Brúðuleikhús á heimsmælikvarða á Hvammstanga

Aðra helgina í október fer fram brúðulistahátíð á Hvammstanga en hátíðin er sú eina sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi. Þar verður hægt að sjá „heimsklassa“ sýningar víðs vegar að úr heiminum.

Hip hátíð
Auglýsing

Greta Clough er listrænn stjórnandi Handbendis brúðuleikhúss sem heldur HIP Fest, Hvammstangi International Festival. Um er að ræða brúðulistahátíð, sá einu sinnar tegundar á Íslandi. Hátíðin verður haldin í annað sinn dagana 8.-10. Október og hægt er að leggja verkefninu lið á Karolina Fund.

Auglýsing

Brúðuleikhúsið Handbendi er handhafi Eyrarrósarinnar fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Greta er þekktur frumkvöðull í stjórnun leikhúsa og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna sem höfundur, leikstjóri og brúðuleikari. Hún er með MA í listastjórnun og menningarstefnu, er fyrrverandi listamaður hússins hjá hinu heimsfræga Little Angel leikhúsi í London og hefur unnið með BBC Worldwide, BBC Radio 4, Tiger Productions, Studio Reykjavik og Go to Sheep Productions í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi. Hún er einnig forseti Íslandsdeildar UNIMA, alþjóðasamtaka brúðulistamanna.

Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga var fyrst haldin árið 2020 og var í framhaldinu valin menningarverkefni ársins á Norðurlandi vestra.

Á HIP hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?

„Eftir að ég flutti til Hvammstanga frá London í lok árs 2015 fór ég að íhuga alvarlega þau miklu jákvæðu áhrif á samfélög úti á landi brúðulistahátíðar víða um heim hafa,“ segir Greta. „Ég hafði oft séð þessi jákvæðu áhrif með eigin augum og komst fljótt á þá skoðun að alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga gæti með tíð og tíma orðið veruleg lyftistöng fyrir svæðið. Svo var engin brúðulistahátíð til á Íslandi og mér fannst einboðið að bæta einni slíkri við inni í sviðslistaflóru landsins. Ég skrifaði fyrstu styrkumsóknina 2017 fyrir HIP árið 2017, en það var ekki fyrr en 2019 sem sú vinna fór að bera árangur og ég gat haldið fyrstu hátíðina 2020. Nú erum við að vinna að því að geta gert hana að glæstum árlegum viðburði. Söfnunin á Karolina Fund er lykilþáttur í því.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins.

„HIP er hátíð brúðulistar samtímans þar sem fjölbreyttar sýningar, hvaðanæva að úr heiminum, sem eiga það sammerkt að vera í heimsklassa, koma til Íslands og fyrirhitta íslenska áhorfendur og íslenska listamenn sem sýna einnig á hátíðinni. Þetta er því afar mikilvægt og kærkomið tækifæri fyrir bæði almenna áhorfendur, sem og þátttökulistamenn og aðra fagmenn í sviðslistum, til að kynnast því allra besta sem er að gerast á erlendri grundu og til að erlendir listamenn beri hróður íslenskrar brúðulistar til sinna heimalanda.

Í ár taka 32 listamenn þátt í hátíðinni, frá 8 þjóðlöndum og 3 heimsálfum. Leiksýningarnar eru 9, kvikmyndirnar 2, ásamt sýningu á brúðunum sjálfum og fjölda vinnusmiðja. Til samans hafa leiksýningarnar unnið til um 100 verðlauna um heim allan, því er ljóst að dómnefndinni okkar er ærinn vandi á höndum að velja Sýningu hátíðarinnar sem eru aðalverðlaunin okkar, og þá sýningu sem fær Skollann, en þau verðlaun eru hvatningarverðlaun veitt fyrir nýsköpun í brúðuleik.“

Mynd: Karolina Fund

Eitthvað sérstakt sem þú vilt að komi fram um þitt verkefni?

„Það verður rosalega gaman á hátíðinni! Reynslan frá því í fyrra segir okkur að þetta sé virkilega magnaður viðburður sem á framtíðina fyrir sér. Ég vil hvetja alla til að kynna sér hátíðardagskrána, kaupa sér miða á Karolina (verður aldrei hægt að fá aðgangskort ódýrar!) og mæta til Hvammstanga og njóta brúðuleikhúss á heimsmælikvarða aðra helgina í október.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk