Sigríður Guðnadóttir, eða Sigga Guðna, gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Jet Black Joe og sínum tíma og er nú að gefa út sína aðra plötu.
Fyrsta smáskífan er komin út á Spotify og Youtube og er það titil lagið „Don´t cry for me“. Það verður svo á breiðskífu sem kemur út 16.október 2020, og verða þá einnig útgáfutónleikar í Bæjarbíó og er hægt að nálgast miða á þá á Tix.
Einnig er hún búin að stofna síðu á Karolina Fund og þar getur fólk styrkt verkefnið og fengið fyrstu útgefnu geisladiskana, miða á tónleika og fleira gómsætt.
Sigga segir að hún hafi lengi haft löngun til að gera meira í tónlist. „Eftir að hafa haldið tónleika með þessum hópi sem kemur að plötunni á síðasta ári þá fóru pælingar af stað um að gefa út nýtt efni. Ég er að taka lög eftir mig á þessari plötu og einnig eftir fleiri frábæra Íslenska höfunda. Svo verða allavega tvær vel valdar ábreiður.“
Hún segist hafa farið af stað í verkefnið með það í huga að gera það með hjartanu. „Ég get ekki alveg skilgreint þetta sem eitthvað þema enda er tónlistin fjölbreytt á plötunni og held ég að fólk eigi eftir að líka við það sem það heyrir.
Ég er ótrúlega þakklát að hafa tækifæri á að vinna með frábæru tónlistarfólki að gerð plötunnar, enda valin maður/kona í hverju hlutverki.“
Sigga vonar að það skili sér til þeirra sem hlusta.
Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu hennar Siggu.