Frumkvöðlar í lífrænni ræktun hafa synt á móti straumnum í áratugi með lítinn stuðning

Anna María Björnsdóttir er lífrænn neytandi og safnar nú fyrir heimildarmyndinni Lífrænt líf.

Mynd: Karolina Fund
Auglýsing

Anna María Björnsdóttir er lífrænn neytandi en hún er að vinna að heimildarmyndinni Lífrænt líf sem fjallar um lífræna ræktun á Íslandi. Einungis eru um 30 lífrænir bændur á Íslandi af um 3.000 og hefur sú tala nánast staðið í stað í áratugi á meðan mörg önnur lönd í kringum okkur hafa jafnt og þétt verið að auka við lífræna ræktun. Anna María var að setja af stað söfnun á Karolina fund fyrir seinni hlutanum á upptökum og eftirvinnslu á heimildarmyndinni Lífrænt líf og stendur söfnunin til 3.ágúst 2021. Lífrænt líf verður frumsýnd árið 2022.

Hvaðan kom hugmyndin að verkefninu?

„Ég bjó í Danmörku í tíu ár en tengdafjölskyldan mín á og rekur lífrænan bóndabæ þar í landi. Það var í gegnum þau sem ég kynntist því hvað lífræn ræktun er en ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta var þegar ég kynntist manninum mínum. Á meðan að ég bjó i Danmörku varð ég ólétt og þar í landi var mikil umræða um lífræna ræktun og mikilvægi lífrænnar fæðu á meðgöngu til að draga úr magni eiturefna sem fóstrið verður fyrir.

Stefna margra danskra sveitarfélaga er að börnum í leikskólum sé boðið upp á lífrænt fæði og þannig var það þar sem við bjuggum. Hugmyndin að þessari mynd kviknaði fyrir nokkrum árum en ég fór ekki að hugsa um þetta af alvöru fyrr en við fjölskyldan fluttum til Íslands fyrir tveimur árum síðan. Að vera lífrænn neytandi var nefnilega mjög auðvelt í Danmörku en allt annað umhverfi blasti við okkur við flutning til Íslands,“ segir hún.

Auglýsing

Anna María bendir á að Evrópusambandið leggi mikla áherslu á að efla lífræna ræktun í álfunni fram til ársins 2030 en lítið sé að gerast í þessum málaflokk á Íslandi.

„Ég fór því af stað í rannsóknarleiðangur um lífræna ræktun á Íslandi en það er efniviður heimildarmyndarinnar Lífrænt líf. Sögur frumkvöðlanna í lífrænni ræktun á Íslandi eru einstakar en margir þeirra hafa synt á móti straumnum í áratugi með lítinn stuðning. Sögur þeirra endurspegla mikinn eldmóð og ástríðu fyrir að rækta matvæli í sátt við jörðina og umhverfið. Í heimildarmyndinni Lífrænt líf kynnumst við nokkrum þessara bænda og frumkvöðla í lífrænni ræktun á Íslandi.“

Mynd: Aðsend

Hver er þín vegferð út í heimildarmyndagerð?

„Mín vegferð út í heimildarmyndargerð er svolítið óhefðbundin. Ég er menntuð söng- og tónlistarkona og hef gefið út 4 plötur, tvær sólóplötur með eigin tónlist og tvær plötur með Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI í Danmörku. Ein sólóplatan mín hét „Hver stund með þér“ en hún innihélt tónlist sem ég samdi við ástarljóð sem afi minn, Ólafur Björn Guðmundsson orti til ömmu minnar, Elínar Maríusdóttur yfir þeirra ævi saman, sem voru um 60 ár. Þessi fallega saga ömmu og afa og allt myndefnið sem afi hafði tekið upp varð til þess að ég ákvað að gera heimildarmynd um þau. Ég framleiddi myndina en leikstjórn var í höndum Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur, klipping í höndum Ólafs Más Björnssonar og upptökur sáu Tjarnargatan um. Myndin var sýnd á RIFF 2015, RÚV og Sjónvarpi Símans 2020.

Sú reynsla sem ég fékk af vinnu við heimildarmyndina „Hver stund með þér“ kveikti hjá mér óslökkvandi áhuga fyrir heimildarmyndagerð. Efniviðurinn hefur verið það sem hefur drifið mig áfram og löngun til að deila efninu með sem flestum,“ segir hún.

Hér má finna verkefnið á Karolina fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk