Runir

Í nýju spili nota spilarar verkfæri (teningakastið) og orkuna sína (kristalla) til að rista Fuþark rúnateina. En orkan er takmörkuð svo það þarf að finna hagkvæma leið til að nýta hana sem best.

Runir
Auglýsing

Nú er nýtt verkefni komið í hópfjármögnum á Karolina Fund, teningaspilið Runir. Spilið er væntanlegt á markað í október. Runir er teningaspil fyrir 2 til 4 leikmenn, 8 ára og eldri. Spilatími er 10 mínútur á hvern leikmann.

Í spilinu nota spilarar verkfæri (teningakastið) og orkuna sína (kristalla) til að rista Fuþark rúnateina. En orkan er takmörkuð svo það þarf að finna hagkvæma leið til að nýta hana sem best. Fljótlegt og skemmtilegt fjölskylduspil, byggt á íslenskum rúnaletri og rúnum. Höfundar eru Svavar Björgvinsson og Monika Brzková.

Auglýsing


Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?


Runir er í raun sjálfstætt framhald af borðspilinu Mythical Island sem ég og Monika unnum að á síðasta ári, en í því spili var viðfangsefnið íslenskir vættir og kynjaverur úr norrænum sögum og ævintýrum. Það spil gékk mjög vel, en það seldist upp hjá okkur fyrir jólin. Okkur langaði að halda áfram að vinna að spili sem tengdist Íslandi á einn eða annan hátt. 

Við vorum búin að vera að leika okkur með hugmynd að teningaspili og eins oft vill nú verða þá small þetta allt saman eitt kvöldið þegar við vorum að velta þessum málum fyrir okkur. Hvað með að vinna með rúnir? Og þannig fór þetta allt að rúlla í rétta átt. Ef allt gengur að óskum, þá höfuð við vilja til þess að koma með þriðja spilið á næsta ári, sem mun fjalla um veðrið. Allt er þegar þrennt er!

Svavar Björgvinsson og Monika Brzková Mynd: Aðsend


Hvert er þema verkefnisins?


Í Runum taka leikmenn hlutverk rúnaristara, sem hefur það meginmarkmið að verða rúnameistari. Það að rista rúnir var sjálfstætt iðnfag á vikingatímanum og ekki á færi allra að takast á við. Rúnaristararnir starfa fyrir Jarlinn sem greiðir þeim peninga fyrir verkið; mismundi upphæðir allt eftir því hversu flókin rúnaletur þarf að rista. Þeir frá greitt bronspening ef þeir rista bronslitaðan rúnastein, þann auðveldasta, silfurpening fyrir að rista silfur stein og loks gullpening fyrir að rista gullstein, þann erfiðasta. 

Leikmenn hafa takmarkaða orku til að vinna með (táknuð með kristöllum) svo þeir þurfa að nýta hana á sem hagvkvæmastan hátt. Í hverri umferð leikmanns, þá fær hann verkfæri til að vinna með (teningakastið) sem hann svo þarf að finna samvörum fyrir á spilaborðinu og nota orkuna sína til að rista steininn. Orkan er sett á þann stein á spilaborðinu sem passar við rúnasamsetninguna á teningakastinu. Ef teningakastið er ekki nógu gott (verkfærin ómöguleg) má líka nýta orkuna til að fá ný verkfæri eða aðstoð frá aðstoðarmönnum Jarlsins. 

Aðsend mynd

Fyrir vinnuna fá spilarar greiðslu, pening í sama lit og steinninn sem var ristur. Aftan á peiningnum eru svo virðingarstig sem eru ekki skoðuð fyrr en í lokin. Það má að auki sækja meiri virðingu ef ákveðnum skilyrðum er fullnægt. Spilið klárast svo þegar einhver einn leikmaður hefur klárað alla orkuna sína, þá er umferðin kláruð og loks stigin talin. Sá sem er með mestu virðinguna verður rúnameistari.

 

Er það einhvað sérstakt sem vakti áhuga ykkar þegar verið var að þróa verkefnið? 


Það er alltaf virkilega gaman að vinna að nýjum verkefnum. Þegar við vorum búin að finna út þemað sem við vorum sátt við, þá tók við gagnaöflum. Við sóttum okkur heilmikið af bókum á bókasafnið og lásum okkur til líka á netinu. Það sem kom kannski á óvart var hvernig rúnaletur var notað á mjög mismunandi hátt; allt frá einföldum skilaboðum eins og „Sigriðr á“ til epískra sagna. Þeir sem voru hvað þekktastir að rista rúnir eru nafngreindir í sögnum og voru sumir þeirra hálfgerðar rokkstjörnur vikingatímans; þeir tóku háar upphæðir fyrir vinnu sína og sumir voru einungis notaðir af hástettinni við að segja fræknar sögur.


Við notumst við hið séríslenska rúnaletur, sem byggir reyndar á yngra Fuþark-letrinu. Á peningunum erum við líka mér galdrastafi, svo það má að sanni segja að þetta byggi allt á al-íslenskum grunni allt saman. Það er líka gaman að segja frá því að í reglubókinni, sem er bæði á íslensku og ensku, er örstutt fræðsla um rúnirnar. Spilakassinn er nákvæmlega sá sami og við notuðum við Mythical Island spilið, svo þau sóma sér vel saman í hillunni. Við tölum gjarnan um Runir sem litla bróðir Míu, en það er gælunafnið sem við notum fyrir Mythical Island spilið.


Fyrir áhugasama er kjörið að kynna sér verkefnið nánar hér.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk