetta er einmitt einn af styrkleikum Guðrúnar Evu sem rithöfundar, að skapa trúverðugar persónur sem eru hvorki algóðar né alvondar – í senn meyrar og harðar og vekja samúð lesandans fljótt.

Auglýsing
Það á einnig við um Árna, einmana tölvukarl sem flutti í þorpið eftir að hann fór á örorkubætur. Árni á hundinn Alfons sem er grimmur og tregur í taumi en þrátt fyrir það sækir Aron Snær í félagsskap hans. Árni á vinkonuna Steinunni sem hann er hrifinn af en henni virðist fyrst og fremst finnast gott að eiga hann að – hún sækir í öryggi og félagsskap hann. Hún er jafnframt hrifin af öðrum manni: „Helduru að ég hafi ekki tekið eftir því að þú varðst fyrst ástfanginn eftir að ég byrjaði með Friðriki? Um leið og þú fannst að allt var í lás mín megin fékkstu mig á heilann“ (87) segir hún við hann. Þannig fjallar Guðrún Eva um mörkin á milli vináttu og rómantískrar hrifningar og þá tilhneigingu okkar til að vilja stundum það sem við getum alls ekki fengið. Seinna kemur í ljós að Árni átti erfiða æsku og á einhvern hátt virðist hann spegla sig í Aroni Snæ. „Ég horfði á siginaxla baksvipinn á honum og fannst ég skulda honum eitthvað. Og ekki bara ég, heldur heimurinn, eða í það minnsta þorpið“ (26). Hann lýsir drengnum sem brjóstumkennanlegum og umkomulausum (25) en gerir sér samt grein fyrir því að enginn vill láta vorkenna sér, að minnsta kosti  ekki hann sjálfur: „Eiginlega finnst mér vorkunn jafngilda óvirðingu. Sjálfur yrði ég fúll út í þann sem þætti tilvera mín aumkunarverð“ (26).

Unglingsstúlkan Hanna býr í sumarbústað skammt frá þorpinu ásamt móður sinni en þær hafa, rétt eins og Árni, flúið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Með því að láta söguna gerast í þessu litla þorpi – sem minnir mjög á Flúðir eða Laugarvatn, snertir Guðrún Eva á breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu en sífellt fleiri kjósa nú að búa utan höfuðborgarsvæðisins jafnvel þó þeir sæki vinnu þar. Aron Snær og Hanna kynnast við óvenjulegar aðstæður en hún finnur strax til ábyrgðar gagnvart honum og kennir í brjósti um hann. Samt sem áður óttast hún að vera ekki sú fyrirmynd sem hann þarfnast, og óttast að þau séu eins – að hún sé „aumkunarverð og smá skrítin“ (161) eins og hann. Hanna glímir við átröskun og veit ekkert verra en þegar ókunnugir mæla út á henni mjaðmirnar en dáist aftur á móti að að Sóldísi, yfirmanni sínum á veitingastaðnum þar sem hún vinnur. Hún lýsir því hvernig Sóldís er grönn eins og fyrirsæta þó hún hámi í sig hamborgara og franskar: „Ég var haldin næstum örvæntingarfullri þörf fyrir að leggja hana alla á minnið. Mig langaði að gleypa sál hennar. Ef galdranorn hefði boðist til að gera mig að dökkhærðri útgáfu af Sóldísi í skiptum fyrir tíu af æviárum mínum hefði ég þegið það, án þess að hika“ (92).  Aron skammast sín fyrir ástandið á heimili sínu og er sannfærður um að hann sé öðruvísi en önnur börn og óttast að hann sé „pervert“. Þannig kemur sagan inn á flókið en mikilvægt umfjöllunarefni, samskipti kynjanna og kynhegðun barna og unglinga, nokkuð sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár, ekki síst vegna aukinnar skjánotkunar þessa hóps og aðgengis að klámi. 

Fyrirmyndir eru endurtekið þema í bókum Guðrúnar Evu. Það er eðlilegt að börn þrái viðurkenningu fullorðinna og Guðrún Eva hefur listilegt lag á að koma þessari þrá í orð. Í Albúmi (2002) á sögumaðurinn í innilegu sambandi við fósturpabba sinn og þráir viðurkenningu hans. Í Sögunni af sjóreknu píanóunum (2002) segir frá unga manninum Kolbeini sem tekur stúlkuna Dimmalimm að sér tímabundið og þau mynda saman ákaflega fallegt samband. Kolbeinn verður einskonar „mentor“ eða „áhrifavaldur“ í lífi Dimmalimmar sem aftur á móti dýrkar hann og dáir svo jaðrar við hrifningu. Og í Yosoy (2005) segir frá hinum sextán ára Jóa sem gengur til liðs við hryllingsleikhús og gengst töluvert upp í aðdáun fólksins sem starfar með honum þar – hann þráir ekkert frekar en að sanna sig fyrir þeim og sýna að hann sé óttalaus. Á sama hátt verða persónurnar í þessari nýjustu skáldsögu Guðrúnar Evu oft óviljandi áhrifavaldar í lífi annarra. Hún minnir lesendur á að yfirleitt fer allt öðruvísi en við ætlum og að lífið getur breyst í einu vetfangi. Persónur hennar  glíma við vandamál sem margt nútímafólk stríðir við: einsemd, óöryggi og óraunhæfar kröfur samfélagsins um að allir séu hamingjusamir og heilbrigðir, alltaf – þó lífið sé alls ekki þannig. Það hefur aldrei verið auðvelt að vera manneskja og allra síst á þessum sérstöku tímum sem við lifum núna. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að lifa af er að láta okkur annað fólk varða – líta ekki undan. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk