Vilja varpa ljósi á hugmyndaauðgi og hagleik forfeðra sinna

Afkomendur Símonar Daníels Péturssonar, uppfinninga- og hagleiksmanns frá Vatnskoti, stefna á að opna Vatnskots safn í sömu byggingu og Bílasafnið á Breiðdalsvík. Harley Davidson hjól Péturs, sonar Símonar, verður í öndvegi.

Helga Hrönn Sigursteinsdóttir Melsteð á Harley Davidson hjólinu skömmu eftir að hún fékk það afhent á dögunum.
Helga Hrönn Sigursteinsdóttir Melsteð á Harley Davidson hjólinu skömmu eftir að hún fékk það afhent á dögunum.
Auglýsing

Á dög­unum tók hópur afkom­enda Sím­onar Dan­í­els Pét­urs­son­ar, upp­finn­inga- og hag­leiks­manns frá Vatns­koti, sig saman og hóf und­ir­bún­ing að Vatns­kots­safni en þau safna nú á Karol­ina Fund fyrir safn­inu.  

Símon og eig­in­kona hans Jón­ína Sveins­dóttir úr Grafn­ingi hófu sinn búskap í Vatns­koti í Þing­valla­sveit og eign­uð­ust fimm börn sem öll náðu háum aldri. Þau voru í ald­urs­röð: Pét­ur, Helga, Katrín, Svein­borg og Aðal­steinn. Fleiri af afkom­endum Vatns­kots­hjón­anna en börnin hafa þótt útsjón­ar­söm og hand­lagin svo það kemur þeim sem til þekkja ekki á óvart að hluti afkom­enda hafi tekið sig saman og hafið und­ir­bún­ing að Vatns­kots­safni.

Auglýsing

Þegar Helgu Hrönn Sig­ur­steins­dóttur Mel­steð, langa­fa­barni þeirra hjóna, bauðst til kaups Harley Dav­id­son árgerð 1931 sem er upp­gert hjól Pét­urs frá Vatns­koti fóru hjólin að snú­ast og und­ir­bún­ingur safns­ins fór af stað fyrir alvöru.  Að sögn Helgu var það bara of gott tæki­færi til að sleppa, að fjár­festa í hjól­inu, enda teng­ist stór hluti af æskuminn­ing­unum umræðu um Pétur frænda og ótrú­legum hæfi­leikum hans við að búa til og gera við tæki og tól.

Vatnskot Mynd: Aðsend

„Ég ólst upp við að heyra sagðar sögur af langafa Sím­oni þús­und­þjala­smið og ömmu­bróður mínum Pétri Sím­on­ar. Þegar fregnir af því að upp­gert hjólið hans Pét­urs væri til sölu bár­ust og við ætt­in­gj­arnir skoðum leiðir til að sam­ein­ast um kaup á því þá átti ég frekar auð­velt með að ákveða að kaupa það ásamt manni mínum Ingólfi Finns­syni. Þiggja þá í stað­inn aðstoð ætt­ingja við að fjár­magna upp­setn­ingu á Vatns­kots­safni. Við vorum nokkur af afkom­end­unum í góðu sam­bandi þegar hjólið bauðst til kaups og þá voru rifj­aðar upp sögur af þeim feðgum og fleirum úr frænd­garð­in­um.

Það væri hægt að sitja í fleiri daga og rifja upp magn­aðar sögur af því sem þeir aðhöfð­ust og fram­kvæmdu, enda greini­lega dugn­að­ar­forkar sem hafa hugsað í lausn­um. Má þar nefna snjó­sleða sem Pétur byggði að hluta til úr gam­alli flug­vél, en talið er að sleði þessi sé sá fyrsti sinnar teg­undar í Evr­ópu,“ segir Helga.

Fjallahaukur Mynd: Aðsend

Helga segir enn fremur að með upp­setn­ingu safns­ins langar þau að varpa ljósi á hug­mynda­auðgi og hag­leik for­feðra þeirra og leyfa fleirum að kynn­ast sög­unum af þeim sem þau ólust upp með. Einn af mögu­leik­unum til þess að koma safn­inu á lagg­irnar var að fjár­magna hluta upp­setn­ing­ar­innar með hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund.

„Við hjónin opn­uðum á síð­asta ári í félags­skap val­in­kunnra félaga okk­ar, Fact­ory Car Museum í heimabæ okkar Breið­dals­vík. Þar höfum við í lausu plássi haf­ist handa við að opna Vatns­kots safn þar sem hjólið verður í önd­vegi, en við höfum einnig viðað að okkur ýmsum munum og verk­færum úr Vatns­kot­i. Einnig kemur til greina að sýna muni sem tengj­ast með ein­hverjum hætti hag­leik afkom­enda langömmu og langafa.  

Við eigum enn eitt­hvað í land með að und­ir­búa hús­næðið en stefnum engu að síður á opnun 17. júní. Einnig erum við enn að fal­ast eftir munum til sýnis á safn­inu, jafn­vel að láni, þar sem við stefnum á að skipta reglu­lega út mun­um,“ segir hún að lok­um.

Hægt er að styðja við söfn­un­ina hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent