Öll viljum við vera alvöru!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.

Gosi – ævintýri spýtustráks
Gosi – ævintýri spýtustráks
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Gosi – ævin­týri spýtu­stráks

Höf­und­ur: Carlo Coll­odi

Leik­gerð: Ágústa Skúla­dótt­ir, Karl Ágúst Úlfs­son og leik­hóp­ur­inn

Söng­text­ar: Karl Ágúst Úlfs­son

Leik­stjórn: Ágústa Skúla­dóttir

Leik­mynd og bún­ing­ar: Þór­unn María Jóns­dóttir

Lýs­ing: Þórður Orri Pét­urs­son

Tón­list: Eiríkur Steph­en­sen og Eyvindur Karls­son

Hljóð: Þor­björn Stein­gríms­son

Leik­gervi: Þór­unn María Jóns­dóttir og Guð­björg Ívars­dóttir

Grímu­gerð: Elín S. Gísla­dóttir

Mynd­band: Elmar Þór­ar­ins­son

Leik­arar og tón­list­ar­fólk: Árni Þór Lár­us­son, Hall­dór Gylfa­son, Katla Mar­grét Þor­geirs­dótt­ir, Eiríkur Steph­en­sen, Eyvindur Karls­son.



Mikið var nú gaman að koma aftur í leik­húsið eftir sam­komu­bann sem virð­ist hafa verið lengra en leggj­andi er á nokkra sál. Stemn­ingin í for­dyri Borg­ar­leik­húss­ins áður en sest var inn í sótt­varn­ar­hólfaðan stóra sal þess til að horfa á ævin­týrið um spýtu­dreng­inn Gosa gaf tón­inn, ara­grúi barna eft­ir­vænt­ing­ar­fullur og spenntur og for­eldrar ekki síð­ur. Það er sann­ar­lega ástæða til að færa þakkir leik­húsum og leik­hús­lista­mönnum öllum þakkir fyrir að hafa staðið af sér bið­ina með okkur áhorf­endum og ósk­andi að ekk­ert verði nú til að spilla þró­un­inni til hins eðli­lega horfs, þegar við getum setið saman og notið frá­sagna mann­kyns af stórum og smáum leik­sviðum þessa heims.

Auglýsing

Ævin­týrið um Gosa þarf tæp­ast að kynna fyrir nein­um, það er fyrir löngu orðið hluti af okkar vest­rænu menn­ingu, hluti af hennar birt­ing­ar­mynd – sagan af spýtu­drengnum sem vildi verða alvöru dreng­ur, en hans stutta nef lengd­ist á í hvert sinn sem hann fór með ósatt orð. Þessi grund­vall­ar­at­riði í sög­unni um Gosa – lífslöng­unin og afleið­ingar lyg­innar – hafa allt sem þarf til að vekja hug­ar­flug les­enda, áheyr­enda og áhorf­enda og ber öll ein­kenni góðs ævin­týris og góðrar fantasíu. Margt í sög­unni um Gosa er í ætt við súr­r­eal­isma – hann lendir í klóm ræn­ingj­anna Refs og Katt­ar, sem tæla hann í Sirkus og þar breyt­ist hann í asna. Það er því ekki að undra að sagan vakti athygli og hrifn­ingu kvik­mynd­ar­gerð­ar­manns­ins Dis­ney í Banda­ríkj­un­um, sem gerði eina af sínum marg­frægu teikni­myndum um Gosa og það er nú senni­lega í þeirri mynd sem flest okkar þekkja hann best. Það voru þó fleiri, sem spreyttu sig á að lífga Gosa við á hvíta tjald­inu; fyrsta kvik­myndin sem byggð var á ævin­týr­inu um Gosa var ítölsk þögul mynd, frum­sýnd 1911.

Það er vert að huga að því, að höf­undur sög­unnar um Gosa, ítal­inn Carlo Coll­odi, gerði hreint ekki lítið úr nei­kvæðum skap­gerð­ar­ein­kennum Gosa. Ekki ein­asta er hann hneigður að lyg­inni, sem gerir að verkum að nefið vex, hann er líka hrekkj­ótt­ur, ill­kvitt­inn, kæru­laus, dóm­greind­ar­laus, vesæll og lat­ur. Hann er eins langt frá því að vera sá sjar­mer­andi og heill­andi spýt­ur­drengur sem Dis­ney sagði síðar frá. Mark­mið Carlo Coll­odis var að Gosi skyldi vera víti til varn­aðar – sagan kemur út 1883 og það er á þeim tíma sem hinn vest­ræni heimur er að upp­götva bernsk­una og byrjar að hlúa að þeirri skoðun að börn séu eins konar „ta­bula rasa“, autt blað, sem máli skiptir að fylla góðum gildum svo þau vaxi upp og verði nýtir þjóð­fé­lags­þegn­ar. Carlo Coll­odi leit á sög­una um Gosa sem harm­leik og í upp­haf­legu gerð­inni var Gosi meira að segja bein­línis tek­inn af lífi, sem var refs­ingin fyrir hans illu og and­fé­lags­legu hegð­un.

Gosi í hinni frægu mynd Disney.

Það gekk auð­vitað ekki, Gosa var þegar til kom hlíft við ömur­legum dauða en hins vegar var hann lát­inn sjá að sér. Gosi sner­ist til betri veg­ar, bjarg­aði föður sínum úr maga hund­fisks­ins (hvals­ins), gerð­ist góður og gekk í skóla til að mennt­ast og verða að menn­ing­ar­veru. Þar með öðl­að­ist sagan líka þann eig­in­leika, sem hentar svo vel fyrir leik­húsið og frá­sagn­ar­tækni þess – „kathars­is“ er hug­tak jafn­gam­alt vest­rænni leik­hús­hefð, er frá Aristótel­esi komið og þýðir „hug­ar­fars­hreins­un“ sem merkir að sögu­hetjan skilur að hún hafi verið á villu­vegum en lærir að breyta rétt fyrir rás atburða. Hug­ar­fars­hreinsun aðal­hetj­unnar verður okkur áhorf­endum hvatn­ing til að breyta eins, láta af ósiðum og ger­ast þau hin góðu börn sem sam­fé­lagið vill og þarfn­ast.

Höf­undar leik­gerð­ar­inn­ar, þau Karl Ágúst Úlfs­son, Ágústa Skúla­dóttir og leik­hóp­ur­inn, fylgja þeirri línu nokkuð sam­visku­sam­lega. Það er að vísu frekar lítið gert úr vondum eig­in­leikum Gosa og þeir afsak­aðir einna helst með ung­æði og fákunn­áttu – það fylgir Gosa frá upp­hafi að þótt hann breyti rangt, þá er það fyrir klaufa­skap og að nú þurfi hann bara að fara sinn veg niður til heljar og upp aftur til að verða góð­ur. Sympat­ískur er hann frá upp­hafi. Í leik­gerð­inni er því far­inn vegur á milli hins upp­haf­lega Gosa Coll­odis og Gosa Dis­neys og sem liggur kannski heldur nær Dis­ney, ekki síst vegna þess að Gosi bless­aður gerir sér á köflum grein fyrir því hversu illa hann breytir og brestur þá út í sjálfs­á­sak­an­ir, sem ungir áhorf­endur þekkja eflaust úr borg­ara­legu upp­eldi nútím­ans. Það er auð­vitað val leik­gerð­ar­höf­unda að fara þessa leið og hún gengur að öllu leyti upp í leik­gerð­inni; mig langar hins vegar til að velta upp þeirri spurn­ingu hvort hefði hugs­an­lega verið ástæða til að ganga lengra.

Mynd: Borgarleikhúsið



Fyrir nokkrum árum kom út skáldsaga, sem sækir inn­blástur í ævin­týrið um Gosa og tekur fyrst og fremst á til­hneig­ingu hans til að ljúga. Sagan heitir „Splinter­ed: A Polit­ical Fairy Tale“ og er eftir Thomas London. Sú saga segir frá Gosa, sem var einu sinni alvöru drengur sem gat ekki sagt ósatt orð – en umbreytt­ist í stjórn­mála­mann sem getur ekki haldið sig við sann­leik­ann. Þetta er ekki sagt hér til að láta í ljósi ónægju með þá leið að segja frá Gosa sem valin er í sýn­ingu Karls Ágústs, Ágústu og leik­hóps­ins. En þessu er skotið að til gam­ans til að benda á að enn er ekki búið að skapa síð­asta afbrigðið af Gosa – hann er og verður hluti af okkar menn­ingu og mun um verða við­fangs­efni rit­höf­unda, kvik­mynda­gerð­ar­manna og leik­hús­lista­manna um mörg ókomin ár – okkur les­endum og áhorf­endum til enda­lausrar ánægju.



Gosi á stóra sviði Borg­ar­leik­húss­ins er afskap­lega vel unn­in, vönduð og fal­leg sýn­ing. Leik­hóp­ur­inn er ekki nema fimm manns og sér bæði um leik og hljóð­færa­slátt og er hvort tveggja af fjöl­breyttu tagi. Leik­hóp­ur­inn er á heild­ina litið ein­vala­lið og þarf ekki að fara um það mörgum orð­um. Árni Þór Lár­us­son er nýr í hlut­verki Gosa og mun leika það til skiptis við Har­ald Ara Stef­áns­son, sem var í upp­haf­lega leik­hópn­um. Árni Þór skilar hlut­verk­inu með prýði, tengir vel við áhorf­endur og nær að halda því jafn­vægi sem þarf milli hins hrekkj­ótta og dóm­greind­ar­lausa Gosa og þess Gosa sem lærir á end­anum af mis­tökum sínum og sam­ein­ast föður sínum í lok­in. Hlut­verkin eru mörg og hlut­verka­skipti hröð, teng­ingar milli tal­aðs máls, söngs og hljóð­færa­leiks eru lipur og frá­sögnin öll fjör­leg og kraft­mik­il. 

Leik­myndin nýtir stóra sviðið vel með mis­mun­andi svæðum og hæðum og bak­tjaldið er hug­vit­sam­lega hannað og þjónar bæði sem mynda­tjald þar sem birt­ast myndir sem segja hvort við séum stödd í bænum hans Gosa eða inni í hund­fisk­inum þar sem þeir lenda, Gosi og Jafet faðir hans. Þá eru skemmti­legar inn­komur og útgöngur um bak­tjaldið sem efla ævin­týra­blæ sýn­ing­ar­inn­ar. Þá er ástæða til að nefna hug­vit­sam­lega bún­inga og frá­bær gervi og grímur sem tengja við ítalskan upp­runa sög­unnar og gleður svo sann­ar­lega aug­að.

Borgarleikhúsið

Tón­listin byggir á áheyri­legum meg­in­stefjum og fleytir sýn­ing­unni vel áfram, gleður eyrað og ásamt marg­vís­legum hljóð­brögðum lífgar og eflir töfra leik­húss­ins – því það er aðals og ein­kenn­is­merki Gosa á stóra sviði Borg­ar­leik­húss­ins, að hér er treyst á þá töfra til fulls – og ein­fald­ast er að bregða sér á Gosa og sann­fær­ast af eigin raun.

Að end­ingu skal Borg­ar­leik­hús­inu hrósað fyrir vand­aða og vel unna leik­skrá, þar sem ungir áhorf­endur fá skemmti­legan minja­grip með sér heim. Í leik­skránni er ekki ein­asta að finna hefð­bundnar upp­lýs­ingar um sýn­ing­una, heldur er sögu­þráður sýn­ing­ar­innar rak­inn, söng­textar birtir og svo eru teikn­ingar sem má lita að eigin vild og vali. Slíkt er til fyr­ir­myndar og ber að þakka fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk