Brúðuleikhús á heimsmælikvarða á Hvammstanga

Aðra helgina í október fer fram brúðulistahátíð á Hvammstanga en hátíðin er sú eina sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi. Þar verður hægt að sjá „heimsklassa“ sýningar víðs vegar að úr heiminum.

Hip hátíð
Auglýsing

Greta Clough er list­rænn stjórn­andi Hand­bendis brúðu­leik­húss sem heldur HIP Fest, Hvamms­tangi International Festi­val. Um er að ræða brúðu­lista­há­tíð, sá einu sinnar teg­undar á Íslandi. Hátíðin verður haldin í annað sinn dag­ana 8.-10. Októ­ber og hægt er að leggja verk­efn­inu lið á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Brúðu­leik­húsið Hand­bendi er hand­hafi Eyr­ar­rós­ar­innar fyrir fram­úr­skar­andi menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggð­inni. Greta er þekktur frum­kvöð­ull í stjórnun leik­húsa og hefur unnið til alþjóð­legra verð­launa sem höf­und­ur, leik­stjóri og brúðu­leik­ari. Hún er með MA í lista­stjórnun og menn­ing­ar­stefnu, er fyrr­ver­andi lista­maður húss­ins hjá hinu heims­fræga Little Angel leik­húsi í London og hefur unnið með BBC World­wide, BBC Radio 4, Tiger Prod­uct­ions, Studio Reykja­vik og Go to Sheep Prod­uct­ions í sjón­varpi, kvik­myndum og útvarpi. Hún er einnig for­seti Íslands­deildar UNI­MA, alþjóða­sam­taka brúðu­lista­manna.

Alþjóð­lega brúðu­lista­há­tíðin á Hvamms­tanga var fyrst haldin árið 2020 og var í fram­hald­inu valin menn­ing­ar­verk­efni árs­ins á Norð­ur­landi vestra.

Á HIP hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Eftir að ég flutti til Hvamms­tanga frá London í lok árs 2015 fór ég að íhuga alvar­lega þau miklu jákvæðu áhrif á sam­fé­lög úti á landi brúðu­lista­há­tíðar víða um heim hafa,“ segir Greta. „Ég hafði oft séð þessi jákvæðu áhrif með eigin augum og komst fljótt á þá skoðun að alþjóð­leg brúðu­lista­há­tíð á Hvamms­tanga gæti með tíð og tíma orðið veru­leg lyfti­stöng fyrir svæð­ið. Svo var engin brúðu­lista­há­tíð til á Íslandi og mér fannst ein­boðið að bæta einni slíkri við inni í sviðs­listaflóru lands­ins. Ég skrif­aði fyrstu styrk­um­sókn­ina 2017 fyrir HIP árið 2017, en það var ekki fyrr en 2019 sem sú vinna fór að bera árangur og ég gat haldið fyrstu hátíð­ina 2020. Nú erum við að vinna að því að geta gert hana að glæstum árlegum við­burði. Söfn­unin á Karol­ina Fund er lyk­il­þáttur í því.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins.

„HIP er hátíð brúðu­listar sam­tím­ans þar sem fjöl­breyttar sýn­ing­ar, hvaðanæva að úr heim­in­um, sem eiga það sam­merkt að vera í heimsklassa, koma til Íslands og fyr­ir­hitta íslenska áhorf­endur og íslenska lista­menn sem sýna einnig á hátíð­inni. Þetta er því afar mik­il­vægt og kær­komið tæki­færi fyrir bæði almenna áhorf­end­ur, sem og þátt­töku­lista­menn og aðra fag­menn í sviðs­list­um, til að kynn­ast því allra besta sem er að ger­ast á erlendri grundu og til að erlendir lista­menn beri hróður íslenskrar brúðu­listar til sinna heima­landa.

Í ár taka 32 lista­menn þátt í hátíð­inni, frá 8 þjóð­löndum og 3 heims­álf­um. Leik­sýn­ing­arnar eru 9, kvik­mynd­irnar 2, ásamt sýn­ingu á brúð­unum sjálfum og fjölda vinnu­smiðja. Til sam­ans hafa leik­sýn­ing­arnar unnið til um 100 verð­launa um heim allan, því er ljóst að dóm­nefnd­inni okkar er ærinn vandi á höndum að velja Sýn­ingu hátíð­ar­innar sem eru aðal­verð­launin okk­ar, og þá sýn­ingu sem fær Skoll­ann, en þau verð­laun eru hvatn­ing­ar­verð­laun veitt fyrir nýsköpun í brúðu­leik.“

Mynd: Karolina Fund

Eitt­hvað sér­stakt sem þú vilt að komi fram um þitt verk­efni?

„Það verður rosa­lega gaman á hátíð­inni! Reynslan frá því í fyrra segir okkur að þetta sé virki­lega magn­aður við­burður sem á fram­tíð­ina fyrir sér. Ég vil hvetja alla til að kynna sér hátíð­ar­dag­skrána, kaupa sér miða á Karol­ina (verður aldrei hægt að fá aðgangskort ódýr­ar!) og mæta til Hvamms­tanga og njóta brúðu­leik­húss á heims­mæli­kvarða aðra helg­ina í októ­ber.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk