Bakkabræður teknir í samfélagssátt

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.

Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Auglýsing

Leik­hóp­ur­inn Lotta: Bakka­bræður

Höf­und­ur: Anna Berg­ljót Thoraren­sen

Leik­stjórn: Þór­unn Lár­us­dóttir

Dans­höf­und­ur: Vikt­oría Sig­urð­ar­dóttir

Höf­undar laga­texta: Anna Berg­ljót Thoraren­sen og Baldur Ragn­ars­son

Höf­undar tón­list­ar: Baldur Ragn­ars­son, Rósa Ásgeirs­dótt­ir, Þórður Gunnar Þor­valds­son

Leik­mynda­hönn­un: Andrea Ösp Karls­dóttir og Sig­steinn Sig­ur­bergs­son

Bún­inga­hönn­un: Krist­ína R. Berman

Hljóð­hönnun og útsetn­ing­ar: Þórður Gunnar Þor­valds­son

Leik­ar­ar: Andrea Ösp Karls­dótt­ir, Huld Ósk­ars­dótt­ir, Júlí Heiðar Hall­dórs­son, Sig­steinn Sig­ur­bergs­son, Stefán Bene­dikt Vil­helms­son, Vikt­oría Sig­urð­ar­dótt­ir.Það þarf ekki að ótt­ast um menn­ing­ar­arf­inn, ef litið er til þess hvaða við­fangs­efni ungt leik­li­st­ar­fólk taka sér fyrir hendur og gera úr skemmti­legar leik­sýn­ing­ar. Síð­asta sýn­ing sem und­ir­rit­aður fjall­aði um áður en sam­komu­bann skall á var sýn­ing Mið­nættis leik­húss í sam­vinnu við Leik­fé­lag Akur­eyrar á Djákn­anum á Myrká og varla er búið að opna fyrir sam­komur á borð við leik­hús­við­burði fyrr en Leik­hóp­ur­inn Lotta kallar til sýn­ingar á Lottu­túni í Elliða­ár­dal og frum­sýnir sýn­ingu sem byggir á þjóð­sög­unum um Bakka­bræð­ur.

Auglýsing


Um báðar þessar sýn­ingar má segja að tekið er á við­fangs­efn­inu af virð­ingu fyrir bæði menn­ing­ar­arf­inum og áhorf­endum og er það vissu­lega vel – en það sem skiptir kannski öllu meira máli er að í báðum til­vikum er við­fangs­efnið tekið frjáls­legum tök­um, aðlagað að þeim fjöl­miðli sem leik­húsið er og unnið útfrá þeim frá­sagn­ar­með­ulum sem leik­listin hefur upp á að bjóða. Með öðrum orð­um: í báðum til­vikum er um að ræða vel gert leik­hús ef svo má að orði kom­ast.Hver þekkir ekki sög­urnar af þeim Bakka­bræðrum, eða eins og þeir eru líka kall­að­ir, Bakka­flón­um, og sög­unum af því þegar faðir þeirra kall­aði kút­inn, þegar þeir báru inn ljósið í húsið glugga­lausa, Þegar þeir keyptu kött­inn sem þeir svo drápu af ótta við að hann myndi éta þá alla, þegar þeir drápu hest­inn Brúnku með því að hlaða grjóti á hana til að koma í veg fyrir að hún fyki í óveðr­inu og þegar þeir ótt­uð­ust að rugl­ast á fótum sínum þegar þeir sátu með fæt­urna í laug­inni ... Það má gera list­ann með bjálfa­legum og ána­legum upp­á­tækjum þeirra Bakka­bræðra býsna lang­an.Raunar eiga Bakka­bræður sér fleiri bræður – bæði hér á Íslandi og eins víðar um heim. Þær sögur sem Anna berg­ljót Thoraren­sen styðst við í sinni leik­gerð og sem Leik­hóp­ur­inn Lotta styðst við í sýn­ingu sinni eru Bakka­bræður frá bænum Bakka í Svarf­að­ar­dal, en þar bjuggu forðum – að því er sagan segir – þrír bræður sem þóttu hver öðrum heimskari, vissu sjaldn­ast hver þeirra væri hver og ávörp­uðu sjálfa sig ávallt með hinni klass­ísku kveðju, „Gísli, Eiríkur Helgi“ og átu hana hver upp eftir öðr­um. Þessir bræður voru ein­faldir og auð­trúa og sög­urnar um þá byggja allar á þessum ein­kenn­um.Hins vegar voru einnig til bræður á bænum Bakka í Fljót­um. Þeir voru fjór­ir, hétu Eirík­ur, Þor­steinn, Gísli og Jón og eru taldir hafa búið í Fljót­unum um 1600. Einn þess­ara bræðra var giftur og hét kona hans Gróa og var kölluð Gróa ein­sýna af því hún var ein­eygð. Reyndar kemur Gróa fyrir í leik­verki Önnu Berg­ljót­ar, en Gróa sú er læknir og býr á Leiti og við hana eru kenndar gróu­sög­ur. Það er ákaf­lega vel til fundið af Önnu Berg­ljótu að tengja Gróu á Leiti við Bakka­bræðraminnið eins og hún vinnur úr því, en ég vík að því betur síð­ar.Bakka­bræður í Fljótum eru þekktir fyrir álíka aula­skap og kjána­skap og frændur þeirra úr Svarf­að­ar­dal, en senni­lega hafa þeir þrí­bræður orðið þekkt­ari vegna þess að talan þrír á sér langa og gróna hefð í sagna­mennsku og svo hugs­an­lega einnig vegna hins, að örlög þeirra fjór­bræðra eru öllu harm­þrungn­ari en þrí­bræðr­anna úr Svarf­að­ar­dal, þannig að almenn­ingi hefur senni­lega þótt auð­veld­ara að hlæja að bræðr­unum úr Svarf­að­ar­dal.Bakka­bræður eiga sér einnig skyld­menni erlendis og liggur þá bein­ast við að nefna Mol­bú­ana í Dan­mörku, enda hafa þær sögur átt auð­velt með að rata til Íslands sakir lang­tíma menn­ing­ar­tengsla Íslands og Dan­merk­ur. Mol­búar munu einnig hafa verið hafðir að skot­spæni í Nor­egi, enda heyrði Nor­egur undir Dan­mörku þegar Mol­búa­sög­urnar kvikn­uðu til lífs með útgáfu bók­ar­innar „Ber­etn­ing om de vidtbeki­endte Mol­boers vise Giern­inger og tapre Bedrifter“ árið 1771, en þar mátti finna 13 mol­búa­sög­ur, hverri annarri kostu­legri. Mol­búar búa í Mols á Suð­ur­-Jót­landi og voru löngum sagðar sögur um þá af svip­uðu tagi og um Bakka­bræður og má finna margar sög­urnar lítt breyttar beggja vegna Atl­ants­hafs; þá má finna svip­aðar sögur um svo­kall­aða „Täljetokar“, sem bjuggu í bænum Södertälje nokkru sunnan Stokk­hólms­borgar í Sví­þjóð en sög­urnar um Täljetokar fóru á flug eftir að byggt hafði verið geð­sjúkra­hús í Södertälje. Það má þannig leiða að því nokkur rök að sög­urnar um Bakka­bræð­ur, hvort sem er úr Svarf­að­ar­dal eða Fljót­um, Mol­búa og Täljetokar eiga rætur að rekja til ótta okkar við hið óþekkta, hið afbrigði­lega og hið fram­andi.Afrek Bakka­bræðra eru vand­lega skjal­fest í Þjóð­sögum Jóns Árna­sonar og hafa lifað góðu lífi meðal okkar Íslend­inga upp­frá því. Jóhannes úr Kötlum gerði um þá frægt kvæði sem kom út 1941. Árið 1951 fram­leiddi einn af frum­kvöðlum íslenskrar kvik­mynda­gerð­ar, Óskar Gísla­son, mynd­ina „Reykja­vík­ur­æv­in­týri Bakka­bræðra“, í leik­stjórn Ævars R. Kvar­ans en hand­rit gerði Loftur Guð­munds­son. Þá las Sig­urður Sig­ur­jóns­son, leik­ari sög­urnar um Bakka­bræður árið 1983 inn á hljóm­plötu. En fljót­lega eftir það hurfu þeir Bakka­bræður af sjón­ar­svið­inu og við hlut­verki aula­bárð­anna, „hinna“, tóku Hafn­firð­ingar og áður en nokkur gat rönd við reist urðu Hafn­firð­inga­brand­arar móð­ins, rétt eins og sögur af Norð­mönnum tóku við af sög­unum af „Täljetokarna“ í Sví­þjóð.

Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður Mynd: AðsendVið virð­umst sem sagt hafa þessa þörf fyrir að gera grín að og hlæja að náung­an­um, spotta hann og lít­il­lækka. Rót­gróið í menn­ing­unni, myndi ein­hver segja og í raun bara græsku­laust gam­an. En er það svo? Er þetta ekki frekar nei­kvæður menn­ing­ar­arfur (ef tala má um „menn­ingu“ í þessu sam­hengi – það er ekki alveg óum­deilt hug­tak í þessu sam­hengi – en hins vegar mun óum­deilt að atferlið fer hindr­un­ar­lítið frá einni kyn­slóð til ann­arr­ar)? Þessi sögu­hefð hallar sér að þörf­inni fyrir að skil­greina „okk­ur“ frá „hin­um“ og „við“ erum þá „góða fólk­ið“, sem teljum „okkur góða fólk­ið“ yfir þá hafna sem eru „öðru­vísi“ og þar með „hin­ir“ (af­sakið allar gæsalapp­irn­ar, les­endur góð­ir, en hér er verið að nota hvers­dags­leg orð yfir það sem kalla má félags­leg fyr­ir­bæri og lýtur að því hvort sam­fé­lag okkar er „gott“ eða „vont“ öllum sem það byggja, eða bara sum­um!) Það má minna á, að um miðja síð­ustu öld voru svip­aðir „brand­ar­ar“ sagðir um gyð­inga og í Banda­ríkj­unum hefur mátt heyra álíka „gaman­mál“ sögð um blökku­menn. Og það þarf ekki einu sinni að nefna kven­fyr­ir­litn­ing­una sem birt­ist í ljósku­brönd­urum og svoköll­uðum skemmti­sögum af eig­in­konum og tann­hvössum tengda­mömmum og öðrum slíkum „kjellíng­um“.Leik­hóp­ur­inn Lotta hefur orðstír fyrir að vera göml­um, við­teknum og íhalds­sömum við­horfum ljár í þúfu. Í verkum sínum hefur hóp­ur­inn einatt tek­ist á við þessi við­horf, og tekið hiklausa afstöðu gegn þeim. Og það er vel – leik­hús á að ögra, leik­hús á að gefa áhorf­endum sínum færi á að þok­ast áleiðis í átt til betra sam­fé­lags, sem skapað verður af betri mann­eskj­um. Og í sög­unni um Bakka­bræður tekst höf­und­in­um, Önnu Berg­ljótu svo sann­ar­lega að snúa upp á sögu­hefð­ina um Bakka­bræður svo bragð verði að. Í sýn­ing­unni all­ri, leik­stjórn Þór­unnar Lár­us­dótt­ur, dans­hreyf­ingum Vikt­oríu Sig­urð­ar­dótt­ur, tón­list þeirra Bald­urs Ragn­ars­son­ar, Rósu Ásgeirs­dóttur og Þórðar Gunn­ars Þor­valds­sonar er tek­ist á við þessi við­horf og grunn­hug­mynd sýn­ing­ar­innar studd og rök­studd: að allir menn eru jafnir – og eng­inn á að vera jafn­ari en ann­ar!Sýn­ingin um þá Bakka­bræður í með­förum Leik­hóps­ins Lottu byggir á Svarf­dæl­ings­sög­unum (og Gróa kemur þar fyrir sem læknir og helsti gróu­sögu­ber­inn einnig og þannig sett í kór­rétt sam­heng­i), en sagan sett í ramma þar sem óðals­bóndi nokkur (Sig­steinn Sig­ur­bergs­son) segir dóttur sinni, Lilju (Vikt­oría Sig­urð­ar­dótt­ir) sögur af þeim bræðrum og bjálfum og mark­miðið er vit­an­lega að skemmta sér og henni á sögum af afkára­skap þeirra og heimsku – styrkja og efla hugs­un­ina um mun­inn á „okk­ur“ og „þeim, hin­um“.Sög­urnar lifna við og bræð­urnir og for­eldrar þeirra birt­ast Lilju og þá ger­ist það sem þurrkar út mörk og mæri milli „okk­ar“ og „hinna“ – Lilja kynn­ist þeim bræðrum, lærir að það er munur á þeim Gísla, Eiríki og Helga og að sög­urn­ar, sem af þeim eru sagðar eru ekk­ert nema gróu­sögur – eða eins og við myndum orða það á okkar nútíma­máli: fake news!Þetta er snilld­ar­leg vend­ing á Bakka­bræðra­hefð­inni og hæfir nútím­anum að öllu leyti – enda varð ekki annað fundið á frum­sýn­ing­unni á Lottu­túni en fjöl­mennur áhorf­enda­skar­inn, mis­jafn að aldri, tæki þessum boð­skap vel. Honum var líka svo snyrti­lega og fag­mann­lega komið fyrir í fjörugri sýn­ingu þar sem fjör­leg tón­list, glað­legar dans­hreyf­ingar og hraðar og snjallar skipt­ingar milli atriða héldu athygli áhorf­enda og miðl­uðu boð­skapn­um, að slúður um náung­ann er aldrei satt.

Í sýn­ingum Leik­hóps­ins Lottu fer allt vel að lok­um. Þegar áhorf­endur rísa úr sætum – eða upp af teppum sínum og upp úr garð­stól­um, því hér koma áhorf­endur með sín eigin sæti! – er heim­ur­inn orð­inn ívið betri og við öll ívið betri mann­eskj­ur. Það gildir líka um Bakka­bræður – þeir hafa í sögu­lok öðl­ast sess á borð við aðra í sam­fé­lag­inu og jafn­réttið hrósar sigri.

Sýn­ingar Leik­hóps­ins Lottu eru fjör­leg­ar, skemmti­legar og vel gerð­ar. Atburða­rásin er hröð og sögur Lottu hafa jákvæðan boð­skap fram að færa. Það eitt og sér er ærin ástæða til að hvetja alla sem vett­lingi geta valdið að fjöl­menna á Lottutún í Elliða­ár­dal – eða hvar sem Lotta ákveður að reisa leik­mynd sína og hefja sýn­ingu.

 Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk