Japanskur ljósmyndari leitar að jafnvægi milli líkama og sjálfsmyndar

Takeshi Miyamoto elskar Íslendinga og íslenska náttúru. Hann safnar nú fyrir útgáfu ljósmyndabókar þar sem meðal annars er fjallað um hið nýja litróf karlmennskunnar.

Í bókinni tekst Takeshi Miyamoto á við nýtt litróf karlmennskunnar.
Í bókinni tekst Takeshi Miyamoto á við nýtt litróf karlmennskunnar.
Auglýsing

Takeshi Miyamoto er japanskur ljósmyndari sem býr í París. Hann heimsótti Ísland fyrst árið 2011 og kynntist þá mörgum heimamönnum í gegnum Mary Ellen Mark, bandarískan ljósmyndara með tengsl við landið. Miyamoto féll samstundis fyrir Íslandi, sérstaklega vegna þeirrar jákvæðu orku sem hann fann streyma frá heimamönnum, og auðvitað náttúrunni.

Nú vinnur hann að því að gefa út spectrum, fyrstu ljósmyndabók sína sem fjallar meðal annars um leitina að jafnvæginu milli líkama Miyatomo og sjálfsmyndar hans. 

Hann safnar nú fyrir útgáfu bókarinnar á Karolina Fund.

Miyatomo segist alltaf hafa verið forvitinn um fjölbreytni og erlenda menningu. „Útfrá mínum fyrstu minningum var mér strax ljóst að kynhneigð mín var frábrugðin öðrum. Ég stóð oft frammi fyrir áskorunum varðandi hefðbundnar staðalímyndir af karlmennsku í Japan. Barátta mín hefur leitt til þess að ég lagði stund á langtíma ljósmyndaþema til að túlka karlmennsku á ný í þessum nútíma heimi og skjalfestu hans.“

Auglýsing
Í gegnum það ferli rakst hann á Ísland og segist hafa fundið svarið sem hann var að leita að. „Í fyrstu heimsókn minni til Íslands árið 2011, eftir að hafa farið á ljósmyndasmiðju Mary Ellen Mark í Reykjavík, kynntist ég mörgum ágætum Íslendingum. Ég heillaðist af áreynslulausum stíl þeirra þegar þeir afhjúpuðu viðkvæmni sína og varnarleysi, svo og sjálfstraust og styrk. Ísland er í forystu fyrir jafnrétti kynjanna og það var sá grunnur einstaklingsfrelsis sem hjálpaði mér einnig að stunda langtímaverkefni mitt með þemað karlmennsku.“Takeshi Miyamoto.

Þegar Miyatomo upplifði hart og dimmt víðerni íslenskrar náttúru, skynjaði hann að á milli náttúrunnar og mannslíkamans er eitthvað sem líkist titringi. „Ég áttaði mig á því að bæði náttúran og mennirnir eru alltaf að hreyfa sig á þessum kraftmikla tvískauta ás milli styrksins þar sem virðing okkur liggur og veikleika sem gerir okkur blíð og viðkvæm.

Á þessari löngu vegferð verkefnisins míns undanfarin tíu ár gat ég hægt og rólega sætt innri átök mín. Hjartað mitt læknaðist og ég samþykkti loksins það sem ég er í dag.“

Hann segir áhuga sinn á ljósmyndun hafa vaknað á ferðalögum. „Þetta er einfalt tæki til að eiga samskipti við fólk og landslag í gegnum linsu myndavélarinnar. Hún felur í sér kraftinn og gleðina að láta áhorfandann upplifa heiminn með nýju sjónarhorni.“

Aðspurður um af hverju það sé þörf á því nýja litrófi karlmennskunnar  sem hann fjallar um í bókinni segir Miyatomo að fleiri karlmenn stigið fram og rætt opinskátt um óöryggi sitt, skömm eða ótta við að mistakast en gera það í raun. „Varnarleysi okkar og næmi ein af eðlilegum karaktereinkennum mannsins sem er umfram kynhneigð og kyn, og þetta er það sem gerir karakterinn okkar sterkan. Í þessum nútíma heimi mun kyn halda áfram að þróast í sveigjanlegri sveiflu, eins og vindur.  Við getum fært okkur frjálslega innan sviðsins milli karlmannlegs og kvenlegs áss. Við erum á þessu ferðalagi umskiptanna þar sem flæðandi karlmennska, sem er samhliða styrkleika og mýkt, verður umfaðmað meira og fagnað.

Ég hef lifað lengi með þá tilfinningu að ég gæti ekki sæst við það hver ég væri. Með sárið mitt stíg ég smám saman í átt að styrknum í litrófi hjarta míns. Og þess vegna er þetta einlæg ósk mín og áskorun að skila frá mér litrófs ljósabylgju af karlmennsku sem safnað er í þessa ljósmyndabók. Ég vona innilega að þessi ljós muni skína ákaft í hjörtum lesenda“

Hægt er að skoða verkefnið nánar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk