„Ekkert of mikið útsett og aldrei að vita hvað gerist í augnablikinu“

Marína Ósk safnar nú á Karolina Fund fyrir nýrri plötu. „Ég er í raun að þreyta frumraun mína í jazzlagasmíðum og er afar spennt að kynna þá tónlist fyrir heiminum,“ segir hún.

Marína Ósk
Marína Ósk
Auglýsing

Söng­konan og laga­höf­und­ur­inn Mar­ína Ósk er fædd og upp­alin í Kefla­vík. Hún hefur síð­ustu ár hreiðrað um sig á jazz­sen­unni á Íslandi og verið tíður tón­leika­hald­ari á helstu jazztón­leika­stöðum lands­ins, svo sem Jazzhá­tíð Reykja­vík­ur, Jazzhá­tíð Garða­bæj­ar, Sum­arjazzi á Jóm­frúnni og Múl­anum Jazz­klúbbi.

Árið 2019 gaf hún út sína fyrstu sóló­plötu, Athvarf, og hlaut fyrir hana tvær til­nefn­ingar til Íslensku tón­list­ar­verð­laun­anna 2020. Hún gefur nú út aðra sóló­plötu sína, sem að þessu sinni verður hrein­rækt­uð, gam­al­dags jazz­plata með heima­bök­uðum jazzlögum eftir Mar­ínu sjálfa.

Platan kemur út í ágúst 2022 og verður hún gefin út á vínyl og geisla­disk. Á Karol­ina Fund safnar Mar­ína Ósk fyrir fram­leiðsl­unni á snert­an­legum ein­tökum plöt­unnar og býður þar upp á alls kyns val­mögu­leika fyrir þá sem vilja styrkja útgáf­una, til dæmis söng­tíma, stofu­tón­leika og svokölluð *ein­stök ein­tök* af vín­yl-­plöt­um. Platan kemur út hjá sænska plötu­fyr­ir­tæk­inu TengTo­nes og verða útgáfu­tón­leikar haldnir á Jazzhá­tíð Reykja­víkur 2022 í Hörpu.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef ein­beitt mér að jazzinum síð­ustu ár og á náms­árum mínum í Amster­dam og í Stokk­hólmi byrj­aði ég að hlusta rosa­lega mikið á gamlan jazz frá 50’s og 60’s tíma­bilum síð­ustu ald­ar. Þar fann ég tón­list sem átti rosa­lega vel við mig og eftir mikla hlust­un, grúsk og stúd­er­ingar fór ég á flug í laga­smíð­um.

Ég byrj­aði að semja lög í sama stíl og þessi gömlu jazzlög sem ég var að hlusta á, svipuð lög­unum sem Frank Sinatra og Ella Fitz­ger­ald sungu, og úr varð þessi plata, One Even­ing in July. Hún mun inni­halda 8 lög, 7 nýbökuð og eina ábreiðu af lagi sem hefur fylgt mér lengi sem jazz­söng­konu. Tón­listin er hlý­leg, róm­an­tísk og dálítið gam­al­dags hljóm­andi. Ég ákvað strax að gefa plöt­una út á föstu formi en ég bók­staf­lega elska vín­yl-­plötur og finnst afar nota­legt að setja plötu á fón­inn, hlusta á brakið og brest­ina og þessa hlý­legu nálægð við upp­tök­una og lista­mann­inn, það er alveg ein­stakt,“ segir hún.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

„Ég er í raun að þreyta frumraun mína í jazzlaga­smíðum og er afar spennt að kynna þá tón­list fyrir heim­in­um. Þar sem tón­listin er gam­al­dags í eðli sínu, þó að hún beri með sér nútíma­lega nálg­un, þá fannst mér til­valið að hafa upp­tök­urnar og útsetn­ing­arnar dálítið gam­al­dags líka; taka upp „li­ve“ og leyfa þessu dálítið að ger­ast í hljóð­ver­inu. Bandið sem spilar á plöt­unni heitir Mar­ína Ósk Kvar­tett og inni­heldur tvo dúetta; ann­ars vegar mig og kærast­ann minn, gít­ar­leik­ar­ann Mik­ael Mána Ásmunds­son og hins­vegar sænsku jazz­bræð­urna frá Upp­sala, Johan og Erik Teng­holm, en þeir leika á kontra­bassa og trompet. Þessi hópur á það sam­eig­in­legt að elska þennan gamla, nota­lega jazz og að spila tón­list í þeim stíl.“

Mar­ína Ósk seg­ist ekki hafa getað fengið betra fólk með sér. „Þeir eru æðis­legir þessi dreng­ir. Við tókum upp í hljóð­veri í Stokk­hólmi og ákváðum að gera það „li­ve”; allir í sama rými og allir taka upp á sama tíma. Ekk­ert of mikið útsett og aldrei að vita hvað ger­ist í augna­blik­inu. Hlusti maður á gamlar jazz­plötur má heyra ýmis­legt sem eflaust væri klippt út í dag, svo sem lítil mis­tök hér og þar, brak í gólfi eða ræsk­ing­ar. Mér finnst þetta svo heill­andi að ég vildi gera það sama. Við gerðum því ekk­ert yfir­spil, engar stór­kost­legar klipp­ingar og leyfðum tón­list­inni dálítið að stjórna ferð­inni. Á plöt­unni fær hlust­and­inn því að heyra heilar tökur sem hljóma svo gott sem nákvæm­lega eins og þær hljóm­uðu þegar ýtt var á „rec“-takk­ann í hljóð­ver­in­u.“

Hún segir að þar sem hún sé mik­ill vín­yl­plötu­að­dá­andi þá hafi henni fund­ist til­valið að gera eitt­hvað skemmti­legt í kringum það. „Í sam­ráði við plötu­fyr­ir­tækið mitt, TengTo­nes, ákváðum við að prenta ein­ungis 100 ein­tök af vín­yl-­plöt­unum og 150 ein­tök af geisla­disk­um. Mér datt svo í hug að láta hluta vín­yls­ins verða að ein­hverju sér­stöku og þá kom hug­myndin um *ein­stök ein­tök* í koll­inn, en þau ein­tök verða bara 50 tals­ins og aðeins í boði í söfn­un­inni á Karolina­fund. Hvert ein­tak verður núm­erað og því mun fylgja eitt­hvað per­sónu­legt, beint frá mér til þess sem ein­takið kaup­ir. Ég hef haldið því leyndu hvað það verður og læt það bara koma á óvart, en get þó sagt að það verður fal­legt, ein­lægt og jafn­vel krútt­leg­t.“

Mar­ína Ósk ákvað svo að hafa fleiri mögu­leika í boði fyrir þá sem eiga kannski ekki plötu­spil­ara en vilja taka þátt í að styðja við íslenska tón­list. „Sem dæmi er hægt að forp­anta plöt­una á geisla­disk, kaupa söng­tíma hjá mér á vina­pr­ís, en ég elska að kenna, og svo eru einnig í boði stofu­tón­leikar með með­leik­ara. Svo má auð­vitað styðja við verk­efnið án snert­an­legra verð­launa og styrkja þannig útgáf­una.

Ég hlakka mikið til að koma þess­ari plötu út í heim­inn og vona að tón­listin rati í eyru þeirra sem myndu njóta henn­ar,“ segir hún að lok­um.

Hægt er að styðja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiFólk