Dýr geta oft hjálpað einstaklingum sem eiga erfitt

Treystu mér er úrræði fyrir börn sem glíma við andlegan vanda og raskanir. Í því eru notaðir hestar til að aðstoða og nú er safnað fyrir því á Karolina fund.

FEEA92B6CFA9404CB0AA0252AF035D2F.jpg
Auglýsing

Elísa­bet Sveins­dóttir er menntuð sem grunn­skóla­kenn­ari og er mikil hesta­kona. Hún er að fara af

stað með verk­efni sem heitir Treystu mér og er úrræði fyrir börn á grunn­skóla­aldri sem glíma við

and­legan vanda og rask­an­ir. Í úrræð­inu eru not­aðir hestar til að aðstoða barn­ið. Sam­neyti við þá

getur gert barn­inu kleift að opna sig og það hefur verið rann­sak­að, sér­stak­lega erlend­is, að umgengni við dýr gefur fleiri og aðra mögu­leika á að nálg­ast börn sem eiga í and­legum erf­ið­leik­um.

Grunn­skól­ar, styrkt­ar­fé­lög og þeir aðilar sem koma að börn­unum geta nýtt sér slíkt úrræði til að

nálg­ast barnið á annan hátt en áður og veita því aðstoð. Skynjun hesta og skjót end­ur­gjöf á hegðun barns­ins er mik­il­væg barn­inu og oft getur það sett í spor dýrs­ins á meðan það getur ekki sett sig í spor bekkj­ar­fé­laga eða jafn­aldra. Einnig er mik­il­vægt að hest­ur­inn svarar ein­ungis þeirri hegðun sem honum er sýnd hverju sinni og svarar eftir bestu getu. Hest­ur­inn svíkur ekki barnið með því að vera með aðra merk­ingu í svari sín­u. 

Auglýsing
Elísabet segir að hug­myndin af verk­efn­inu hafi kviknað árið 2013 þegar hún fór í brjóst­nám vegna brjóstakrabba­meins og lyfja­með­ferð. „Ég þurfti því í kjöl­farið að taka mér frí frá hesta­mennsku í nokkrar vik­ur. Í end­ur­hæf­ing­unni nýtti ég mér hest­ana mína til að styrkja mig bæði and­lega og lík­am­lega. Þrátt fyrir að hafa verið í kringum hesta alla mína ævi gerði ég mér ekki grein fyrir þeim lækn­ing­ar­mætti sem þeir búa yfir. Ég kynnt­ist þeim upp á nýtt og sá að þeir voru ekki síður mik­il­vægir í mínu end­ur­hæf­ing­ar­ferli. Hest­ur­inn, Hramm­ur, sem ég var vön að þjálfa og keppa á fann hvernig fyrir mér var kom­ið, að ég væri ekki alveg 100%, og aðlag­aði sig að minni hæfni og ástandi. Eftir lyfja­með­ferð og end­ur­hæf­ingu hafði sam­band okkar Hramms breyst og meira traust ríkti á milli okk­ar. Út frá þess­ari reynslu minni fór ég að hugsa hvort það væri ekki hægt að þróa ein­hvers konar úrræði/grund­völl fyrir börn sem eiga erfitt með að fóta sig í skóla­kerf­inu. Ég hef mikla reynslu af því að vinna með börn­um, bæði sem kenn­ari og þjálf­ari í knatt­spyrnu, og hef þurft að hugsa út fyrir kass­ann til að mæta þörfum nem­enda minna. Að vinna með dýr og börn er það skemmti­leg­asta og mest gef­andi starf sem hægt er að hugsa sér og að eiga mögu­leika á því að vinna með þau saman gefur mér aukin kraft og trú á því sem ég er að ger­a.“

Þjón­ustan er fólgin í sam­neyti við dýr­in, hesta og hunda. „Notkun dýra í ýmis konar með­ferðum hjá ­börnum og full­orðnum hefur gefið góða raun og eru mikið not­aðar erlend­is. Hér á landi eru ­með­ferðir í boði og er hægt að nefna að í Mos­fells­bæ, hjá hesta­manna­fé­lag­inu Herði, er boðið upp á þjón­ustu fyrir fatl­aða að fara á hest­bak og er það oft liður í sjúkra­þjálfun þeirra. Sér­stök úrræði fyr­ir­ ein­stak­linga með and­lega fötl­un, tengsla­vanda eða önnur frá­vik sem koma að sam­skiptum hefur ekki verið mikið notuð hér á landi svo mér sé kunn­ugt um þar sem hestar eru nýttir sem með­ferð­ar­að­il­ar.

Þörfin fyrir slík úrræði er fyrir hendi því í dag eru þarfir barna með frá­vik mis­mun­andi og með nýrri ­nálgun er hægt að fá barnið til að bregð­ast við á annan hátt en áður. Skjól­stæð­ing­arnir koma í hest­húsið og umgang­ast hest­inn og hundana, bæði inni í hest­hús­inu sem og úti í gerði. Engin krafa er ­gerð um að skjól­stæð­ingur eigi að snerta eða koma nálægt hest­inum en þá er hægt að setj­ast niður í heyið og spjalla um hest­ana. Það getur oft brotið ísinn að tala um þá eða við þá og þá er hægt að vinna traust skjól­stæð­ings­ins með sam­tal­inu sem og nálægð­inni við hest­inn skref fyrir skerf.“

Aðgangur að inni­að­stöðu er fyrir hendi og er hægt að nýta hana ef þurfa þyk­ir. „Í þeim til­fell­u­m verður skjól­stæð­ingur einn ásamt mér og hestum í því rými, óvið­kom­andi fá ekki aðgang. Boð­ið verð­ur­ ­upp á tvenns konar pakka þar sem annar inni­heldur sam­neyti og sam­veru við hrossin og hin inni­heldur hest­bak, hvort sem er í gerði eða stuttur reið­túr. ­Skjól­stæð­ingar læra ýmis­legt um hesta, atferli þeirra og fleiri þætti sem ein­kenna þá. Einnig verð­ur­ farið í umhirðu (kemba þeim og strjúka) og fóðr­un, hvað þeir borða og hvað finnst þeim gott. ­Skjól­stæð­ingur mun ávallt vera í sam­neyti við dýrin undir leið­sögn/til­sögn en alfarið verður farið eft­ir því hversu til­búin hann er í það sam­neyti. Mis­mun­andi umhverfi verður nýtt, hest­hús­ið, gerði fyr­ir­ framan hest­hús­ið, reið­höll og nán­asta umhverfi sem hentar hverju sinni. Ef til­efni gefst og for­send­ur ­séu fyrir hendi stendur skjól­stæð­ingnum til boða að fara á hest­bak þar sem ég teymi und­ir­ við­kom­andi. Fyllsta öryggis er gætt og eru helstu örygg­is­at­riði og bún­aður fyrir hend­i.“

Hér er hægt að styrkja og taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk