Íslenskir fuglar og þjóðtrú fyrir rökkurstundir

Bókmenntagagnrýnandi Kjarnans fjallar um bókina Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin eftir Sigurð Ægisson. Þetta er „bók sem kynslóðir geta skoðað saman – það getur tekið margar ljúfar rökkurstundir að lesa bara um músarrindilinn“.

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin
Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin
Auglýsing

Sig­urður Ægis­son: Íslensku fugl­arnir og þjóð­trúin

Bóka­út­gáfan Hólar 2020

Íslensku fugl­arnir og þjóð­trúin er afrakstur ald­ar­fjórð­ungs heim­ilda­söfn­un­ar. Höf­und­ur­inn, Sig­urður Ægis­son þjóð­fræð­ingur og guð­fræð­ingur hefur ekki ráð­ist á garð­inn þar sem hann er lægstur heldur tekið til skoð­unar alla íslenska, reglu­bundna varp­fugla og nokkra að auki, skoðað og greinir frá dreif­ingu þeirra með sér­stöku útbreiðslu­korti fyrir hvern fugl auk þess sem hann hefur tekið saman öll þekkt heiti þeirra, gælu­nöfn og upp­nefni – sem einu nafni má kalla alþýðu­heiti – og svo gerir hann grein fyrir því hvernig þeir birt­ast í íslenskri og erlendri þjóð­trú. Þá er því til við­bótar birt ýmis­legt for­vitni­legt efni og ljóð sem teng­ist hverjum fugli að ógleymdum fjölda mynda, en þær munu vera um þrjú hund­ruð tals­ins. Þessi vinna hefur tekið tutt­ugu og fimm ár og kom upp­haf­lega til af því að Sig­urður tók saman bók um fugla sem hét – og heitir – Ísfygla og þegar sú bók kom út 1995 átti höfundur það mikið efni afgangs að það var eins gott að bæta í og stefna á næstu bók. Hún hefur nú litið dags­ins ljós og heitir einmitt Íslensku fugl­arnir og þjóð­trú­in.

Bók Sig­urðar um fugl­ana er ekki ein­asta mikil um sig – hún er rúmar 470 bls. að stærð – heldur er hún einnig mikið þrek­virki sem eykur við bók­menn­ingu okkar Íslend­inga og bætir svo um munar í skiln­ing­inn á sam­búð manns og nátt­úru sem á sér sér­staka og ein­staka sögu hér á landi.

Sig­urður tekur fyrir þá 75 fugla sem að mati Nátt­úru­fræði­stofn­unar verpa reglu­lega hér á landi. Við þá skrá bætir hann við haftyrð­li, keldu­svíni og snæ­uglu og svo hinu sér­ís­lenska fyr­ir­bæri, sem er hverafugl­inn, sú kynd­uga skepna.

Auglýsing

Sem dæmi um efn­is­tök Sig­urðar má nefna kafl­ann um Mús­arrind­il­inn, sem er mun merki­legri fugl en halda mætti ef litið er ein­göngu til stærðar hans. Í fugla­vísi Jóhanns Óla Hilm­ars­sonar – en til hans vísar Sig­urður þegar kemur að líf­fræði­legum stað­reyndum um þá fugla sem hann segir frá í bók sinni – segir um Mús­arrind­il­inn að hann sé einn af ein­kenn­is­fuglum birki­skóga á Íslandi, auð­þekktur á smæð, hnött­óttu vaxt­ar­lagi, upp­sperrtu stéli og þrótt­miklum söng sem felst í end­ur­teknum fáeinum löngum og háum tónum sem enda í hvellu dill­andi hljóði. Þá segir Jóhann Óli okkur að Múarrind­ill­inn verpi í kjarr­lendi, skóg­lendi, grónum hraunum og urðum á lág­lendi og haldi sig á vet­urna við opna læki, skurði og í fjör­um. Íslensk­ari getur einn fugl varla orðið og þá ber að líta hverju Sig­urður bætir við. Hans efn­is­tök eru þjóð­fræð­ings­ins, og þau geta raunar verið býsna marg­breyti­leg og fjöl­breytt enda er þjóðfræð­inni fátt ef nokkuð óvið­kom­andi.

