Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb

Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.

Copy of Copy of IMG_5611.jpg
Auglýsing

Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.

Farandbrugghúsið Lady Brewery hyggst opna dyrnar sínar með því að bjóða fólki í leyniklúbb. Þetta er annarskonar uppskrift hjá Þóreyju Björk Halldórsdóttur, eiganda og stofnanda Lady Brewery, og Sigríði Ásgeirsdóttur, þar sem bjór og löng reynsla þeirra í viðburðum eru brædd saman í skemmtilega og flotta útgáfu af...einhverju alveg glænýju.
Komið verður upp tilraunaeldhúsi þar sem þær hyggjast rannsaka íslenska náttúru í bjórgerð og leyfa áhugasömum að taka þátt í því samtali og upplifa bruggferlið með reglulegum viðburðum. Þær Þórey og Sigríður vilja líka sjóða saman fólki úr mismunandi áttum sem eiga það sameiginlegt að vera áhugafólk um bjór, þó tala þær sérstaklega um að það þurfi ekki að vera sérfræðingur á þessu sviði til að taka þátt.

Auglýsing
Þórey segir að hún muni aldrei hvernig hugmyndir kvikna og þessi sé ekki undanskilin. „Það er nefnilega of mikið til af þeim og þær fá að fæðast og streyma mjög organískt í þessu fallega litla fyrirtæki okkar, en þetta verkefni hefur staðið til lengi við bara vissum ekki fyrr en núna, í allri þessari COVID lokun, hvernig við vildum framkvæma það og í hvernig formi við vildum opna dyrnar okkar. Við viljum opna huga fólks og leyfa áhugasömum að koma til okkar, fá að upplifa bjórinn með okkur og ferlið ásamt því að taka þátt í allskyns viðburðum sem við erum búnar að vera kukla upp sjálfar og með ýmsum aðilum.Sigríður og Þorey. MYND: Aðsend

Ég var eitt ár sem skiptinemi í Berlín 2000-og-snemma og þar kynntist ég mikið af svona leyniklúbbum, þar sem oftar en ekki, labbaðir þú inn í eitthvað óvænt með allskyns þemu, stundum þurftirðu leynikóða til að komast inn, stundum lentirðu í stofunni heima hjá einhverjum en alltaf var það spennandi og gaman. Það var mikil grasrótar stemning þar sem atvinnuleysi var hátt og listamenn drógust að borginni. Við erum að hugsa þetta á þessum línum bara miklu meira fullorðins.“

Þórey segir að henni hafi fundist vanta svona klúbb á þessum tímapunkti á Íslandi. „Fyrir fólk að koma í bjór spjall, ævintýralegar upplifanir, að eiga stað þar sem þú getur kynnst nýju fólki, komið og fyllt á growler áður en farið er í matarboð eða átt ótrúlega skemmtileg fimmtudagskvöld með vinahópnum. Þess vegna köllum við þetta Lady Brewery hreyfinguna, við viljum hreyfa við fólki og fá það með okkur!“

Hún segir að tilraunaeldhúsið verði hjartað í verkefninu. „Leyniklúbburinn, viðburðirnir, „ég er með skoðun“, smakk sessionin, growler stöðin okkar og „súper markaðurinn“. Eins og með allt sem við gerum þá viljum við finna nýjar leiðir til að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt, setja bjór í annað samhengi og þú þarft alls ekki að vera sérfræðingur til að koma að vera memm. Bjór er bara gaman! hann getur ekki verið neitt annað en Gaman! og það er það sem við ætlum að gera, búa til nýjar uppskriftir að hlutum og hafa gaman!

Þórey segir það ofureinfalt að taka þátt. Það þurfi einfaldlega að skrá sig til leiks og í byrjun næsta árs verður aðildin virk.Fyrir þá sem þekkjavminna til okkar og eru í óvissu með þetta þá bjóðum við upp á 3 mánaðar áskrift, en fyrir hina þá sem vita hver við erum og hvað við gerum, bjóðum við uppá eins árs áskriftir. Áskriftir koma svo í tveimur flokkum, vinir og fjölskylda, Lady vinur fær aðeins minna og fjölskyldu meðlimur fær aðeins meira. Grunnurinn er sá að í hverjum mánuði gefum við meðlimum 4-6 vörur/bjóra, meðlimir fá að koma frítt á smakk session til okkar og fá að versla sér sérstakt klippikort sem gildir sem allskyns inneign fyrir allskyns hluti. Þeir sem gerast fjölskyldu meðlimir fá einnig að koma með gest með sér á smakk kvöldin, fá nýjan bjór sendan áður en hann kemur á markað og fá árlega veglega og óvænta leynigjöf sem getur birst með póstsendingu hvenær sem er. Við erum enn að forma allskyns og ef ég þekki okkur rétt þá eigum við eftir að bæta í þetta einhverjum skemmtilegum hugmyndum og vörum á leiðinni.“

Hér er hægt að taka þátt í Leyniklúbb Lady og fjármagna tilraunaeldhúsið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk