Kristvin Guðmundsson er ljósmyndari sem hefur starfað sem slíkur undanfarin ár. Hann útskrifaðist úr New York Institude of Photograpy og stofnaði Iceland.Photo fyrir nokkrum árum síðan.
Það sem Kristvin hefur verið að gera undanfarin ár er að mynda náttúru, andlitsmyndir, norðurljós og margt fleira. Einnig hefur hann myndað vel flesta tónlistarmenn Íslands á tónleikum. Þá opnaði Kristvin grúppu á Facebook sem heitir Aurora Hunters Iceland þar sem norðurljósa upplýsingar koma fram og hefur hún stækkað gífurlega undanfarin ár og telur nú rúmlega 15 þúsund einstaklinga um allan heim.
Nú safnar hann áheitum á Karolina fund til að gefa út ljósmyndabók sem er ætlað að koma af stað vitundarvakningu um einelti. Bókina „Erum við fórnarlömb eineltis?“
Kristvin segir að hugmyndin að bókinni hafi kviknað vegna eigin reynslu. „Ég varð fyrir gífurlegu einelti alla mína skólagöngu og hef þurft að glíma við það alla ævi síðan.
Hann segir að þema bókarinnar sé þannig að teknar verða andlitsmyndir af fólki, bæði þekktum og óþekktum andlitum. „Það er svo margsannað að einelti hefur elt ótrúlegasta fólk. Ég vill setja fókus á augu viðkomandi þannig að sá sem sér verður að horfast í augun við myndina og reyna að svara spurningunni.“
Það sem Kristvin vill gera með þessari bók er að sýna fólki að einelti hefur plagað fólk á hverjum degi. „Ég vill vekja athygli á að einelti er orðið svo stórt mein í dag. Hér áður fyrr eins og þegar ég var yngri þá kom ég heim og þar var minn griðastaður. Í dag eltir það þið hvert og hvenær sem er með tilkomu netsins. Þetta hefur orsakað að fólk fær hvergi frið. Einnig sýna fram á að hin andlegu sár sem einelti býr til gróa seint.“