Sig­urður byrjar á að nefna hin ýmsu önnur heiti, sem mús­arrind­ill­inn gengur und­ir  og þau eru ekki færri en tíu tals­ins. Það má telj­ast mik­ið, en sam­an­borið við t.d. hrafn­inn, eru þau þó frekar fá. En heitin segja ekki alla sög­una, eins og vel er ljóst af bók Sig­urð­ar. Þá vitnar Sig­urður til Snorra Björns­son­ar, prests og fræði­manns á Húsa­felli í Borg­ar­firði, sem kunni meðal ann­ars að greina frá því að þegar reið­ar­þrumur gengju taldi mús­arrind­ill­inn að him­in­inn myndi niður detta og fleygði sér því á bakið og setti upp annan fót­inn eins og til að styðja við him­in­inn. Þessi þjóð­trú er ekki ein­ungis íslensk, hana má finna víða erlend­is. Þá er einnig vísað í Ferða­bók Egg­erts og Bjarna frá 18. öld, en þeir segja frá mús­arrindli (og fleiri fugl­um) í Dala­sýslu og á Vest­fjörð­um. Þá er skýrt frá því hvernig mús­arrindl­inum tókst – bæði í íslenskri og erlendri þjóð­trú – að láta kjósa sig kon­ung fugl­anna. Það eitt, slægð þessa litla fugl og sá tit­ill, sem honum tekst að krækja í, ætti að veita mús­arrindl­inum mun hærri sess en hann skipar í dag­legu lífi okk­ar.

Mús­arrind­ill­inn kemur einnig fyrir í galdri og má m.a. lesa að væri hjartað tekið úr mús­arrindli og sett í hnífs­skaft yrði sá skurður ólækn­andi sem maður skæri sig með þeim hníf. Og sann­reynt mun það vera að sá sem rjóði blóði mús­arrind­ils um augu sín verði sjá­andi jafnt á nóttu sem degi. Og vildi maður vita hvað sá hugs­aði sem talað var við skyldi maður taka mús­arrind­ils­hjarta, þurrka það, binda í hvítt klæði og halda því svo á laun í hægri hendi. Þá myndi hugur þess sem talað var við vera sem opin bók. Þá kunni mús­arrind­ill einnig að spá fyrir veðri og því hag­nýtt að kunna að lesa í hegðun hans.

En Sig­urður leitar ekki ein­ungis fanga í íslenskri þjóð­trú til að skýr­greina hlut­verk fugl­anna í sam­skiptum við mann­inn. Hann fer einnig erlendis og er fróð­legt að bera saman hvað er líkt og ólíkt með þjóð­um. Í Fær­eyj­um, Dan­mörku og Sví­þjóð – svo dæmi séu nefnd – er mús­arrind­ill­inn hinn gagn­leg­asti veð­ur­spá­mað­ur. Á dönsku eyj­unni Mön er hann tal­inn vera galdra­kind, haf­meyja eða sírena í dul­ar­bún­ingi, svo fögur að eng­inn karl­maður fékk stað­ist hana. Hún leiddi þá í sjó­inn og drekkti þeim. Þegar ridd­ari nokkur var sendur til höf­uðs henni, breytti hún sér í mús­arrindil og tókst þannig að flýja. Þess vegna er leyfi­legt að grýta mús­arrind­il­inn og drepa hann. Önnur þjóð­trú gengur í allt aðra átt og segir að ef um barna­sjúk­dóma væri að ræða, þætti þjóð­ráð að strjúka mús­arrind­il­s­vængjum yfir lík­amann.

Það er því ýmis­legt sem um mús­arrind­il­inn má segja og hefur hér þó aðeins verið drepið á örlitlu. Reyndar er kafl­anum um mús­arrind­il­inn ekki lok­ið, því að lokum eru birtir tveir vitn­is­burði skálda um mús­arrind­ils­ins. Ann­ars vegar er það ljóð Guð­mundar Inga Krist­jáns­son­ar, sem ort hefur um stað­festu hans, að vilja ekki fara til útlanda eins og margir aðrir fugl­ar, heldur halda sig við heima­hag­ana, Ísland, og leggja „yfir lund og bæi lífs­trú sína og gleði­hljóm“. Hins vegar er það stutt brot úr Heims­ljósi Hall­dórs Kilj­ans Lax­ness, þar sem segir hvernig auðg­ast megi af því að veiða mús­arrindil og með­höndla hann á sér­stakan hátt.

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin Mynd: Aðsend



Alls tekur yfir­ferðin um mús­arrind­il­inn tólf blað­síður í bók Sig­urð­ar, ásamt útbreiðslu­korti og fjöl­breyti­legu myndefni. Ekki verður annað séð af fljótri skoðun en Sig­urður hafi gert efn­inu eins nákvæm skil og unnt er – bókin hefur enda verið ald­ar­fjórð­ung í smiðju, þegar hún kemur nú loks fyrir augu les­enda. Það má í þessu sam­hengi einnig nefna þau Ásdísi Ívars­dótt­ur, sem ann­að­ist umbrot bók­ar­innar af stakri smekk­vísi, og Matth­ías Ægis­son, sem hann­aði útbreiðslu­kortin og hann­aði kápu.

Íslensku fugl­arnir og þjóð­trúin er bók sem kyn­slóðir geta skoðað saman – það getur tekið margar ljúfar rökk­ur­stundir að lesa bara um mús­arrind­il­inn og velta fyrir sér örlögum hans og þá eru allir hinir eftir – ekki síður for­vitni­legir og spenn­andi verð­andi kunn­ingjar, þátt­tak­endur í því líf­ríki sem við öll gistum og eigum að þekkja.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk