We Guide – tímarit fyrir fagfólk í ferðamennsku

Þrír leiðsögumenn ákváðu að stofna tímarit sem er sérstaklega ætlað fólki í ferðaþjónustu í stað þess að sitja aðgerðarlaus á meðan að kórónuveirufaraldurinn gengur yfir og ferðamenn geta farið að snúa aftur til landsins.

Mynd: Samsett
Mynd: Samsett
Auglýsing

Þegar Covid-19 skall á störfuðu Davíð Arnar Runólfsson, Elín Esther Magnúsdóttir og Kaśka Paluch sem leiðsögumenn.

Eins og margir aðrir misstu þau vinnuna en vonast til að geta farið að leiðsegja aftur innan skamms. Frekar en að sitja aðgerðarlaus þangað til ákváðu þau að sameina krafta sína og gefa út veftímarit sem er sérstaklega ætlað fólki sem starfar í ferðaþjónustu á Íslandi.We Guide. 

Elín Esther segir þeim finnist öllum mjög gaman að vinna í ferðaþjónustu, en þegar gestirnir voru farnir frá landinu vegna kórónuveirufaraldursins litu þau einfaldlega í eigin barm og hugsuðu um hvað annað þau gætu gert. „Okkur langaði að vera áfram viðloðandi ferðaþjónustuna, en höfum öll líka fyrri starfsreynslu sem gæti nýst við fjölmiðla. Hví þá ekki að gera skemmtilegt tímarit fyrir þau fjölmörgu sem vinna við ferðaþjónustu um allt land, en hafa í raun ekki mikla tengingu hvort við annað? Við trúum því að gestirnir muni koma aftur, og okkur langar að taka þátt í að skapa góða stemmingu meðal þeirra sem taka á móti þeim.“

Auglýsing
Davíð segir að þema verkefnisins sé í raun að efla tengsl milli þeirra sem vinna í fremstu röð í þjónustu við ferðamenn, ásamt því að veita þeim upplýsingar sem gagnast þeim í starfi. „Þarna erum við að tala um mörg ólík störf; leiðsögumenn, bílstjóra, hótelstarfsfólk, upplýsingamiðstöðvar, landverði, sölumenn ferða og svo framvegis. Við viljum efla tengslin milli þessara hópa. Auðvitað er svo stefnan að hafa þetta skemmtilegt líka.“

Kaśka vonast til þess að fyrir utan að vera gott blað með áhugaverðum greinum verði We Guide í framtíðinni vettvangur sem leiði saman starfsfólk í ferðaþjónustu. „Við erum í mörgum stéttarfélögum, í mismunandi störfum, en við erum öll að spila á sama velli. We Guide gæti orðið eins konar samkomustaður fyrir okkur, bæði á netinu og utan þess.“

Hægt er að styðja við verkefnið hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk