Gerði garðinn frægan með Jet Black Joe en gefur nú út plötu frá hjartanu

Sigriður Guðnadóttir/Sigga Guðna gefur út nýja plötu sem heitir „Don´t cry for me“ en hún safnar nú fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.

DSC_8142.jpg
Auglýsing

Sigríður Guðnadóttir, eða Sigga Guðna, gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Jet Black Joe og sínum tíma og er nú að gefa út sína aðra plötu.

Fyrsta smáskífan er komin út á Spotify og Youtube og er það titil lagið „Don´t cry for me“. Það verður svo á breiðskífu sem kemur út 16.október 2020, og verða þá einnig útgáfutónleikar í Bæjarbíó og er hægt að nálgast miða á þá á Tix. 

Einnig er hún búin að stofna síðu á Karolina Fund og þar getur fólk styrkt verkefnið og fengið fyrstu útgefnu geisladiskana, miða á tónleika og fleira gómsætt.

Auglýsing
Platan er tekin upp í Stúdíó Paradís og upptökustjóri er Jóhann Ásmundsson. Jóhann sér um útsetningar ásamt Sigurgeir Sigmundssyni og Þóri Úlfarssyni. Ofangreindir sjá einnig um að spila á plötunni á bassa, gítar og píanó/orgel. Auk þeirra eru á trommum Birgir Nielsen og Ásmundur Jóhannsson. Íris Guðmundsdóttir sér um útsetningu radda og syngur raddir, en raddir syngur einnig Grétar Lárus Matthíasson. Páll Rósinkranz syngur með Siggu á disknum í einu lagi og kemur fram á tónleiknum ásamt fleiri góðum söngvurum.

Sigga segir að hún hafi lengi haft löngun til að gera meira í tónlist. „Eftir að hafa haldið tónleika með þessum hópi sem kemur að plötunni á síðasta ári þá fóru pælingar af stað um að gefa út nýtt efni. Ég er að taka lög eftir mig á þessari plötu og einnig eftir fleiri frábæra Íslenska höfunda. Svo verða allavega tvær vel valdar ábreiður.“

Hún segist hafa farið af stað í verkefnið með það í huga að gera það með hjartanu. „Ég get ekki alveg skilgreint þetta sem eitthvað þema enda er tónlistin fjölbreytt á plötunni og held ég að fólk eigi eftir að líka við það sem það heyrir.

Ég er ótrúlega þakklát að hafa tækifæri á að vinna með frábæru tónlistarfólki að gerð plötunnar, enda valin maður/kona í hverju hlutverki.“

Sigga vonar að það skili sér til þeirra sem hlusta.

Hér er hægt að skoða og taka þátt í verkefninu hennar Siggu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk