Fólk eigi að geta valið sína eigin meðferð

„Hestar eru einstaklega næmir og eiga mjög auðvelt með að skynja fólk. Þeir bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir einstaklinga til þess að vinna úr sínum vanda og sigrast á áskorunum,“ segir Hafdís Bára sem nú safnar fyrir meðferðarverkefni á Karolina Fund.

Vonarljós Mynd: Karolina Fund
Auglýsing

Haf­dís Bára Ósk­ars­dóttir er 32 ára Hún­vetn­ingur með mikla rétt­læt­is­kennd. Hún ólst upp á Steiná í Svart­ár­dal þar sem dýr og þá helst hestar og hundar voru hennar bestu vin­ir. Með aldr­inum kom sú ástríða að vilja aðstoða alla sem þurftu aðstoð og þá sér­stak­lega tengt and­legri líðan og rétt­ind­um.

Frá því í fram­halds­skóla hefur það verið mik­ill draumur hjá Haf­dísi að nýta dýr sem með­ferð­ar­úr­ræði, sér­stak­lega þar sem henni finnst vanta mun fleiri úrræði fyrir fólk til þess að vinna með sál­rænan vanda. Safnað verður á Karol­ina Fund fyrir bættum aðbún­aði í hest­húsi, reið­bún­aði fyrir hesta og skjól­stæð­inga, sem og nám­skeiðs­gjaldi fyrir vef­síðu­gerð.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Ég hef frá því að ég man eftir mér haft gríð­ar­legan mik­inn áhuga á því að aðstoða fólk á einn eða annan hátt. Með árunum þró­að­ist þetta í að vilja veita öðrum stuðn­ing í sínum and­legum erf­ið­leik­um. Ég sjálf leit­aði mikið til dýra fyrir slíkan stuðn­ing sem það gerði að verkum að áhugi minn að nýta dýr í með­ferð­ar­úr­ræði jókst með árun­um. Sér­stak­lega þegar ég fór að taka meira eftir því úrræða­leysi sem er í sam­fé­lag­inu gagn­vart fólki með and­legan vanda.

Ég velti því oft fyrir mér þeirri hugs­un, af hverju ekki að reyna að koma á fót geð­heilsu­m­ið­stöð með ólíkar með­ferð­ir? Með­ferðir sem hafa sýnt fram á góðan árangur með fólki en eru jafn­vel ekki á allra vörum í dag­legu lífi. Ég fór þá að leita eftir því að kom­ast í gegnum EAGA­LA-­sam­tökin í Banda­ríkj­unum og fór á mitt fyrsta nám­skeið hjá þeim haustið 2019 og þarf að við­halda því skír­teini með reglu­legri end­ur­mennt­un,“ segir Haf­dís Bára.

Vonarljós Mynd: Karolina Fund

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Meg­in­þema verk­efn­is­ins eru hest­arnir sem verða að fag­að­ilum í ferl­inu, að sögn Haf­dísar Báru. „Fólk veltir því örugg­lega fyrir sér, af hverju hestar? Hestar eru ein­stak­lega næmir og eiga mjög auð­velt með að skynja fólk. Þeir bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir ein­stak­linga til þess að vinna úr sínum vanda og sigr­ast á áskor­un­um. Hest­arnir spegla hvernig ein­stak­lingum líður og það sem ger­ist er að hest­arnir bregð­ast við eftir því hvað þeir skynja. Það gefur okkur miklar upp­lýs­ingar til að vinna með.

Mikið af því sem við erum að gera í virkn­inni er að búa til ákveðna fram­setn­ingu á því hvað er að ger­ast í lífi fólks. Ein­stak­ling­arnir hafa þá tæki­færi til þess að fara í gegnum það, vinna með hest­un­um, læra ákveðin mynstur og finna nýjar leiðir til þess að styrkja og efla líf sitt. Með­ferð­irnar eru skjól­stæð­ings­mið­aðar og er lögð mikil áhersla á að ein­stak­ling­arnir hafi bestu lausn­irnar fyrir sjálfa sig þegar þeir fá tæki­færið til þess að upp­götva þær,“ segir hún.

Haf­dís Bára telur að á tímum and­legra erf­ið­leika þurfum við að opna hug­ann meira fyrir fjöl­breytt­ari með­ferðum til að vinna með and­lega heilsu og þá sér­stak­lega stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög. „Við þurfum að hjálp­ast að til að gera kerfið og með­ferð­irnar aðgengi­legri fyrir almenn­ing. Eng­inn á að þurfa að bíða í heilt ár eða lengur eftir með­ferð því þá getur það jafn­vel verið orðið of seint. Fólk á að geta haft val um sínar með­ferðir og fundið út hvað hentar þeim. Það er eitt af því sem Von­ar­ljós vill stefna á, að geta boðið upp á ann­ars konar með­ferðir fyrir þá sem hafa jafn­vel ekki fundið það sem hentar þeim. Unnið verður með öðrum frá­bærum fag­að­ilum og búið til heild­rænt með­ferð­ar­sam­fé­lag.“

Hér er hægt að styrkja söfn­un­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk