„Ekkert of mikið útsett og aldrei að vita hvað gerist í augnablikinu“

Marína Ósk safnar nú á Karolina Fund fyrir nýrri plötu. „Ég er í raun að þreyta frumraun mína í jazzlagasmíðum og er afar spennt að kynna þá tónlist fyrir heiminum,“ segir hún.

Marína Ósk
Marína Ósk
Auglýsing

Söng­konan og laga­höf­und­ur­inn Mar­ína Ósk er fædd og upp­alin í Kefla­vík. Hún hefur síð­ustu ár hreiðrað um sig á jazz­sen­unni á Íslandi og verið tíður tón­leika­hald­ari á helstu jazztón­leika­stöðum lands­ins, svo sem Jazzhá­tíð Reykja­vík­ur, Jazzhá­tíð Garða­bæj­ar, Sum­arjazzi á Jóm­frúnni og Múl­anum Jazz­klúbbi.

Árið 2019 gaf hún út sína fyrstu sóló­plötu, Athvarf, og hlaut fyrir hana tvær til­nefn­ingar til Íslensku tón­list­ar­verð­laun­anna 2020. Hún gefur nú út aðra sóló­plötu sína, sem að þessu sinni verður hrein­rækt­uð, gam­al­dags jazz­plata með heima­bök­uðum jazzlögum eftir Mar­ínu sjálfa.

Platan kemur út í ágúst 2022 og verður hún gefin út á vínyl og geisla­disk. Á Karol­ina Fund safnar Mar­ína Ósk fyrir fram­leiðsl­unni á snert­an­legum ein­tökum plöt­unnar og býður þar upp á alls kyns val­mögu­leika fyrir þá sem vilja styrkja útgáf­una, til dæmis söng­tíma, stofu­tón­leika og svokölluð *ein­stök ein­tök* af vín­yl-­plöt­um. Platan kemur út hjá sænska plötu­fyr­ir­tæk­inu TengTo­nes og verða útgáfu­tón­leikar haldnir á Jazzhá­tíð Reykja­víkur 2022 í Hörpu.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef ein­beitt mér að jazzinum síð­ustu ár og á náms­árum mínum í Amster­dam og í Stokk­hólmi byrj­aði ég að hlusta rosa­lega mikið á gamlan jazz frá 50’s og 60’s tíma­bilum síð­ustu ald­ar. Þar fann ég tón­list sem átti rosa­lega vel við mig og eftir mikla hlust­un, grúsk og stúd­er­ingar fór ég á flug í laga­smíð­um.

Ég byrj­aði að semja lög í sama stíl og þessi gömlu jazzlög sem ég var að hlusta á, svipuð lög­unum sem Frank Sinatra og Ella Fitz­ger­ald sungu, og úr varð þessi plata, One Even­ing in July. Hún mun inni­halda 8 lög, 7 nýbökuð og eina ábreiðu af lagi sem hefur fylgt mér lengi sem jazz­söng­konu. Tón­listin er hlý­leg, róm­an­tísk og dálítið gam­al­dags hljóm­andi. Ég ákvað strax að gefa plöt­una út á föstu formi en ég bók­staf­lega elska vín­yl-­plötur og finnst afar nota­legt að setja plötu á fón­inn, hlusta á brakið og brest­ina og þessa hlý­legu nálægð við upp­tök­una og lista­mann­inn, það er alveg ein­stakt,“ segir hún.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

„Ég er í raun að þreyta frumraun mína í jazzlaga­smíðum og er afar spennt að kynna þá tón­list fyrir heim­in­um. Þar sem tón­listin er gam­al­dags í eðli sínu, þó að hún beri með sér nútíma­lega nálg­un, þá fannst mér til­valið að hafa upp­tök­urnar og útsetn­ing­arnar dálítið gam­al­dags líka; taka upp „li­ve“ og leyfa þessu dálítið að ger­ast í hljóð­ver­inu. Bandið sem spilar á plöt­unni heitir Mar­ína Ósk Kvar­tett og inni­heldur tvo dúetta; ann­ars vegar mig og kærast­ann minn, gít­ar­leik­ar­ann Mik­ael Mána Ásmunds­son og hins­vegar sænsku jazz­bræð­urna frá Upp­sala, Johan og Erik Teng­holm, en þeir leika á kontra­bassa og trompet. Þessi hópur á það sam­eig­in­legt að elska þennan gamla, nota­lega jazz og að spila tón­list í þeim stíl.“

Mar­ína Ósk seg­ist ekki hafa getað fengið betra fólk með sér. „Þeir eru æðis­legir þessi dreng­ir. Við tókum upp í hljóð­veri í Stokk­hólmi og ákváðum að gera það „li­ve”; allir í sama rými og allir taka upp á sama tíma. Ekk­ert of mikið útsett og aldrei að vita hvað ger­ist í augna­blik­inu. Hlusti maður á gamlar jazz­plötur má heyra ýmis­legt sem eflaust væri klippt út í dag, svo sem lítil mis­tök hér og þar, brak í gólfi eða ræsk­ing­ar. Mér finnst þetta svo heill­andi að ég vildi gera það sama. Við gerðum því ekk­ert yfir­spil, engar stór­kost­legar klipp­ingar og leyfðum tón­list­inni dálítið að stjórna ferð­inni. Á plöt­unni fær hlust­and­inn því að heyra heilar tökur sem hljóma svo gott sem nákvæm­lega eins og þær hljóm­uðu þegar ýtt var á „rec“-takk­ann í hljóð­ver­in­u.“

Hún segir að þar sem hún sé mik­ill vín­yl­plötu­að­dá­andi þá hafi henni fund­ist til­valið að gera eitt­hvað skemmti­legt í kringum það. „Í sam­ráði við plötu­fyr­ir­tækið mitt, TengTo­nes, ákváðum við að prenta ein­ungis 100 ein­tök af vín­yl-­plöt­unum og 150 ein­tök af geisla­disk­um. Mér datt svo í hug að láta hluta vín­yls­ins verða að ein­hverju sér­stöku og þá kom hug­myndin um *ein­stök ein­tök* í koll­inn, en þau ein­tök verða bara 50 tals­ins og aðeins í boði í söfn­un­inni á Karolina­fund. Hvert ein­tak verður núm­erað og því mun fylgja eitt­hvað per­sónu­legt, beint frá mér til þess sem ein­takið kaup­ir. Ég hef haldið því leyndu hvað það verður og læt það bara koma á óvart, en get þó sagt að það verður fal­legt, ein­lægt og jafn­vel krútt­leg­t.“

Mar­ína Ósk ákvað svo að hafa fleiri mögu­leika í boði fyrir þá sem eiga kannski ekki plötu­spil­ara en vilja taka þátt í að styðja við íslenska tón­list. „Sem dæmi er hægt að forp­anta plöt­una á geisla­disk, kaupa söng­tíma hjá mér á vina­pr­ís, en ég elska að kenna, og svo eru einnig í boði stofu­tón­leikar með með­leik­ara. Svo má auð­vitað styðja við verk­efnið án snert­an­legra verð­launa og styrkja þannig útgáf­una.

Ég hlakka mikið til að koma þess­ari plötu út í heim­inn og vona að tón­listin rati í eyru þeirra sem myndu njóta henn­ar,“ segir hún að lok­um.

Hægt er að styðja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk