Ketókokkur segir lífið of stutt til að borða vondan mat

32 ára matarbloggari sem sérhæfir sig í ketógenísku fæði missti vinnuna hjá Icelandair í sumar og ákvað í kjölfarið að gera út uppskriftarbók. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.

Auglýsing
Hanna Þóra Helgadóttir.
Hanna Þóra Helgadóttir.

Hanna Þóra Helgadóttir er 32 ára matarbloggari sem hefur verið að sérhæfa sig í ketógenísku mataræði. Hún hefur ákveðið að gefa út sína fyrstu uppskriftabók fyrir jólin og er að safna fyrir prentkostnaði á Karolina Fund.
Hanna Þóra segir að hugmyndin að verkefninu hafi komið til sín þegar hún missti vinnuna sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar. Þá hafi hún farið að hugsa um hvaða draumar hefðu verið látnir sitja á hakanum undanfarin ár sökum anna. „Þá kom þessi hugmynd strax upp í kollinn á mér. Þetta var í raun fullkominn tími til að láta gamla drauma rætast og henda sér í djúpu laugina.“

Auglýsing
Hún hafði sjálf verið á ketó í tvö ár nánast upp á dag og segir að sér hafi aldrei liði betur. „Áður en ég breytti um mataræði fannst mér ég vera komin í smá öngstræti varðandi aukakíló og leið hreinlega ekki vel, hvorki líkamlega né andlega. Ég var farin að fá liðverki, upplifa andþyngsli, bakflæði, var alltaf þreytt og orkulaus. Í dag er ég margfalt léttari bæði á líkama og sál og orkan sem fylgir er engu lík. Mér fannst tilvalið að nýta þessa orku og leyfa öðrum að njóta um leið.“Bókin er 150 blaðsíður af girnilegum uppskriftum og fróðleik.

Allir geta nýtt sér uppskriftirnr hennar, óháð því hvort sem þeir eru á ketó eða ekki, en þær eiga þær sameiginlegt að vera allar sykur og hveitilausar.

Hanna Þóra segir að bókin ætti líka að vera tilvalin jólagjöf, enda sé alltaf gaman að fá harða pakka og góða bók í jólagjöf. „Ég segi alltaf að lífið sé of stutt til að borða vondan mat og ég stend við það á hverjum einasta degi. Ég vil hafa uppskriftirnar einfaldar og þægilegar og ekki með of flóknum innihaldsefnum. En þær

verða að vera góðar!“

Hér er hægt að taka þátt í verkefninu og eignast eintak af bókinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk