Frumkvöðlar í lífrænni ræktun hafa synt á móti straumnum í áratugi með lítinn stuðning

Anna María Björnsdóttir er lífrænn neytandi og safnar nú fyrir heimildarmyndinni Lífrænt líf.

Mynd: Karolina Fund
Auglýsing

Anna María Björns­dóttir er líf­rænn neyt­andi en hún er að vinna að heim­ild­ar­mynd­inni Líf­rænt líf sem fjallar um líf­ræna ræktun á Íslandi. Ein­ungis eru um 30 líf­rænir bændur á Íslandi af um 3.000 og hefur sú tala nán­ast staðið í stað í ára­tugi á meðan mörg önnur lönd í kringum okkur hafa jafnt og þétt verið að auka við líf­ræna rækt­un. Anna María var að setja af stað söfnun á Karol­ina fund fyrir seinni hlut­anum á upp­tökum og eft­ir­vinnslu á heim­ild­ar­mynd­inni Líf­rænt líf og stendur söfn­unin til 3.á­gúst 2021. Líf­rænt líf verður frum­sýnd árið 2022.

Hvaðan kom hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég bjó í Dan­mörku í tíu ár en tengda­fjöl­skyldan mín á og rekur líf­rænan bóndabæ þar í landi. Það var í gegnum þau sem ég kynnt­ist því hvað líf­ræn ræktun er en ég hafði ekki hug­mynd um hvað þetta var þegar ég kynnt­ist mann­inum mín­um. Á meðan að ég bjó i Dan­mörku varð ég ólétt og þar í landi var mikil umræða um líf­ræna ræktun og mik­il­vægi líf­rænnar fæðu á með­göngu til að draga úr magni eit­ur­efna sem fóstrið verður fyr­ir.

Stefna margra danskra sveit­ar­fé­laga er að börnum í leik­skólum sé boðið upp á líf­rænt fæði og þannig var það þar sem við bjugg­um. Hug­myndin að þess­ari mynd kvikn­aði fyrir nokkrum árum en ég fór ekki að hugsa um þetta af alvöru fyrr en við fjöl­skyldan fluttum til Íslands fyrir tveimur árum síð­an. Að vera líf­rænn neyt­andi var nefni­lega mjög auð­velt í Dan­mörku en allt annað umhverfi blasti við okkur við flutn­ing til Íslands,“ segir hún.

Auglýsing

Anna María bendir á að Evr­ópu­sam­bandið leggi mikla áherslu á að efla líf­ræna ræktun í álf­unni fram til árs­ins 2030 en lítið sé að ger­ast í þessum mála­flokk á Íslandi.

„Ég fór því af stað í rann­sókn­ar­leið­angur um líf­ræna ræktun á Íslandi en það er efni­viður heim­ild­ar­mynd­ar­innar Líf­rænt líf. Sögur frum­kvöðl­anna í líf­rænni ræktun á Íslandi eru ein­stakar en margir þeirra hafa synt á móti straumnum í ára­tugi með lít­inn stuðn­ing. Sögur þeirra end­ur­spegla mik­inn eld­móð og ástríðu fyrir að rækta mat­væli í sátt við jörð­ina og umhverf­ið. Í heim­ild­ar­mynd­inni Líf­rænt líf kynn­umst við nokkrum þess­ara bænda og frum­kvöðla í líf­rænni ræktun á Ísland­i.“

Mynd: Aðsend

Hver er þín veg­ferð út í heim­ild­ar­mynda­gerð?

„Mín veg­ferð út í heim­ild­ar­mynd­ar­gerð er svo­lítið óhefð­bund­in. Ég er menntuð söng- og tón­list­ar­kona og hef gefið út 4 plöt­ur, tvær sóló­plötur með eigin tón­list og tvær plötur með Nor­rænu spuna­söng­hljóm­sveit­inni IKI í Dan­mörku. Ein sóló­platan mín hét „Hver stund með þér“ en hún inni­hélt tón­list sem ég samdi við ást­ar­ljóð sem afi minn, Ólafur Björn Guð­munds­son orti til ömmu minn­ar, Elínar Mar­íus­dóttur yfir þeirra ævi sam­an, sem voru um 60 ár. Þessi fal­lega saga ömmu og afa og allt myndefnið sem afi hafði tekið upp varð til þess að ég ákvað að gera heim­ild­ar­mynd um þau. Ég fram­leiddi mynd­ina en leik­stjórn var í höndum Sig­ríðar Þóru Ásgeirs­dótt­ur, klipp­ing í höndum Ólafs Más Björns­sonar og upp­tökur sáu Tjarn­ar­gatan um. Myndin var sýnd á RIFF 2015, RÚV og Sjón­varpi Sím­ans 2020.

Sú reynsla sem ég fékk af vinnu við heim­ild­ar­mynd­ina „Hver stund með þér“ kveikti hjá mér óslökkvandi áhuga fyrir heim­ild­ar­mynda­gerð. Efni­við­ur­inn hefur verið það sem hefur drifið mig áfram og löngun til að deila efn­inu með sem flest­u­m,“ segir hún.

Hér má finna verk­efnið á Karol­ina fund.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk