„Krakkar eru hugmyndasmiðir og framtíðin er þeirra“

Nú er hafin fjármögnun á Karolina Fund fyrir verkefninu Hugmyndasmiðir. Verkefninu er ætlað að efla sköpunargleði og frumkvöðlakraft barna á skemmtilegan hátt.

Svava Björk Ólafsdóttir
Svava Björk Ólafsdóttir
Auglýsing

Svava Björk Ólafs­dóttir sér­fræð­ingur í nýsköp­un, Ninna Mar­grét Þór­ar­ins­dóttir barna­menn­ing­ar­hönn­uður og Eva Rún Þor­geirs­dóttir rit­höf­undur standa á bak við verk­efnið Hug­mynda­smiðir en þær safna nú fyrir fjár­mögnun þess á Karol­ina Fund. Verk­efn­inu er ætlað að efla sköp­un­ar­gleði og frum­kvöðla­kraft barna á skemmti­legan hátt.

Hug­mynda­smiður verk­efn­is­ins er Svava Björk en hún hefur yfir 8 ára reynslu af því að fóstra frum­kvöðla á Íslandi í gegnum við­skipta­hraðla, lausn­a­mót, þjálfun við kynn­ingar og ráð­gjöf.

Í dag er aðal­fók­us­inn hennar á að styðja við stuðn­ings­um­hverfið í gegnum fyr­ir­tækið hennar RATA. Hún hefur meðal ann­ars stýrt verk­efnum á borð við Rat­sjá­in, Mat­sjá­in, sinnt kennslu í nýsköpun í Háskól­anum í Reykja­vík og komið að stofnun og stýrt verk­efnum Norð­an­áttar sem er nýsköp­un­ar­hreyf­ing á Norð­ur­landi. Í gegnum verk­efnið Hack­ing Hekla hefur hún ferð­ast um landið og búið til vett­vang þar sem nýjar hug­myndir verða til og einnig haldið utanum leið­ar­vísi um vist­kerfi nýsköp­un­ar.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Verk­efnið varð til á vinnu­stofu um vist­kerfi nýsköp­unar á lands­byggð­unum á Rifi í ágúst 2021. Svava Björk, sér­fræð­ingur í nýsköpun og stofn­andi RATA sat vinnu­stof­una.

„Það áttu sér stað mjög góðar umræður um vist­kerfið og hvað þyrfti að gera til að styðja við frum­kvöðla sem búa fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæðið sem oft er tal­inn suðu­pottur nýsköp­un­ar­um­hverf­is­ins. Við fórum svo langt í umræð­unum að ræða um sjálfs­mynd ungu kyn­slóð­ar­innar og fundum að það þyrfti á ein­hvern hátt að efla frum­kvöðul­inn frá unga aldri, byrja strax að ýta undir skap­andi og lausn­a­mið­aða hugs­un, sama hvar hann býr.

Út frá þessum vanga­veltum og umræðu um stöðu mennt­unnar í nýsköpun í grunn­skólum varð verk­efnið Hug­mynda­smiðir til. Við eigum ótrú­lega flottar fyr­ir­myndir frum­kvöðla um allt land og fyrsta skrefið er að draga þær fram í dags­ljósið og setja fram á skemmti­legan hátt fyrir krakka. Næsta skref verður svo að efla krakk­ana í gegnum fræðslu, verk­efna­vinnu og hug­mynda­sam­keppn­i,“ segir hún.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Verk­efnið sam­anstendur af eft­ir­far­andi þátt­um:

  • Vef­síðan hug­mynda­smi­d­ir.is – Síða með fræðslu­efni um nýsköpun og átta mynd­böndum með við­tölum við íslenska frum­kvöðla.
  • Bókin Hug­mynda­smiðir – Bók fyrir krakka um íslenska frum­kvöðla. Við­tölin við frum­kvöðl­ana eru sett í sögu­form og lit­ríkar teikn­ing­ar. Bók­inni fylgir vinnu­hefti þar sem krakkar geta unnið sínar eigin hug­mynd­ir. Bóka­út­gáfan Bóka­beitan gefur bók­ina út.
  • Nýsköp­un­ar­keppni fyrir 1.-4. bekk – Árlega geta krakkar sent inn stutt mynd­bönd með eigin hug­myndum og tekið þátt í Nýsköp­un­ar­keppni Hug­mynda­smiða. Hluti ágóða seldra bóka, ásamt fram­lögum fyr­ir­tækja, rennur í sér­stakan hug­mynda­sjóð sem deilir út verð­launum til sig­ur­vegar­anna.

Tökur standa yfir þessa dag­ana og hefur teymið meðal ann­ars heim­sótt vís­inda­konu á Norð­ur­landi vestra, yngsta æðar­dúns­bónda lands­ins á Norð­ur­landi vestra, þara frum­kvöðul á Reykja­nesi og hjón sem fá ekki nóg af sterkum sósum á Aust­ur­landi.

Eitt­hvað sér­stakt sem þú vilt að komi fram um þitt verk­efni?

„Krakkar eru hug­mynda­smiðir og fram­tíðin er þeirra. Heim­ur­inn breyt­ist á ógn­ar­hraða og áskor­an­irnar sem mann­kynið stendur frammi fyrir virð­ast stærri með hverju árinu. Það er nauð­syn­legt ekki seinna en strax að skapa umhverfi þar sem krakkar vaxa úr grasi sem öfl­ugir frum­kvöðlar sem skapa lausnir við áskor­unum fram­tíð­ar. Hvernig getum við þjálfað lausn­a­mið­aða hugs­un, sköp­un­ar­kraft, fókus og þraut­seigju sem eru ein­kenni frum­kvöðla og ann­arra braut­ryðj­enda? Við viljum reyna að skapa vett­vang sem gerir einmitt það,“ segir Svava Björk.

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiFólk