Hjón um áttrætt gefa út „Ég á mér líf“

Hjón sem hafa í 30 ár meðal annars spilað tónlist í afmælisboðum, brúðkaupum eða öðrum samkundum hafa tekið upp plötu og safna fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.

Jóh. Fjóla og Þorsteinn.jpg
Auglýsing

Í þrjátíu ár hafa hjónin, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, kennari og Þorsteinn Eggertsson söngtextahöfundur samið saman texta og tónlist sér til gamans eða fyrir aðra til að nota t.d. í afmælisboðum, brúðkaupum eða öðrum samkundum.

Fyrir ári síðan ákváðu þau að hljóðrita eitthvað af verkum sínum í samvinnu við hinn frábæra tónlistarmann, Vilhjálm Guðjónsson, sem tók að sér m.a. upptökur, hljóðritun, endanlega útsetningu og spila á 24 hljóðfæri.

Vínylplatan/ geisladiskurinn inniheldur tíu lög eftir Jóhönnu Fjólu og tvö eftir Þorstein sem á alla textana nema tvo. Halldór Kiljan Laxness á annan þeirra og Jakobína Sigurðardóttir hinn. Jóhanna Fjóla og Þorsteinn syngja sjálf öll lögin, saman eða í sitt hvoru lagi.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkinu?

„Það var ekki fyrr en fyrir tveim árum að við vorum beðin um að koma fram í Hannesarholti og þáðum. Ætluðum fyrst að mæta þar með gítar og syngja einhver þekkt lög við söngtexta Þorsteins en ákváðum að lokum að stefna að gerð hljómplötu sem innihéldi okkar sameiginlegu verk. Í nóvember 2019 kynntum við svo nokkur lög plötunnar í Hannesarholti og sögðum frá tilurð þeirra og textanna. Eftir það hélt vinnan áfram við gerð plötunnar. Útgáfan hefur dregist á langinn m.a. vegna COVID-19 veirunnar og að geta staðist straum af kostnaðinum.

Auglýsing
Fyrir ári síðan ákváðu þau að hljóðrita aðallega þau lög sem flestir geta sungið með og gefa þau út á geisladisk og Vínyl.“

Segið okkar frá þema verksins?

„Eiginlega er ekkert sérstakt þema, nema ef til vill að við völdum að taka upp þau lög sem voru söngbær fyrir sem flesta, ekki bara einsöngvara. Þetta eru verk sem hafa verið samin á mismunandi tíma og hafa ekki komið út áður. Innihald hljómplötunnar er allt frá gleðisöngvum til sorgarljóða og inn á milli má finna brúðkaupslög og svolítið grín.

Við hjónin erum að nálgast áttrætt og með þessum verkum okkar viljum við sýna fram á að á meðan heilsan leyfir er hægt að sinna sköpunargleðinni. Að semja saman er eitt af því skemmtilegasta sem við gerum.

Útgáfan plötunnar hefur dregist á langinn m.a. vegna COVID-19 veirunnar og einnig að geta staðist straum af kostnaðinum. Forsala hljómplötunnar er á Karolina Fund þar sem er safnað fyrir útgáfukostnaði plötunnar á síðu verkefnis okkar, „Ég á mér líf“.

Þar er hægt að sjá ýmislegt sem við höfum upp á að bjóða þeim sem styrkja verkefnið ef söfnunin tekst.“

Hér er að finna slóðina á söfnunina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk