Hughrif í vinnslu

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Ég kem alltaf aftur – leiksýningu í boði alþjóðlega leikhópsins Reykjavík Ensemble undir stjórn Pálínu Jónsdóttur.

Ég kem alltaf aftur
Ég kem alltaf aftur
Auglýsing

Lista­há­tíð Reykja­víkur 2020: Reykja­vík Ens­emble: Ég kem alltaf aftur

Höf­und­ur: Pálína Jóns­dóttir og leik­hóp­ur­inn.

Leik­stjóri: Pálína Jóns­dótt­ir.

Leik­mynd: Robert Zadorozny og Wiola Ujazdowska.

Bún­ing­ar: Mao Alheims­dótt­ir.

Hljóð­mynd og tón­list: Adam Switala.

Leik­ar­ar: Adam Switala, Ewa Marcinek, Jör­dis Richter, Magda­lena Twor­ek, Mao Alheims­dótt­ir, Karol­ina Boguslawska, Robert Zadorozny, Wiola Ujazdowska, Piotr Pawlus.

Við inn­gang­inn eru áhorf­endur spurðir um vega­bréf, kenni­tölu eða eitt­hvað annað það sem þarf að gera grein fyrir áður en lagt er upp í ferða­lag. Svo kemur í ljós, að það er aðeins leikur – það þarf eng­inn að róta í vas­anum eftir vega­bréfi eða þylja kenni­töl­una. En það er þegar búið að minna á tvennt: í vændum er ferða­lag. Og leik­ur. En umfram allt: leik­sýn­ing, sem lík­ist engu öðru sem ger­ist og gengur á íslensku leik­sviði. Leik­sýn­ing í boði alþjóð­lega leik­hóps­ins Reykja­vík Ens­emble undir stjórn Pálínu Jóns­dótt­ur.

Fyrir réttum þrjá­tíu árum kom pólski fjöl­lista­mað­ur­inn Tadeusz Kantor til Íslands með leik­hóp sinn, Cricot 2, í boði Lista­há­tíðar og sýndi hér verk sitt, „Ég kem aldrei aft­ur“. Meðal áhorf­enda að þeirri sýn­ingu var Pálína Jóns­dóttir og sýn­ingin breytti sýn hennar á lífið og list­ina. Pálína hélt nokkru síðar erlendis og bjó þar lung­ann af æfinni en er nú nýkomin heim aftur og hefur starfað hér sem leik­stjóri og m.a. sett upp Ég heiti Guð­rún 2018 hjá Þjóð­leik­hús­inu og á liðnu ári stofn­aði hún Reykja­vík Ens­emble, alþjóð­legan hóp lista­manna sem hefur sett upp þrjár sýn­ingar – Open­ing Cer­emony, Pol­is­hing Iceland og nú síð­ast „Ég kem alltaf heim“, en síð­ast­nefnda sýn­ingin er eins­konar and­svar eða við­bragð Pálínu við sýn­ingu Tadeusz Kantors sem hún sá fyrir þrjá­tíu árum.

Auglýsing

Tadeusz Kantor fædd­ist 1915 og mót­að­ist í bernsku af fyrri heim­styrj­öld­inni; faðir hans var her­maður og yfir­gaf fjöl­skyld­una að stríð­inu loknu. Hann nam list­málun og leik­mynda­gerð við lista­há­skól­ann í Krakow og sá í fyrstu fyrir sér sem leik­mynda­teikn­ari við Þýska leik­húsið í Krakow. Auk þess stofn­aði hann ásamt öðrum ungum lista­mönnum leik­hóp­inn Óháða leik­hús­ið, sem sýndi í heima­hús­um, í felum fyrir eft­ir­liti yfir­valda. Kantor varð smám saman þekktur fyrir frum­legar og list­rænar leik­myndir auk þess sem hann hélt sýn­ingar víða í Evr­ópu. Í leik­starf­sem­inni vann hann að því að sam­eina mynd­list og leik­list í því sem hann nefndi al-list, þar sem ekki var hægt að greina á milli hinna ólíku list­greina, þær runnu saman og urðu að einni heild. Hann skrif­aði einnig fræði­legar greinar um list­sýn sína. List Kantors sótti anda­gift í upp­hafi í smiðju súr­r­eal­ism­ans og eftir því sem á leið nálg­að­ist list hans gjörninga­list; algengt þema í sýn­ingum hans var að maður eða hlutur var hul­inn umbúðum – poka, kassa eða vaf­inn í teppi eða tau af öðru tagi. Hann átti það líka til að vísa í klass­íska mynd­list mál­ara á borð við Vel­ázquez eða Goya.Kan­tor­fræð­ing­ur­inn Jan Klossowicz mun hafa sagt að leik­húsi Kantors megi helst lýsa sem sjálf­virku (e. autu­nom) í þeim skiln­ingi að það er alger­lega sjálfu sér nægt, í sýn­ingum sínum fæst Kantor hvorki við að túlka raun­veru­leik­ann utan leik­sýn­ing­ar­innar né heldur er leik­list hans end­ur­gerð raun­veru­leik­ans, verk hans eru ein­göngu háð eigin raun­heimi sem er óháður öllu öðru.

Það mætti hafa mörg orð um list Tadeuszar Kantors, svo fjöl­breyttur var fer­ill hans. List hans spannar yfir vítt svið mann­legrar ver­und­ar. Aðeins skal minnt á við­horf hans til hlut­anna: þeir hlut­ir, sem not­aðir voru í sýn­ing­unni áttu að vera ein­fald­ir, slitn­ir, gjarnan bil­að­ir.

Mynd: Owen Fiene

Það er sér­stök til­finn­ing að ganga inn í sal­inn í Iðnó. Iðnó er með elstu minjum um leik­list á Íslandi og það fer vel á því að fyrsta leik­sýn­ing eftir sam­komu­bann fari fram hér, þar sem frum­kvöðlar íslenskrar leik­listar stigu fyrst fæti á þær fjalir sem sýna heim­inn – svo vitnað sé eftir minni í orð skál­djöf­urs­ins enska. Sal­ur­inn er auð­ur, nema hvað hrúga af stólum er fyrir miðju – þangað eiga nú áhorf­endur að sækja sér stól og setja hann niður hjá ein­hverjum af þeim svörtu deplum sem búið er að setja á gólf­ið. Það eru tveir metrar milli depla og hér er farið eftir tveggja­metr­a­regl­unni. Stóla­hrúgan er reyndar bein til­vitnun í verk Tadeusz Kantor, en hann gerði m.a. skúlp­t­úra úr stól­um.

Fyrir sýn­ingu býður list­rænn stjórn­andi Reykja­vík Ens­emble og leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar, Pálína Jóns­dótt­ur, áhorf­endur vel­komna og gerir nokkra grein fyrir því, sem í vændum er. Hún rekur per­sónu­lega upp­lifun sína af sýn­ingu Kantors þegar hann kom með leik­hóp sinn á Lista­há­tíð 1990 og hvernig sú sýn­ing, „Ég kem aldrei aft­ur“, breytti við­horfi hennar til lífs og list­ar. Á henni má skilja að Kantor tali frekar til til­finn­inga en til rök­hyggj­unn­ar, list hans er eins fjarri því að vera línu­leg og unnt er. Hún bendir jafn­framt á að sýn­ing­in, „Ég kem alltaf aft­ur“ er samin sem eins konar við­bragð við sýn­ingu Kantors, eða öllu heldur óður til henn­ar.

„Ég kem alltaf aft­ur“ fylgir engri línu­legri þróun eins og búast má við í hefð­bundnu leik­húsi. Sýn­ingin lík­ist meira gjörn­ingi, hún sam­anstendur af marg­vís­legum brot­um, ósam­stæðum á köfl­um, sem leik­ar­arnir hafa lagt í púkkið og miðlað af sinni reynslu. Leik­ar­arnir eru pólskir nema einn sem er þýskur og efn­is­brotin bera keim af því, þau eru meg­in­land­s­evr­ópsk í grunn­inn og segja sögu sem má jafn­vel full­yrða að búi í genum evr­ópu­búa, hafi komið sér þar fyrir á löngum tíma, þró­ast og þroskast og halda því áfram meðan mann­kyn blív­ur. Leik­hóp­ur­inn hefur tínt saman brot úr eigin sögu, sögu for­eldra sinna og lang­feðra sinna og lang­mæðra, sótt í upp­lif­an­ir, minn­ingar og dul­vit­und. Gott ef ekki má finna í sýn­ing­unni þjóð­sagna­minni í bland við brot úr nútíma­sögu og allt þar á milli. En sá áhorf­andi sem leitar að rök­réttri frá­sögn í klass­ískum skiln­ingi þess orðs hefur farið í geit­ar­hús að leita ullar. Hér gildir að opna skiln­ing­ar­vit til­finn­inga og skynj­un­ar, með­taka án þess að falla í þá gildru að beita skyn­semi til að túlka. „Ég kem alltaf aft­ur“ er líkt og mál­verk, það hreyf­ist, það lifir, það vekur kenndir – en það er ekki fyrr en ljósin slökkna á leik­svið­inu og kvikna í salnum að áhorf­and­inn getur farið að melta með sér og vinna úr því sem á var horft. Og það getur orðið langt og áhuga­vert ferli. Ferða­lag eins og þau ger­ast best!

Það er vel hægt að hugsa sér að verkin bæði, ann­ars vegar sýn­ing Kantors og hins vegar sýn­ing Pálínu og leik­hóps­ins spegli ekki aðeins hvort ann­að, heldur einnig mis­mun­andi aðstæður í henni ver­öld – sýn­ing Kantors er frum­sýnd 1989, um það bil sam­tímis sem Berlín­ar­múr­inn fellur og Evr­ópa er í óða­önn að gera upp við seinni heims­styrj­öld­ina, sýn­ing Pálínu er frum­sýnd á því herr­ans covid-ári 2020; tit­ill­inn á verki Kantors vísar reyndar til þess að í heima­borg hans, Krakow, var verkum hans tekið verr en ann­ars staðar en í ljósi þess að verk hans voru marg­brotin og marglaga er ekk­ert sem mælir gegn þeirri ályktun að verkið sæki hug­hrif í þá upp­lausn sem þá ríkti í evr­ópskum stjórn­málum og menn­ingu. Ef það má verða til ein­hverrar hjálp­ar.

Mynd: Owen Fiene

Hér var minnst á speglun og í verki Pálínu Jóns­dóttur og leik­hóps­ins, Reykja­vík Ens­emble, má sann­ar­lega finna hvernig allt speglast, í sjálfu sér og hvert í öðru – það er eins­konar stef í sýn­ing­unni, draum­ur­inn um Ísland og ætl­unin að flytja þang­að: „Mig langar að gift­ast Íslend­ingi sem fer með mig í Kringl­una ... til að þrífa og þræla“ og þar er sann­ar­lega kom­inn speg­il­mynd mis­mun­andi þjóð­ern­is, aðstæðna og mögu­leika. Þegar slíkri speg­il­mynd hefur verið varpað upp ger­ist það að hún bjagast, jafn­vel afskræm­ist, og varpar fram nýrri hug­mynd um annan veru­leika – sem þó er vand­lega njörv­aður í veru­leika sýn­ing­ar­innar sjálfr­ar, leitar ekki útfyrir hana og er ekki nema óbeint – í gegnum reynslu okkar áhorf­enda – vísun í þann veru­leika sem ein­kennir sam­fé­lag okk­ar. Og það er fleira sem er speglað á þennan hátt: liðin tíð gagn­vart nútíð­inni, nútíðin gagn­vart fram­tíð­inni, liðin tíð gagn­vart framtíðinni. Sýn­ingin verður þannig marglaga, gjörn­ingur í núinu sem sækir hug­hrif í allar áttir og alla tíma og bein­línis frussar út úr sér hug­hrifum af alls konar tagi, sem við verðum að fanga og moða úr – það er ekki eitt ein­asta dautt augna­blik þann tíma sem sýn­ingin varir og allt sem á sér stað, hver hreyf­ing, hvert hljóð ber með sér merk­ingu sem ekki má missa af.

Hver ein­asti hlutur í leik­mynd­inni gæti verið sóttur í Góða hirð­inn – og leik­myndin er ekki ein­asta snjöll og hug­vit­sam­lega gerð, heldur lifir hún með í sýn­ing­unni og verður eins og leik­ar­arn­ir, merk­ing­ar­ber­andi. Drasl­ara­legir og smekk­lega hann­aðir bún­ing­arnir styrkja þau áhrif. Hið sama má segja um hljóð­mynd­ina og er þá ekki aðeins átt við þau hljóð sem ber­ast um hátal­ara út í sal, heldur einnig þau hljóð, sem koma frá leik­ur­unum – þar verður ekki greint á milli, heldur myndar allt sömu heild­ina, hvort sem horft er á eða hlust­að. Lýs­ing­in, ein­föld og mætti ekki öðru­vísi vera.

Í upp­hafi var á það minnst að í vændum væri leik­ur; það er hverju orði sann­ara, en hér kemur meira til: leik­ur­inn verður á köflum ærsla­feng­inn þannig að helst má ætla að sýn­ingin hafi farið alger­lega úr bönd­unum og leik­ar­arnir sleppt af sér öllum beislum list­ræns aga! Þessi ærsl standa á móti hátíð­legu og stílíser­uðu ritúali þar sem hver hreyf­ing er hnit­mið­uð, æfð og öguð þannig að nákvæmnin magnar augna­blik­ið. Leik­ur­inn og ritúalið flétt­ast hvað inn í annað þannig að á köflum verður ekki greint á milli, hvað rennur saman við annað og skapar sér­staka og súr­r­eal­íska upp­lif­un. Öllum ólíkum hug­hrifum er svo haldið saman með stef­inu sem gengur í sífellu aft­ur; „Við erum að fara til Íslands“ – þar sem Ísland stendur fyrir hina óræðu fram­tíð.

For­tíðin er kvödd; hún er kaos­ið, hrörn­un­in, ell­in. Sér­stak­lega hug­næmt er atriðið þegar amma deyr (?) og er kvödd, fal­lega svið­sett með nálgun við áhorf­endur þannig að svið og salur Iðnós rennur saman – þar er á ferð bæði fal­legur sam­runi leik­ara og áhorf­enda og glæsi­leg sviðs­lausn, ein­föld og til­gerð­ar­laus.

Það mætti hafa mörg fleiri orð um „Ég kem alltaf aft­ur“. En ein­hvers staðar þarf að reka botn­inn í og það má gera með því að slá föstu að sýn­ing Pálínu Jóns­dóttur og Reykja­vík Ens­emble er hvort tveggja í senn – spenn­andi sam­ræða við Tadeusz Kantor, einn fremsta leik­list­ar­mann Evr­ópu á tutt­ug­ustu öld­inni og um leið sjálf­stætt leik­verk sem kall­ast á við íslenskan nútíma og veru­leika; hug­vit­sam­lega gert og spenn­andi til­raun um mann­inn. Það má alltaf koma aftur og aftur að sjá slíka sýn­ingu!

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk