Brúðuleikhús á heimsmælikvarða á Hvammstanga

Aðra helgina í október fer fram brúðulistahátíð á Hvammstanga en hátíðin er sú eina sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi. Þar verður hægt að sjá „heimsklassa“ sýningar víðs vegar að úr heiminum.

Hip hátíð
Auglýsing

Greta Clough er list­rænn stjórn­andi Hand­bendis brúðu­leik­húss sem heldur HIP Fest, Hvamms­tangi International Festi­val. Um er að ræða brúðu­lista­há­tíð, sá einu sinnar teg­undar á Íslandi. Hátíðin verður haldin í annað sinn dag­ana 8.-10. Októ­ber og hægt er að leggja verk­efn­inu lið á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Brúðu­leik­húsið Hand­bendi er hand­hafi Eyr­ar­rós­ar­innar fyrir fram­úr­skar­andi menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggð­inni. Greta er þekktur frum­kvöð­ull í stjórnun leik­húsa og hefur unnið til alþjóð­legra verð­launa sem höf­und­ur, leik­stjóri og brúðu­leik­ari. Hún er með MA í lista­stjórnun og menn­ing­ar­stefnu, er fyrr­ver­andi lista­maður húss­ins hjá hinu heims­fræga Little Angel leik­húsi í London og hefur unnið með BBC World­wide, BBC Radio 4, Tiger Prod­uct­ions, Studio Reykja­vik og Go to Sheep Prod­uct­ions í sjón­varpi, kvik­myndum og útvarpi. Hún er einnig for­seti Íslands­deildar UNI­MA, alþjóða­sam­taka brúðu­lista­manna.

Alþjóð­lega brúðu­lista­há­tíðin á Hvamms­tanga var fyrst haldin árið 2020 og var í fram­hald­inu valin menn­ing­ar­verk­efni árs­ins á Norð­ur­landi vestra.

Á HIP hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Eftir að ég flutti til Hvamms­tanga frá London í lok árs 2015 fór ég að íhuga alvar­lega þau miklu jákvæðu áhrif á sam­fé­lög úti á landi brúðu­lista­há­tíðar víða um heim hafa,“ segir Greta. „Ég hafði oft séð þessi jákvæðu áhrif með eigin augum og komst fljótt á þá skoðun að alþjóð­leg brúðu­lista­há­tíð á Hvamms­tanga gæti með tíð og tíma orðið veru­leg lyfti­stöng fyrir svæð­ið. Svo var engin brúðu­lista­há­tíð til á Íslandi og mér fannst ein­boðið að bæta einni slíkri við inni í sviðs­listaflóru lands­ins. Ég skrif­aði fyrstu styrk­um­sókn­ina 2017 fyrir HIP árið 2017, en það var ekki fyrr en 2019 sem sú vinna fór að bera árangur og ég gat haldið fyrstu hátíð­ina 2020. Nú erum við að vinna að því að geta gert hana að glæstum árlegum við­burði. Söfn­unin á Karol­ina Fund er lyk­il­þáttur í því.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins.

„HIP er hátíð brúðu­listar sam­tím­ans þar sem fjöl­breyttar sýn­ing­ar, hvaðanæva að úr heim­in­um, sem eiga það sam­merkt að vera í heimsklassa, koma til Íslands og fyr­ir­hitta íslenska áhorf­endur og íslenska lista­menn sem sýna einnig á hátíð­inni. Þetta er því afar mik­il­vægt og kær­komið tæki­færi fyrir bæði almenna áhorf­end­ur, sem og þátt­töku­lista­menn og aðra fag­menn í sviðs­list­um, til að kynn­ast því allra besta sem er að ger­ast á erlendri grundu og til að erlendir lista­menn beri hróður íslenskrar brúðu­listar til sinna heima­landa.

Í ár taka 32 lista­menn þátt í hátíð­inni, frá 8 þjóð­löndum og 3 heims­álf­um. Leik­sýn­ing­arnar eru 9, kvik­mynd­irnar 2, ásamt sýn­ingu á brúð­unum sjálfum og fjölda vinnu­smiðja. Til sam­ans hafa leik­sýn­ing­arnar unnið til um 100 verð­launa um heim allan, því er ljóst að dóm­nefnd­inni okkar er ærinn vandi á höndum að velja Sýn­ingu hátíð­ar­innar sem eru aðal­verð­launin okk­ar, og þá sýn­ingu sem fær Skoll­ann, en þau verð­laun eru hvatn­ing­ar­verð­laun veitt fyrir nýsköpun í brúðu­leik.“

Mynd: Karolina Fund

Eitt­hvað sér­stakt sem þú vilt að komi fram um þitt verk­efni?

„Það verður rosa­lega gaman á hátíð­inni! Reynslan frá því í fyrra segir okkur að þetta sé virki­lega magn­aður við­burður sem á fram­tíð­ina fyrir sér. Ég vil hvetja alla til að kynna sér hátíð­ar­dag­skrána, kaupa sér miða á Karol­ina (verður aldrei hægt að fá aðgangskort ódýr­ar!) og mæta til Hvamms­tanga og njóta brúðu­leik­húss á heims­mæli­kvarða aðra helg­ina í októ­ber.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk