Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb

Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.

Copy of Copy of IMG_5611.jpg
Auglýsing

Far­ands­brugg­hús­ið La­dy Brewery ætlar að koma upp til­rauna­eld­húsi þar sem íslensk nátt­úra í bjór­gerð verður rann­sök­uð. Safnað er fyrir verk­efn­inu á Karol­ina fund.

Far­and­brugg­hús­ið La­dy Brewery hyggst opna dyrnar sínar með því að bjóða fólki í leyni­klúbb. Þetta er ann­ars­konar upp­skrift hjá Þóreyju Björk Hall­dórs­dótt­ur, eig­anda og stofn­anda La­dy Brewery, og Sig­ríði Ásgeirs­dótt­ur, þar sem bjór og löng reynsla þeirra í við­burðum eru brædd saman í skemmti­lega og flotta útgáfu af...ein­hverju al­veg glæ­nýju.

Komið verður upp til­rauna­eld­húsi þar sem þær hyggj­ast rann­saka íslenska nátt­úru í bjór­gerð og ­leyfa áhuga­sömum að taka þátt í því sam­tali og upp­lifa brugg­ferlið með reglu­legum við­burð­u­m. Þær Þórey og Sig­ríður vilja líka sjóða saman fólki úr mis­mun­andi áttum sem eiga það sam­eig­in­legt að ver­a á­huga­fólk um bjór, þó tala þær sér­stak­lega um að það þurfi ekki að vera sér­fræð­ingur á þessu sviði til að taka þátt.

Auglýsing
Þórey segir að hún muni aldrei hvernig hug­myndir kvikna og þessi sé ekki und­an­skil­in. „Það er nefni­lega of mikið til af þeim og þær fá að fæðast og streyma mjög org­anískt í þessu fal­lega litla fyr­ir­tæki okk­ar, en þetta verk­efni hefur staðið til­ ­lengi við bara vissum ekki fyrr en núna, í allri þess­ari COVID lok­un, hvernig við vild­um fram­kvæma það og í hvernig formi við vildum opna dyrnar okk­ar. Við viljum opna huga fólks og ­leyfa áhuga­sömum að koma til okk­ar, fá að upp­lifa bjór­inn með okkur og ferlið ásamt því að taka þátt í allskyns við­burðum sem við erum búnar að vera kukla upp sjálfar og með ýmsum aðil­um.Sigríður og Þorey. MYND: Aðsend

Ég var eitt ár sem skiptinem­i í Berlín 2000-og-snemma og þar kynnt­ist ég mikið af svona leyni­klúbb­um, þar sem oftar en ekki, labb­aðir þú inn í eitt­hvað óvænt með allskyns þemu, stundum þurft­irðu leynikóða til að kom­ast inn, stundum lent­irðu í stof­unni heima hjá ein­hverjum en alltaf var það ­spenn­andi og gam­an. Það var mikil gras­rótar stemn­ing þar sem atvinnu­leysi var hátt og lista­menn dróg­ust að borg­inni. Við erum að hugsa þetta á þessum línum bara miklu meira ­full­orð­ins.“

Þórey segir að henni hafi fund­ist vanta svona klúbb á þessum tíma­punkti á Íslandi. „Fyrir fólk að koma í bjór spjall, ævin­týra­leg­ar ­upp­lif­an­ir, að eiga stað þar sem þú getur kynnst nýju fólki, komið og fyllt á growler áður en farið er í mat­ar­boð eða átt ótrú­lega skemmti­leg fimmtu­dags­kvöld með vina­hópn­um. Þess vegna köllum við þetta La­dy Brewery hreyf­ing­una, við viljum hreyfa við fólki og fá það með okk­ur!“

Hún segir að til­rauna­eld­húsið verði hjartað í verk­efn­inu. „Leyni­klúbb­ur­inn, við­burð­irn­ir, „ég er með­ ­skoð­un“, s­makk ­session­in, growler ­stöðin okkar og „súper ­mark­að­ur­inn“. Eins og með allt sem við gerum þá viljum við finna nýjar leiðir til að ger­a eitt­hvað spenn­andi og skemmti­legt, setja bjór í annað sam­hengi og þú þarft alls ekki að ver­a ­sér­fræð­ingur til að koma að ver­a ­memm. Bjór er bara gam­an! hann getur ekki verið neitt ann­að en Gam­an! og það er það sem við ætlum að gera, búa til nýjar upp­skriftir að hlutum og hafa gaman!

Þórey segir það ofurein­falt að taka þátt. Það þurfi ein­fald­lega að skrá sig til leiks og í byrjun næsta árs verður aðildin virk.Fyrir þá sem þekkja­vm­inna til okkar og eru í óvissu með þetta þá bjóðum við upp á 3 mán­aðar áskrift, en fyrir hina þá ­sem vita hver við erum og hvað við gerum, bjóðum við ­upp­á­ eins árs áskrift­ir. Áskriftir koma svo í tveimur flokk­um, vinir og fjöl­skylda, La­dy vinur fær aðeins minna og fjöl­skyldu með­limur fær að­eins meira. Grunn­ur­inn er sá að í hverjum mán­uði gefum við með­limum 4-6 vör­ur/­bjóra, ­með­limir fá að koma frítt á smakk ­session til okkar og fá að versla sér sér­stakt klippikort sem ­gildir sem allskyns inn­eign fyrir allskyns hluti. Þeir sem ger­ast fjöl­skyldu með­limir fá einnig að koma með gest með sér á smakk kvöld­in, fá nýjan bjór sendan áður en hann kemur á mark­að og fá árlega veg­lega og óvænta leynigjöf sem getur birst með póst­send­ingu hvenær sem er. Við erum enn að forma allskyns og ef ég þekki okkur rétt þá eigum við eftir að bæta í þetta ein­hverjum skemmti­legum hug­myndum og vörum á leið­inn­i.“

Hér er hægt að taka þátt í Leyni­klúbb La­dy og fjár­magna til­rauna­eld­hús­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk