Brek telja sig eiga erindi inn á íslenskan markað og hafa fengið athygli erlendis frá

Hljómsveit sem bræðir saman áhrif úr ýmsum tegundum alþýðutónlistar við áhrif úr öðrum tegundum tónlistat safnar fyrir útgáfu fyrstu plötu sinnar.

Brek-FULLRES_300dpi.jpg
Auglýsing

Hljómsveitin Brek hyggst á næstu misserum gefa út sína fyrstu breiðskífu en vinnuheiti hennar er Brigði. Platan mun innihalda nýtt frumsamið efni frá sveitinni og lögð er áhersla á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar.


Hljómsveitin Brek var stofnuð árið 2018 af þeim Hörpu Þorvaldsdóttur söngkonu og píanóleikara og Jóhanni Inga Benediktssyni gítarleikara ásamt Guðmundi Atla Péturssyni mandólínleikara. Kontrabassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson gekk svo til liðs við hljómsveitina snemma árs 2020.


Hljóðritun plötunnar er komin vel á veg, upptökum er lokið en töluverð vinna er eftir við hljóðblöndun og tónjöfnun. Svo þarf að hanna umslag og framleiða plötuna. Vonast hljómsveitin til að geta gefið plötuna út snemma árs 2021 ef allt gengur upp.

Jóhann Ingi segir hugmyndina að baki plötunni einfaldlega snúast um erindi. „Við erum auðvitað ansi ný hljómsveit og búin að semja töluvert af lögum. Núna þegar við erum langt komin með upptökur þá langar okkur að fara alla leið og gefa út plötu og framleiða hana bæði á vínyl og geisladisk auk rafrænnar útgáfu. Við teljum okkur eiga erindi inn á íslenskan markað auk þess sem við höfum fengið nokkra athygli utan landsteinanna.“
Auglýsing
Hann segir að tónlistarmennirnir sem standi að Brek hafi ólíkan bakgrunn í tónlist sem þeim þykir spennandi: Sá ólíki bakgrunnur sé að vissu leyti þema plötunnar. „Við nýtum þennan ólíka bakgrunn okkar á þann hátt að við leyfum lögunum að þróast í ýmsar áttir og úr verður þéttur vafningur áhrifa úr ýmsum áttum. Úr verður skemmtilegur bræðingur sem skapar hljóðheiminn okkar. Lögin eru sungin á íslensku og við leggjum áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða. Lög plötunnar hafa verið í smíðum frá 2018 og sækja þau innblástur meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði.“ 

Brek leggur áherslu á akústískan hljóðheim og hljómsveitin reynir að búa til spennandi og vandaðar hljóðfæra og söng útsetningar, að sögn Jóhanns Inga. „Við bræðum saman áhrifum úr ýmsum tegundum alþýðutónlistar við áhrif úr öðrum tegundum tónlistar eins og t.d. djassi og klassískri tónlist. Þessi bræðingur þýðir að við höfum náð að tileinka okkur nokkuð sérstakan hljóðheim og mörgum þykir við koma með nokkuð ferskan andblæ inn í íslenska tónlistarsenu.“

Sú athygli sem Brek hefur fengið erlendis frá er mikið til komin vegna þess að hljómsveitin tók um stundir þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber nafnið Global Music Match. Jóhann Ingi segir að í því verkefni komi saman 94 listamenn frá 14 löndum. „Þetta verkefni gerir það að verkum að það opnast talsverðir möguleikar fyrir okkur að dreifa og flytja okkar tónlist víðar en á Íslandi.“


Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfnuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk