Frumkvöðlar í lífrænni ræktun hafa synt á móti straumnum í áratugi með lítinn stuðning

Anna María Björnsdóttir er lífrænn neytandi og safnar nú fyrir heimildarmyndinni Lífrænt líf.

Mynd: Karolina Fund
Auglýsing

Anna María Björns­dóttir er líf­rænn neyt­andi en hún er að vinna að heim­ild­ar­mynd­inni Líf­rænt líf sem fjallar um líf­ræna ræktun á Íslandi. Ein­ungis eru um 30 líf­rænir bændur á Íslandi af um 3.000 og hefur sú tala nán­ast staðið í stað í ára­tugi á meðan mörg önnur lönd í kringum okkur hafa jafnt og þétt verið að auka við líf­ræna rækt­un. Anna María var að setja af stað söfnun á Karol­ina fund fyrir seinni hlut­anum á upp­tökum og eft­ir­vinnslu á heim­ild­ar­mynd­inni Líf­rænt líf og stendur söfn­unin til 3.á­gúst 2021. Líf­rænt líf verður frum­sýnd árið 2022.

Hvaðan kom hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég bjó í Dan­mörku í tíu ár en tengda­fjöl­skyldan mín á og rekur líf­rænan bóndabæ þar í landi. Það var í gegnum þau sem ég kynnt­ist því hvað líf­ræn ræktun er en ég hafði ekki hug­mynd um hvað þetta var þegar ég kynnt­ist mann­inum mín­um. Á meðan að ég bjó i Dan­mörku varð ég ólétt og þar í landi var mikil umræða um líf­ræna ræktun og mik­il­vægi líf­rænnar fæðu á með­göngu til að draga úr magni eit­ur­efna sem fóstrið verður fyr­ir.

Stefna margra danskra sveit­ar­fé­laga er að börnum í leik­skólum sé boðið upp á líf­rænt fæði og þannig var það þar sem við bjugg­um. Hug­myndin að þess­ari mynd kvikn­aði fyrir nokkrum árum en ég fór ekki að hugsa um þetta af alvöru fyrr en við fjöl­skyldan fluttum til Íslands fyrir tveimur árum síð­an. Að vera líf­rænn neyt­andi var nefni­lega mjög auð­velt í Dan­mörku en allt annað umhverfi blasti við okkur við flutn­ing til Íslands,“ segir hún.

Auglýsing

Anna María bendir á að Evr­ópu­sam­bandið leggi mikla áherslu á að efla líf­ræna ræktun í álf­unni fram til árs­ins 2030 en lítið sé að ger­ast í þessum mála­flokk á Íslandi.

„Ég fór því af stað í rann­sókn­ar­leið­angur um líf­ræna ræktun á Íslandi en það er efni­viður heim­ild­ar­mynd­ar­innar Líf­rænt líf. Sögur frum­kvöðl­anna í líf­rænni ræktun á Íslandi eru ein­stakar en margir þeirra hafa synt á móti straumnum í ára­tugi með lít­inn stuðn­ing. Sögur þeirra end­ur­spegla mik­inn eld­móð og ástríðu fyrir að rækta mat­væli í sátt við jörð­ina og umhverf­ið. Í heim­ild­ar­mynd­inni Líf­rænt líf kynn­umst við nokkrum þess­ara bænda og frum­kvöðla í líf­rænni ræktun á Ísland­i.“

Mynd: Aðsend

Hver er þín veg­ferð út í heim­ild­ar­mynda­gerð?

„Mín veg­ferð út í heim­ild­ar­mynd­ar­gerð er svo­lítið óhefð­bund­in. Ég er menntuð söng- og tón­list­ar­kona og hef gefið út 4 plöt­ur, tvær sóló­plötur með eigin tón­list og tvær plötur með Nor­rænu spuna­söng­hljóm­sveit­inni IKI í Dan­mörku. Ein sóló­platan mín hét „Hver stund með þér“ en hún inni­hélt tón­list sem ég samdi við ást­ar­ljóð sem afi minn, Ólafur Björn Guð­munds­son orti til ömmu minn­ar, Elínar Mar­íus­dóttur yfir þeirra ævi sam­an, sem voru um 60 ár. Þessi fal­lega saga ömmu og afa og allt myndefnið sem afi hafði tekið upp varð til þess að ég ákvað að gera heim­ild­ar­mynd um þau. Ég fram­leiddi mynd­ina en leik­stjórn var í höndum Sig­ríðar Þóru Ásgeirs­dótt­ur, klipp­ing í höndum Ólafs Más Björns­sonar og upp­tökur sáu Tjarn­ar­gatan um. Myndin var sýnd á RIFF 2015, RÚV og Sjón­varpi Sím­ans 2020.

Sú reynsla sem ég fékk af vinnu við heim­ild­ar­mynd­ina „Hver stund með þér“ kveikti hjá mér óslökkvandi áhuga fyrir heim­ild­ar­mynda­gerð. Efni­við­ur­inn hefur verið það sem hefur drifið mig áfram og löngun til að deila efn­inu með sem flest­u­m,“ segir hún.

Hér má finna verk­efnið á Karol­ina fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk