Brúðuleikhús á heimsmælikvarða á Hvammstanga

Aðra helgina í október fer fram brúðulistahátíð á Hvammstanga en hátíðin er sú eina sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi. Þar verður hægt að sjá „heimsklassa“ sýningar víðs vegar að úr heiminum.

Hip hátíð
Auglýsing

Greta Clough er list­rænn stjórn­andi Hand­bendis brúðu­leik­húss sem heldur HIP Fest, Hvamms­tangi International Festi­val. Um er að ræða brúðu­lista­há­tíð, sá einu sinnar teg­undar á Íslandi. Hátíðin verður haldin í annað sinn dag­ana 8.-10. Októ­ber og hægt er að leggja verk­efn­inu lið á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Brúðu­leik­húsið Hand­bendi er hand­hafi Eyr­ar­rós­ar­innar fyrir fram­úr­skar­andi menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggð­inni. Greta er þekktur frum­kvöð­ull í stjórnun leik­húsa og hefur unnið til alþjóð­legra verð­launa sem höf­und­ur, leik­stjóri og brúðu­leik­ari. Hún er með MA í lista­stjórnun og menn­ing­ar­stefnu, er fyrr­ver­andi lista­maður húss­ins hjá hinu heims­fræga Little Angel leik­húsi í London og hefur unnið með BBC World­wide, BBC Radio 4, Tiger Prod­uct­ions, Studio Reykja­vik og Go to Sheep Prod­uct­ions í sjón­varpi, kvik­myndum og útvarpi. Hún er einnig for­seti Íslands­deildar UNI­MA, alþjóða­sam­taka brúðu­lista­manna.

Alþjóð­lega brúðu­lista­há­tíðin á Hvamms­tanga var fyrst haldin árið 2020 og var í fram­hald­inu valin menn­ing­ar­verk­efni árs­ins á Norð­ur­landi vestra.

Á HIP hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Eftir að ég flutti til Hvamms­tanga frá London í lok árs 2015 fór ég að íhuga alvar­lega þau miklu jákvæðu áhrif á sam­fé­lög úti á landi brúðu­lista­há­tíðar víða um heim hafa,“ segir Greta. „Ég hafði oft séð þessi jákvæðu áhrif með eigin augum og komst fljótt á þá skoðun að alþjóð­leg brúðu­lista­há­tíð á Hvamms­tanga gæti með tíð og tíma orðið veru­leg lyfti­stöng fyrir svæð­ið. Svo var engin brúðu­lista­há­tíð til á Íslandi og mér fannst ein­boðið að bæta einni slíkri við inni í sviðs­listaflóru lands­ins. Ég skrif­aði fyrstu styrk­um­sókn­ina 2017 fyrir HIP árið 2017, en það var ekki fyrr en 2019 sem sú vinna fór að bera árangur og ég gat haldið fyrstu hátíð­ina 2020. Nú erum við að vinna að því að geta gert hana að glæstum árlegum við­burði. Söfn­unin á Karol­ina Fund er lyk­il­þáttur í því.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins.

„HIP er hátíð brúðu­listar sam­tím­ans þar sem fjöl­breyttar sýn­ing­ar, hvaðanæva að úr heim­in­um, sem eiga það sam­merkt að vera í heimsklassa, koma til Íslands og fyr­ir­hitta íslenska áhorf­endur og íslenska lista­menn sem sýna einnig á hátíð­inni. Þetta er því afar mik­il­vægt og kær­komið tæki­færi fyrir bæði almenna áhorf­end­ur, sem og þátt­töku­lista­menn og aðra fag­menn í sviðs­list­um, til að kynn­ast því allra besta sem er að ger­ast á erlendri grundu og til að erlendir lista­menn beri hróður íslenskrar brúðu­listar til sinna heima­landa.

Í ár taka 32 lista­menn þátt í hátíð­inni, frá 8 þjóð­löndum og 3 heims­álf­um. Leik­sýn­ing­arnar eru 9, kvik­mynd­irnar 2, ásamt sýn­ingu á brúð­unum sjálfum og fjölda vinnu­smiðja. Til sam­ans hafa leik­sýn­ing­arnar unnið til um 100 verð­launa um heim allan, því er ljóst að dóm­nefnd­inni okkar er ærinn vandi á höndum að velja Sýn­ingu hátíð­ar­innar sem eru aðal­verð­launin okk­ar, og þá sýn­ingu sem fær Skoll­ann, en þau verð­laun eru hvatn­ing­ar­verð­laun veitt fyrir nýsköpun í brúðu­leik.“

Mynd: Karolina Fund

Eitt­hvað sér­stakt sem þú vilt að komi fram um þitt verk­efni?

„Það verður rosa­lega gaman á hátíð­inni! Reynslan frá því í fyrra segir okkur að þetta sé virki­lega magn­aður við­burður sem á fram­tíð­ina fyrir sér. Ég vil hvetja alla til að kynna sér hátíð­ar­dag­skrána, kaupa sér miða á Karol­ina (verður aldrei hægt að fá aðgangskort ódýr­ar!) og mæta til Hvamms­tanga og njóta brúðu­leik­húss á heims­mæli­kvarða aðra helg­ina í októ­ber.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiFólk