Fólk eigi að geta valið sína eigin meðferð

„Hestar eru einstaklega næmir og eiga mjög auðvelt með að skynja fólk. Þeir bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir einstaklinga til þess að vinna úr sínum vanda og sigrast á áskorunum,“ segir Hafdís Bára sem nú safnar fyrir meðferðarverkefni á Karolina Fund.

Vonarljós Mynd: Karolina Fund
Auglýsing

Haf­dís Bára Ósk­ars­dóttir er 32 ára Hún­vetn­ingur með mikla rétt­læt­is­kennd. Hún ólst upp á Steiná í Svart­ár­dal þar sem dýr og þá helst hestar og hundar voru hennar bestu vin­ir. Með aldr­inum kom sú ástríða að vilja aðstoða alla sem þurftu aðstoð og þá sér­stak­lega tengt and­legri líðan og rétt­ind­um.

Frá því í fram­halds­skóla hefur það verið mik­ill draumur hjá Haf­dísi að nýta dýr sem með­ferð­ar­úr­ræði, sér­stak­lega þar sem henni finnst vanta mun fleiri úrræði fyrir fólk til þess að vinna með sál­rænan vanda. Safnað verður á Karol­ina Fund fyrir bættum aðbún­aði í hest­húsi, reið­bún­aði fyrir hesta og skjól­stæð­inga, sem og nám­skeiðs­gjaldi fyrir vef­síðu­gerð.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef frá því að ég man eftir mér haft gríð­ar­legan mik­inn áhuga á því að aðstoða fólk á einn eða annan hátt. Með árunum þró­að­ist þetta í að vilja veita öðrum stuðn­ing í sínum and­legum erf­ið­leik­um. Ég sjálf leit­aði mikið til dýra fyrir slíkan stuðn­ing sem það gerði að verkum að áhugi minn að nýta dýr í með­ferð­ar­úr­ræði jókst með árun­um. Sér­stak­lega þegar ég fór að taka meira eftir því úrræða­leysi sem er í sam­fé­lag­inu gagn­vart fólki með and­legan vanda.

Ég velti því oft fyrir mér þeirri hugs­un, af hverju ekki að reyna að koma á fót geð­heilsu­m­ið­stöð með ólíkar með­ferð­ir? Með­ferðir sem hafa sýnt fram á góðan árangur með fólki en eru jafn­vel ekki á allra vörum í dag­legu lífi. Ég fór þá að leita eftir því að kom­ast í gegnum EAGA­LA-­sam­tökin í Banda­ríkj­unum og fór á mitt fyrsta nám­skeið hjá þeim haustið 2019 og þarf að við­halda því skír­teini með reglu­legri end­ur­mennt­un,“ segir Haf­dís Bára.

Vonarljós Mynd: Karolina Fund

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Meg­in­þema verk­efn­is­ins eru hest­arnir sem verða að fag­að­ilum í ferl­inu, að sögn Haf­dísar Báru. „Fólk veltir því örugg­lega fyrir sér, af hverju hestar? Hestar eru ein­stak­lega næmir og eiga mjög auð­velt með að skynja fólk. Þeir bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir ein­stak­linga til þess að vinna úr sínum vanda og sigr­ast á áskor­un­um. Hest­arnir spegla hvernig ein­stak­lingum líður og það sem ger­ist er að hest­arnir bregð­ast við eftir því hvað þeir skynja. Það gefur okkur miklar upp­lýs­ingar til að vinna með.

Mikið af því sem við erum að gera í virkn­inni er að búa til ákveðna fram­setn­ingu á því hvað er að ger­ast í lífi fólks. Ein­stak­ling­arnir hafa þá tæki­færi til þess að fara í gegnum það, vinna með hest­un­um, læra ákveðin mynstur og finna nýjar leiðir til þess að styrkja og efla líf sitt. Með­ferð­irnar eru skjól­stæð­ings­mið­aðar og er lögð mikil áhersla á að ein­stak­ling­arnir hafi bestu lausn­irnar fyrir sjálfa sig þegar þeir fá tæki­færið til þess að upp­götva þær,“ segir hún.

Haf­dís Bára telur að á tímum and­legra erf­ið­leika þurfum við að opna hug­ann meira fyrir fjöl­breytt­ari með­ferðum til að vinna með and­lega heilsu og þá sér­stak­lega stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög. „Við þurfum að hjálp­ast að til að gera kerfið og með­ferð­irnar aðgengi­legri fyrir almenn­ing. Eng­inn á að þurfa að bíða í heilt ár eða lengur eftir með­ferð því þá getur það jafn­vel verið orðið of seint. Fólk á að geta haft val um sínar með­ferðir og fundið út hvað hentar þeim. Það er eitt af því sem Von­ar­ljós vill stefna á, að geta boðið upp á ann­ars konar með­ferðir fyrir þá sem hafa jafn­vel ekki fundið það sem hentar þeim. Unnið verður með öðrum frá­bærum fag­að­ilum og búið til heild­rænt með­ferð­ar­sam­fé­lag.“

Hér er hægt að styrkja söfn­un­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiFólk