Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Farandbrugghúsið Lady Brewery hyggst opna dyrnar sínar með því að bjóða fólki í leyniklúbb. Þetta er annarskonar uppskrift hjá Þóreyju Björk Halldórsdóttur, eiganda og stofnanda Lady Brewery, og Sigríði Ásgeirsdóttur, þar sem bjór og löng reynsla þeirra í viðburðum eru brædd saman í skemmtilega og flotta útgáfu af...einhverju alveg glænýju.
Komið verður upp tilraunaeldhúsi þar sem þær hyggjast rannsaka íslenska náttúru í bjórgerð og leyfa áhugasömum að taka þátt í því samtali og upplifa bruggferlið með reglulegum viðburðum. Þær Þórey og Sigríður vilja líka sjóða saman fólki úr mismunandi áttum sem eiga það sameiginlegt að vera áhugafólk um bjór, þó tala þær sérstaklega um að það þurfi ekki að vera sérfræðingur á þessu sviði til að taka þátt.
Ég var eitt ár sem skiptinemi í Berlín 2000-og-snemma og þar kynntist ég mikið af svona leyniklúbbum, þar sem oftar en ekki, labbaðir þú inn í eitthvað óvænt með allskyns þemu, stundum þurftirðu leynikóða til að komast inn, stundum lentirðu í stofunni heima hjá einhverjum en alltaf var það spennandi og gaman. Það var mikil grasrótar stemning þar sem atvinnuleysi var hátt og listamenn drógust að borginni. Við erum að hugsa þetta á þessum línum bara miklu meira fullorðins.“
Þórey segir að henni hafi fundist vanta svona klúbb á þessum tímapunkti á Íslandi. „Fyrir fólk að koma í bjór spjall, ævintýralegar upplifanir, að eiga stað þar sem þú getur kynnst nýju fólki, komið og fyllt á growler áður en farið er í matarboð eða átt ótrúlega skemmtileg fimmtudagskvöld með vinahópnum. Þess vegna köllum við þetta Lady Brewery hreyfinguna, við viljum hreyfa við fólki og fá það með okkur!“
Hún segir að tilraunaeldhúsið verði hjartað í verkefninu. „Leyniklúbburinn, viðburðirnir, „ég er með skoðun“, smakk sessionin, growler stöðin okkar og „súper markaðurinn“. Eins og með allt sem við gerum þá viljum við finna nýjar leiðir til að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt, setja bjór í annað samhengi og þú þarft alls ekki að vera sérfræðingur til að koma að vera memm. Bjór er bara gaman! hann getur ekki verið neitt annað en Gaman! og það er það sem við ætlum að gera, búa til nýjar uppskriftir að hlutum og hafa gaman!
Þórey segir það ofureinfalt að taka þátt. Það þurfi einfaldlega að skrá sig til leiks og í byrjun næsta árs verður aðildin virk. „Fyrir þá sem þekkjavminna til okkar og eru í óvissu með þetta þá bjóðum við upp á 3 mánaðar áskrift, en fyrir hina þá sem vita hver við erum og hvað við gerum, bjóðum við uppá eins árs áskriftir. Áskriftir koma svo í tveimur flokkum, vinir og fjölskylda, Lady vinur fær aðeins minna og fjölskyldu meðlimur fær aðeins meira. Grunnurinn er sá að í hverjum mánuði gefum við meðlimum 4-6 vörur/bjóra, meðlimir fá að koma frítt á smakk session til okkar og fá að versla sér sérstakt klippikort sem gildir sem allskyns inneign fyrir allskyns hluti. Þeir sem gerast fjölskyldu meðlimir fá einnig að koma með gest með sér á smakk kvöldin, fá nýjan bjór sendan áður en hann kemur á markað og fá árlega veglega og óvænta leynigjöf sem getur birst með póstsendingu hvenær sem er. Við erum enn að forma allskyns og ef ég þekki okkur rétt þá eigum við eftir að bæta í þetta einhverjum skemmtilegum hugmyndum og vörum á leiðinni.“
Hér er hægt að taka þátt í Leyniklúbb Lady og fjármagna tilraunaeldhúsið.