Vilja varpa ljósi á hugmyndaauðgi og hagleik forfeðra sinna

Afkomendur Símonar Daníels Péturssonar, uppfinninga- og hagleiksmanns frá Vatnskoti, stefna á að opna Vatnskots safn í sömu byggingu og Bílasafnið á Breiðdalsvík. Harley Davidson hjól Péturs, sonar Símonar, verður í öndvegi.

Helga Hrönn Sigursteinsdóttir Melsteð á Harley Davidson hjólinu skömmu eftir að hún fékk það afhent á dögunum.
Helga Hrönn Sigursteinsdóttir Melsteð á Harley Davidson hjólinu skömmu eftir að hún fékk það afhent á dögunum.
Auglýsing

Á dög­unum tók hópur afkom­enda Sím­onar Dan­í­els Pét­urs­son­ar, upp­finn­inga- og hag­leiks­manns frá Vatns­koti, sig saman og hóf und­ir­bún­ing að Vatns­kots­safni en þau safna nú á Karol­ina Fund fyrir safn­inu.  

Símon og eig­in­kona hans Jón­ína Sveins­dóttir úr Grafn­ingi hófu sinn búskap í Vatns­koti í Þing­valla­sveit og eign­uð­ust fimm börn sem öll náðu háum aldri. Þau voru í ald­urs­röð: Pét­ur, Helga, Katrín, Svein­borg og Aðal­steinn. Fleiri af afkom­endum Vatns­kots­hjón­anna en börnin hafa þótt útsjón­ar­söm og hand­lagin svo það kemur þeim sem til þekkja ekki á óvart að hluti afkom­enda hafi tekið sig saman og hafið und­ir­bún­ing að Vatns­kots­safni.

Auglýsing

Þegar Helgu Hrönn Sig­ur­steins­dóttur Mel­steð, langa­fa­barni þeirra hjóna, bauðst til kaups Harley Dav­id­son árgerð 1931 sem er upp­gert hjól Pét­urs frá Vatns­koti fóru hjólin að snú­ast og und­ir­bún­ingur safns­ins fór af stað fyrir alvöru.  Að sögn Helgu var það bara of gott tæki­færi til að sleppa, að fjár­festa í hjól­inu, enda teng­ist stór hluti af æskuminn­ing­unum umræðu um Pétur frænda og ótrú­legum hæfi­leikum hans við að búa til og gera við tæki og tól.

Vatnskot Mynd: Aðsend

„Ég ólst upp við að heyra sagðar sögur af langafa Sím­oni þús­und­þjala­smið og ömmu­bróður mínum Pétri Sím­on­ar. Þegar fregnir af því að upp­gert hjólið hans Pét­urs væri til sölu bár­ust og við ætt­in­gj­arnir skoðum leiðir til að sam­ein­ast um kaup á því þá átti ég frekar auð­velt með að ákveða að kaupa það ásamt manni mínum Ingólfi Finns­syni. Þiggja þá í stað­inn aðstoð ætt­ingja við að fjár­magna upp­setn­ingu á Vatns­kots­safni. Við vorum nokkur af afkom­end­unum í góðu sam­bandi þegar hjólið bauðst til kaups og þá voru rifj­aðar upp sögur af þeim feðgum og fleirum úr frænd­garð­in­um.

Það væri hægt að sitja í fleiri daga og rifja upp magn­aðar sögur af því sem þeir aðhöfð­ust og fram­kvæmdu, enda greini­lega dugn­að­ar­forkar sem hafa hugsað í lausn­um. Má þar nefna snjó­sleða sem Pétur byggði að hluta til úr gam­alli flug­vél, en talið er að sleði þessi sé sá fyrsti sinnar teg­undar í Evr­ópu,“ segir Helga.

Fjallahaukur Mynd: Aðsend

Helga segir enn fremur að með upp­setn­ingu safns­ins langar þau að varpa ljósi á hug­mynda­auðgi og hag­leik for­feðra þeirra og leyfa fleirum að kynn­ast sög­unum af þeim sem þau ólust upp með. Einn af mögu­leik­unum til þess að koma safn­inu á lagg­irnar var að fjár­magna hluta upp­setn­ing­ar­innar með hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund.

„Við hjónin opn­uðum á síð­asta ári í félags­skap val­in­kunnra félaga okk­ar, Fact­ory Car Museum í heimabæ okkar Breið­dals­vík. Þar höfum við í lausu plássi haf­ist handa við að opna Vatns­kots safn þar sem hjólið verður í önd­vegi, en við höfum einnig viðað að okkur ýmsum munum og verk­færum úr Vatns­kot­i. Einnig kemur til greina að sýna muni sem tengj­ast með ein­hverjum hætti hag­leik afkom­enda langömmu og langafa.  

Við eigum enn eitt­hvað í land með að und­ir­búa hús­næðið en stefnum engu að síður á opnun 17. júní. Einnig erum við enn að fal­ast eftir munum til sýnis á safn­inu, jafn­vel að láni, þar sem við stefnum á að skipta reglu­lega út mun­um,“ segir hún að lok­um.

Hægt er að styðja við söfn­un­ina hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent