Dýr geta oft hjálpað einstaklingum sem eiga erfitt

Treystu mér er úrræði fyrir börn sem glíma við andlegan vanda og raskanir. Í því eru notaðir hestar til að aðstoða og nú er safnað fyrir því á Karolina fund.

FEEA92B6CFA9404CB0AA0252AF035D2F.jpg
Auglýsing

Elísabet Sveinsdóttir er menntuð sem grunnskólakennari og er mikil hestakona. Hún er að fara af
stað með verkefni sem heitir Treystu mér og er úrræði fyrir börn á grunnskólaaldri sem glíma við
andlegan vanda og raskanir. Í úrræðinu eru notaðir hestar til að aðstoða barnið. Samneyti við þá
getur gert barninu kleift að opna sig og það hefur verið rannsakað, sérstaklega erlendis, að umgengni við dýr gefur fleiri og aðra möguleika á að nálgast börn sem eiga í andlegum erfiðleikum.

Grunnskólar, styrktarfélög og þeir aðilar sem koma að börnunum geta nýtt sér slíkt úrræði til að
nálgast barnið á annan hátt en áður og veita því aðstoð. Skynjun hesta og skjót endurgjöf á hegðun barnsins er mikilvæg barninu og oft getur það sett í spor dýrsins á meðan það getur ekki sett sig í spor bekkjarfélaga eða jafnaldra. Einnig er mikilvægt að hesturinn svarar einungis þeirri hegðun sem honum er sýnd hverju sinni og svarar eftir bestu getu. Hesturinn svíkur ekki barnið með því að vera með aðra merkingu í svari sínu. 

Auglýsing
Elísabet segir að hugmyndin af verkefninu hafi kviknað árið 2013 þegar hún fór í brjóstnám vegna brjóstakrabbameins og lyfjameðferð. „Ég þurfti því í kjölfarið að taka mér frí frá hestamennsku í nokkrar vikur. Í endurhæfingunni nýtti ég mér hestana mína til að styrkja mig bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir að hafa verið í kringum hesta alla mína ævi gerði ég mér ekki grein fyrir þeim lækningarmætti sem þeir búa yfir. Ég kynntist þeim upp á nýtt og sá að þeir voru ekki síður mikilvægir í mínu endurhæfingarferli. Hesturinn, Hrammur, sem ég var vön að þjálfa og keppa á fann hvernig fyrir mér var komið, að ég væri ekki alveg 100%, og aðlagaði sig að minni hæfni og ástandi. Eftir lyfjameðferð og endurhæfingu hafði samband okkar Hramms breyst og meira traust ríkti á milli okkar. Út frá þessari reynslu minni fór ég að hugsa hvort það væri ekki hægt að þróa einhvers konar úrræði/grundvöll fyrir börn sem eiga erfitt með að fóta sig í skólakerfinu. Ég hef mikla reynslu af því að vinna með börnum, bæði sem kennari og þjálfari í knattspyrnu, og hef þurft að hugsa út fyrir kassann til að mæta þörfum nemenda minna. Að vinna með dýr og börn er það skemmtilegasta og mest gefandi starf sem hægt er að hugsa sér og að eiga möguleika á því að vinna með þau saman gefur mér aukin kraft og trú á því sem ég er að gera.“

Þjónustan er fólgin í samneyti við dýrin, hesta og hunda. „Notkun dýra í ýmis konar meðferðum hjá börnum og fullorðnum hefur gefið góða raun og eru mikið notaðar erlendis. Hér á landi eru meðferðir í boði og er hægt að nefna að í Mosfellsbæ, hjá hestamannafélaginu Herði, er boðið upp á þjónustu fyrir fatlaða að fara á hestbak og er það oft liður í sjúkraþjálfun þeirra. Sérstök úrræði fyrir einstaklinga með andlega fötlun, tengslavanda eða önnur frávik sem koma að samskiptum hefur ekki verið mikið notuð hér á landi svo mér sé kunnugt um þar sem hestar eru nýttir sem meðferðaraðilar.

Þörfin fyrir slík úrræði er fyrir hendi því í dag eru þarfir barna með frávik mismunandi og með nýrri nálgun er hægt að fá barnið til að bregðast við á annan hátt en áður. Skjólstæðingarnir koma í hesthúsið og umgangast hestinn og hundana, bæði inni í hesthúsinu sem og úti í gerði. Engin krafa er gerð um að skjólstæðingur eigi að snerta eða koma nálægt hestinum en þá er hægt að setjast niður í heyið og spjalla um hestana. Það getur oft brotið ísinn að tala um þá eða við þá og þá er hægt að vinna traust skjólstæðingsins með samtalinu sem og nálægðinni við hestinn skref fyrir skerf.“

Aðgangur að inniaðstöðu er fyrir hendi og er hægt að nýta hana ef þurfa þykir. „Í þeim tilfellum verður skjólstæðingur einn ásamt mér og hestum í því rými, óviðkomandi fá ekki aðgang. Boðið verður upp á tvenns konar pakka þar sem annar inniheldur samneyti og samveru við hrossin og hin inniheldur hestbak, hvort sem er í gerði eða stuttur reiðtúr. Skjólstæðingar læra ýmislegt um hesta, atferli þeirra og fleiri þætti sem einkenna þá. Einnig verður farið í umhirðu (kemba þeim og strjúka) og fóðrun, hvað þeir borða og hvað finnst þeim gott. Skjólstæðingur mun ávallt vera í samneyti við dýrin undir leiðsögn/tilsögn en alfarið verður farið eftir því hversu tilbúin hann er í það samneyti. Mismunandi umhverfi verður nýtt, hesthúsið, gerði fyrir framan hesthúsið, reiðhöll og nánasta umhverfi sem hentar hverju sinni. Ef tilefni gefst og forsendur séu fyrir hendi stendur skjólstæðingnum til boða að fara á hestbak þar sem ég teymi undir viðkomandi. Fyllsta öryggis er gætt og eru helstu öryggisatriði og búnaður fyrir hendi.“

Hér er hægt að styrkja og taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk