Vill gefa til baka til lands sem hann hefur elskað svo mikið

Garðyrkumaður frá Bretlandi féll fyrir Íslandi þegar hann kom fyrst til landsins og langar nú til að gefa til baka. Hann hyggst stofna fyrirtækið Birch Tree Yurts og safnar fyrir því á Karolina Fund.

Karolina Fund
Auglýsing

Birch Tree Yurts er hug­mynd sem Adrian Wald­er, 52 ára garð­yrkju­manni frá Bret­landi, fékk þegar hann varð ást­fang­inn af Íslandi árið 2019 eftir ferða­lag með syni sín­um.

Mark­mið hans er að útvega ferða­mönnum skemmti­lega og hag­kvæma orlofs­gist­ingu. Áhersla er lögð á umhverfið en hann ætlar að reka fyr­ir­tækið sem „óhagn­að­ar­drif­ið“ og nota hagn­að­inn til að fjár­magna skóg­rækt­ar­starf um allt Ísland. Hann vill jafn­framt takast á við þau vanda­mál sem skap­ast hafa af völdum fjölda­túrisma. Adrian safnar nú fyrir verk­efn­inu á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Hvernig kvikn­aði hug­myndin að þessu verk­efni?

„Hug­myndin þró­að­ist í raun á nokkrum árum en ég hef alltaf elskað að vera úti og búa í sveit­inni. Eftir fyrstu ferð­ina mína til Íslands í hús­bíl gat ég ekki hætt að hugsa um landið og hvernig mér leið eins og ég ætti hér heima. Ég byrj­aði að skipu­leggja aðra lengri ferð en þá var heim­ur­inn á hvolfi vegna COVID. Ég hélt áfram að rann­saka Ísland: Ég horfði á YouTu­be-­mynd­bönd, las blogg og svo fram­vegis – og ég komst fljótt að því að ferða­þjón­ust­unni á Íslandi fylgir nokkur vanda­mál. Ég horfði einnig á breskan sjón­varps­þátt sem heitir „New Lives in the Wild“ en nokkrir af þátt­unum voru teknir upp á Íslandi og sýndu hvernig „venju­legt“ fólk hefði gef­ist upp á „9 tíl 5“-rútínu og byrjað nýtt líf til að lifa ein­fald­ari lífs­stíl í sátt við umhverfi sitt. Þetta varð þess vald­andi að hug­myndin um Birch Tree Yurts varð til.

Ég er síðan nýlega kom­inn aftur úr lengra ferða­lagi en ég fór yfir 2.600 kíló­metra um allt Ísland. Þessi ferð hefur aðeins end­ur­vakið löngun mína til að láta þetta ger­ast,“ segir hann.

Adrian Walder Mynd: Karolina Fund

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

Adrian segir að þemað sé í raun­inni frekar ein­falt og veiti fólki tæki­færi til að gista á skemmti­legum stað með áherslu á umhverf­ið. „Ég valdi „yurts“ af nokkrum ástæð­um; þeir eru öðru­vísi en gengur og ger­ist, hafa minni áhrif á umhverfið og frá við­skipta­legu sjón­ar­miði munu þeir „kynna“ sig í gegnum sam­fé­lags­miðla. Fólk elskar að birta myndir og tala um ein­staka staði sem það hefur dvalið á. Ég hef tekið eftir því und­an­farin tvö ár að þetta eigi sér­stak­lega við þegar kemur að Ísland­i.“

Er eitt­hvað annað sér­stakt sem þú vilt segja um verk­efn­ið?

„Já, eins mikið og þessi hug­mynd snýst um ást mína á Íslandi og löngun mína til að búa og starfa þar þá er það miklu meira en það – ég vil reka verk­efnið sem „óhagn­að­ar­drif­inn“ sjóð að lok­um. Eftir rekstr­ar­kostnað mun ég gefa 100 pró­sent af tekjum til styrktar skóg­rækt­ar- og skóg­rækt­ar­verk­efna um allt Ísland. Ég er nú þegar orð­inn opin­ber sam­starfs­að­ili One Tree Planted, stofn­unar sem ann­ast verk­efni um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Fyrir mér snýst þetta verk­efni ekki um að ég þéni pen­inga fyrir sjálfan mig heldur að gefa til baka til lands sem ég hef elskað mjög mik­ið.“

Hér er hægt að styrkja söfn­un­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk