„Mín tilfinning og ósk er að þessi mynd verði einhvers konar heilunarferli fyrir alla“

Siggi Kinski og Stefán Árni safna nú fyrir þriggja þátta heimildarmynd um litríkan og dramatískan feril GusGus.

Karolina Fund
Auglýsing

Siggi Kinski er kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur, tón­list­ar­maður og list­rænn stjórn­andi. Hann er einn af stofn­endum fjöl­lista­hóps­ins GusGus en hefur búið og starfað við kvik­mynda­gerð erlendis síð­ast­liðin 18 ár. Á síð­ustu árum hefur Siggi samið tón­list á ný með GusGus og er afrakstur þeirrar sam­vinnu plata árs­ins hjá Íslenskum tón­list­ar­ver­laun­um, Mobile Home.

Hann rekur fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Kjól & And­er­son, ásamt Stef­áni Árna og Baldri Stef­áns­syni. Kjól & And­er­son er að und­ir­búa fram­leiðslu á heim­ild­ar­mynd­inni Impossi­ble Band, sem fjallar um langan, dramat­ískan og lit­ríkan feril GusGus. Siggi og Stefán Árni hafa unnið sem leik­stjórar um heim allan undir nafn­inu Arni & Kinski. Þeir safna nú fyrir verk­efn­inu á Karol­ina Fund.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Við Stefán vorum einir af stofn­endum GusGus og með­limir í um sex ár. Þetta tíma­bil var allt í senn skemmti­legt, spenn­andi, grát­bros­legt, fárán­legt, sorg­legt og ógleym­an­legt. Sem kvik­mynda­gerð­ar­mönnum hefur okkur lengi langað til að gera þessu skil á ein­hvern hátt. Ein hug­mynd var að gera leikna gam­an­þætti, enda voru þarna skraut­legir karakt­er­ar, stór egó, sér­vitr­ing­ar; flestir sjálf­um­glaðir og klikk­aðir snill­ing­ar.

Árið 2019, þegar ég byrj­aði að vinna tón­list aftur með GusGus, hafði Biggi Veira búið um sig sem nokk­urs konar ein­ræð­is­herra. Mér datt í hug að gera mynd um það hvernig GusGus fór frá því að vera 9 manna útópískt lýð­ræð­is­ríki í það að vera ein­ræð­is­ríki þar sem Veiran veður yfir allt og alla á skítugum pinna­hæl­un­um, sáldr­andi brjáli yfir hóg­væran séntil­mann­inn Dan­íel Ágúst, sem á þessum tíma var orð­inn einn eftir í kot­inu með harð­stjór­an­um,“ segir Siggi.

Mynd: Karolina Fund

En GusGus hafi alltaf verið á stöð­ugu breyt­inga­skeiði. Hugar og hjörtu hafi opn­ast á síð­ustu árum, kær­leik­ur­inn hafi vax­ið, heilun átt sér stað, og nú síð­ast hafi Biggi Veira fengið lang­þráð Íslensk tón­list­ar­verð­laun fyrir bestu plöt­una. „Það mis­ræmi hefur nú verið lag­að,“ segir Biggi. „Nú er hægt að fara gera eitt­hvað skemmti­leg­t.“

Þannig að í mynd­inni munu áhorf­endur kynn­ast GusGus í dag en á sama tíma kynn­ast sög­unni með við­tölum við alla fyrrum með­limi hóps­ins og upp­lif­unum þeirra í GusGus.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins.

„Mín til­finn­ing og ósk er að þessi mynd verði ein­hvers konar heil­un­ar­ferli fyrir alla sem hafa lagt hönd á plóg­inn í GusGus, eða fyrir alla þá sem hafa „farið í gegnum hakka­vél­ina,“ eins og Veiran orð­aði það ein­hvern tím­ann. Ást og frelsi er þemað í öllum okkar verkum á einn eða annan hátt. Von­andi snertir þessi saga jafn djúpt við áhorf­endum eins og GusGus snerti við, eða braut, hjarta hvers og eins sem hefur verið með­limur í þessu óút­reikn­an­lega fyr­ir­bæri. Impossi­ble Band,“ segir Siggi.

Hægt er að styðja við verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk