Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins

„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.

Pétur Arnar Kristinsson
Auglýsing

Pétur Arnar Krist­ins­son er fæddur á því herr­ans ári 1974. Hefur hann lengi feng­ist við laga­smíðar en það var ekki fyrr en lagið hans Aldrei segja aldrei komst inn í Söngvakeppni Sjón­varps­ins 2012 að lag eftir hann var gefið út. Enn liðu svo nokkur ár þar til næstu tvö lög voru tekin upp árið 2018. Svo komu lögin í hollum og nú er hann að leggja loka­hönd á síð­ustu fimm lögin á sína fyrstu breið­skífu. Flytj­endur eru, auk höf­und­ar, ekki af verri end­anum en það eru þau Geir Ólafs­son, Íris Lind Veru­dóttir og Sig­urður Ingi­mars­son.

Fylgj­ast má með ferl­inu og tón­list hans á Face­book.

Hefur Pétur nú blásið til söfn­unar fyrir útgáf­unni hjá Karol­ina Fund.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef lengi átt mér þennan draum en löng­unin til að gera úr lög­unum eitt­hvað áþreif­an­legt eins og geisla­disk hefur ágerst eftir með hverju lagi sem ratar í stúd­íó, þannig að nú um ára­mótin ákvað ég að láta slag standa og setja í upp­töku­ferli þessi lög sem vant­aði fyrir plöt­u,“ svarar Pét­ur. Söngvakeppnin 2012 hafi markað upp­haf­ið. „Þar fékk ég bakt­er­í­una svo að segja, þó ég hafi ann­ars verið búinn að vera að taka upp lagaskissur heima hjá mér um ára­bil.

Svo mörgum árum seinna kom að því lagi sem mér fannst ég bara verða að koma frá mér, Von­ar­stjarna og þá var svo hepp­inn að finna Snorra Snorra­son, upp­töku­stjóra, Ingólf Magn­ús­son bassa­leik­ara og Þor­vald Kára Ing­veld­ar­son í verkið og komu tvö lög út árið 2018. Hefur þetta sam­starf hald­ist far­sæl­lega síð­an, er ráð­ist var í tölu­vert stærri skammt árið 2020 og loks þessi lög sem eru nú að verða klár. Bak­raddir hef ég fundið í félögum mínum í Rokkkór Íslands.“

Um annan hljóð­færa­leik en bassa og trommur og um útsetn­ingar hef Pétur séð sjálf­ur, þótt þeir Ingólfur og Þor­valdur hafi að mestu „leikið lausum hala á bass­ann og tromm­ur, ein­ungis með laus­legri hlið­sjón af mínum skissum: Er ég afskap­lega ánægður með útkom­una!“

Er eitt­hvað þema eða rauður þráður í verk­efn­inu?

„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tíma­bili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stíg­andi ball­öðum til eins konar rokk­óp­eru,“ segir Pét­ur. Tvö lag­anna séu „instru­mental”.

„Ætli þráð­inn sé ekki að finna í text­un­um? Þeir eiga það til að inni­halda hvatn­ing­ar­orð og hug­hreyst­ingar sem end­ur­spegl­ast í titl­un­um; Aldrei segja aldrei, Gengur betur næst, Fyrir þér, Syngdu með,“ segir hann og tekur exta­dæmi: „Komdu út í straum­inn, taktu taum­inn, vertu vinur með; hvort sem ertu´ í leiknum lífs­ins bisk­up, kóngur eða peð.. „

Þá segir hann text­ana vera hug­leið­ingar um lífið og „þetta að vera til og hvernig við notum tím­ann okkar hér á jörð. Lagið Tím­inn er dæmi það.“

Fyrsta lagið hafi ef til vill verið und­an­tekn­ing­in, hvað stíl varð­ar, en trommu­leik­ar­inn lýsti því sem „tri­bal” rokki. „Ég hef það fyrst, svo að fólk gangi ekki að ein­hverjum stíl sem gefnum hjá mér: Þetta er jú bland í poka.“

Pétur hefur í nokkrum til­fellum tekið upp enskar útgáfu sam­hliða hinum íslensku en á plöt­unni er ein­ungis sungið á íslensku.

Stiklur af lög­unum 12 má hlusta á hér.

Eitt­hvað að lokum sem þú vilt að komi fram?

„Tja, Þar sem sum­arið er að hlaupa frá okkur ákvað ég að taka smá for­skot á sæl­una og gefa instru­mental­inn Föss­ari, sem verður á plöt­unni, út í enskri útgáfu, Fri­day, ásamt mynd­bandi og örlitlum bak­radda­söng.“

Kom lagið út í öllum helstu net­versl­unum (Spoti­fy, Amazon o.fl.) síð­asta föstu­dag. „Og platan mun svo -ef söfn­un­ar­mark­mið næst- fylgja snemma í sept­em­ber,“ segir Pét­ur.

Hér má kynna sér og styrkja verk­efnið á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk