Hljómsveit sem fæddist í millibilsástandi er orðin að líflegu jaðarpopp-verkefni

Fyrsta breiðskífa Supersport! er á leiðinni. Safnað er fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.

R1-00182-016A.jpg
Auglýsing

Super­sport! fædd­ist í ein­hvers konar milli­bils­á­standi í lífum með­li­manna haustið 2019, en sner­ist hratt og örugg­lega upp í fágað en líf­legt jað­ar­popp-verk­efni. Fyrsta stutt­skífa sveit­ar­inn­ar, Dog Run EP, sem kom út á vegum lista­sam­lags­ins post-dreif­ingar í júlí sl., hefur hlotið góðar við­tök­ur, jafnt hjá tón­list­arunn­endum og í fjöl­miðl­um, og var nú síð­ast til­nefnd til Kraumsverð­laun­anna 2020. Með­limir Super­sport! eru Bjarni Dan­íel Þor­valds­son, Þóra Birgit Bern­ód­us­dótt­ir, Hugi Kjart­ans­son og Dagur Reyk­dal Hall­dórs­son.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Okkur hefur lengi langað til að taka upp vand­aða plötu í fullri lengd. Við erum öll búin að vera í hljóm­sveitum hér og þar síð­ustu ár, og höfum auk þess verið virkir þátt­tak­endur í lista­sam­lag­inu Post-dreif­ingu (hljóm­sveitir sem við höfum tekið þátt í eru m.a. bagdad brothers, Skoff­ín, Tucker Carl­son’s Jonestown Massacre o.fl.). Ver­andi sjálf­stætt starf­andi höfum við öll þurft að vera nægju­söm í upp­töku­verk­efnum for­tíð­ar­inn­ar, vinna með vinum okkar í skiptum fyrir lág­marks­greiðslur eða greiða­skipti, og jafnan hefur ekki gef­ist svig­rúm til að taka upp og vinna mikið efni í einu. Þess vegna eigum við öll á bak­inu nokkuð magn af smá­skífum og stutt­skíf­um, en höfum í raun­inni aldrei fengið tæki­færi til að taka upp heið­ar­lega breið­skífu. 

Auglýsing
Í sam­komu­bann­inu í haust kom upp á borðið hjá okkur mögu­leik­inn á sam­starfi við upp­töku­stjór­ann Árna Hjörvar, sem hafði áður unnið með Bjarna að plötu Skoff­íns “...hentar íslenskum aðstæð­u­m”. Við ákváðum að slá til, og höfum þegar hafið upp­tök­ur! Það er ýmis­legt í eft­ir­vinnslu- og útgáfu­ferl­inu hjá okkur sem mun koma til með að vera nokkuð kostn­að­ar­samt, svo við brugðum á það ráð að leita á náðir nær­sam­fé­lags okk­ar, í von um að með þeirri hjálp gætum við loks­ins fjár­magnað plöt­una sem okkur hefur langað að gera svo lengi. Það var þá sem við höfðum sam­band við Karol­ina Fund - teymið og fengum að setja upp söfn­un­ar­síðu hjá þeim.“

Segið okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Stærsta þemað á þess­ari plötu er sam­starf. Upp­haf­lega, þegar við fórum inn í þetta verk­efni var hug­myndin að á hverju ein­asta lagi plöt­unnar yrðum við í sam­starfi við nýtt tón­list­ar­fólk. Það gekk ekki alveg hnökra­laust fyrir sig, en eftir stendur veg­legur listi af frá­bæru tón­list­ar­fólki sem var til í að hoppa inn í verk­efnið og hjálpa okkur að gera hljóð­heim plöt­unnar miklu rík­ari en okkur hefði getað tek­ist að gera ein og óstudd. 

Sömu­leiðis hafa upp­töku­stjór­inn okk­ar, Árni, og tækni­mað­ur­inn, Dagur Krist­inn, haft heil­mikil áhrif á skap­andi ferl­ið. Þeirra fram­lag hefur verið alveg ómet­an­legt og við erum mjög þakk­lát fyrir að hafa fengið tæki­færi til að vinna með svona hæfi­leik­a­ríku fólki.

Það er líka kannski ágæt­lega í takti við þessar sam­vinnu­hug­myndir að platan sé hóp­fjár­mögn­uð! Þannig eru það aðstand­endur okk­ar, vin­ir, ætt­ingjar og aðdá­endur sem hjálpa okkur að gera hana að veru­leika, og sú sann­fær­ing okkar að allt sé hægt í krafti fjöld­ans hefur bara styrkst fyrir vik­ið.“

Hver er hug­myndin á bak­við verð­launin sem þið bjóðið styrkt­ar­mönnum ykkar upp á í skiptum fyrir áheiti á verk­efn­ið?

„Okkur lang­aði að bjóða upp fjöl­breytt úrval af verð­launum og hvetja fólk þannig til að styrkja eins mikið eða lítið og það ræður við. Með því að velja lægsta þrepið færðu frítt nið­ur­hal af plöt­unni, en með því að velja það hæsta, bjóðum við þér í mat­ar­boð, og þú færð að auki einkatón­leika og ýmsan varn­ing. Þess á milli er allur fjöld­inn af mis­mun­andi verð­launum í boð­i. 

Við vildum leggja áherslu á verð­laun sem er ekki bein­línis hægt að meta til fjár - til dæmis einkatón­leik­ana og geisla­diska í heima­gerðum umslög­um. Við teljum að þannig getum við gefið styrkt­ar­fólki plöt­unnar eitt­hvað ein­stakt sem skilur eftir sig fal­legar minn­ing­ar.“



Hér er hægt að taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk