„Krakkar eru hugmyndasmiðir og framtíðin er þeirra“

Nú er hafin fjármögnun á Karolina Fund fyrir verkefninu Hugmyndasmiðir. Verkefninu er ætlað að efla sköpunargleði og frumkvöðlakraft barna á skemmtilegan hátt.

Svava Björk Ólafsdóttir
Svava Björk Ólafsdóttir
Auglýsing

Svava Björk Ólafs­dóttir sér­fræð­ingur í nýsköp­un, Ninna Mar­grét Þór­ar­ins­dóttir barna­menn­ing­ar­hönn­uður og Eva Rún Þor­geirs­dóttir rit­höf­undur standa á bak við verk­efnið Hug­mynda­smiðir en þær safna nú fyrir fjár­mögnun þess á Karol­ina Fund. Verk­efn­inu er ætlað að efla sköp­un­ar­gleði og frum­kvöðla­kraft barna á skemmti­legan hátt.

Hug­mynda­smiður verk­efn­is­ins er Svava Björk en hún hefur yfir 8 ára reynslu af því að fóstra frum­kvöðla á Íslandi í gegnum við­skipta­hraðla, lausn­a­mót, þjálfun við kynn­ingar og ráð­gjöf.

Í dag er aðal­fók­us­inn hennar á að styðja við stuðn­ings­um­hverfið í gegnum fyr­ir­tækið hennar RATA. Hún hefur meðal ann­ars stýrt verk­efnum á borð við Rat­sjá­in, Mat­sjá­in, sinnt kennslu í nýsköpun í Háskól­anum í Reykja­vík og komið að stofnun og stýrt verk­efnum Norð­an­áttar sem er nýsköp­un­ar­hreyf­ing á Norð­ur­landi. Í gegnum verk­efnið Hack­ing Hekla hefur hún ferð­ast um landið og búið til vett­vang þar sem nýjar hug­myndir verða til og einnig haldið utanum leið­ar­vísi um vist­kerfi nýsköp­un­ar.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Verk­efnið varð til á vinnu­stofu um vist­kerfi nýsköp­unar á lands­byggð­unum á Rifi í ágúst 2021. Svava Björk, sér­fræð­ingur í nýsköpun og stofn­andi RATA sat vinnu­stof­una.

„Það áttu sér stað mjög góðar umræður um vist­kerfið og hvað þyrfti að gera til að styðja við frum­kvöðla sem búa fyrir utan höf­uð­borg­ar­svæðið sem oft er tal­inn suðu­pottur nýsköp­un­ar­um­hverf­is­ins. Við fórum svo langt í umræð­unum að ræða um sjálfs­mynd ungu kyn­slóð­ar­innar og fundum að það þyrfti á ein­hvern hátt að efla frum­kvöðul­inn frá unga aldri, byrja strax að ýta undir skap­andi og lausn­a­mið­aða hugs­un, sama hvar hann býr.

Út frá þessum vanga­veltum og umræðu um stöðu mennt­unnar í nýsköpun í grunn­skólum varð verk­efnið Hug­mynda­smiðir til. Við eigum ótrú­lega flottar fyr­ir­myndir frum­kvöðla um allt land og fyrsta skrefið er að draga þær fram í dags­ljósið og setja fram á skemmti­legan hátt fyrir krakka. Næsta skref verður svo að efla krakk­ana í gegnum fræðslu, verk­efna­vinnu og hug­mynda­sam­keppn­i,“ segir hún.

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins

Verk­efnið sam­anstendur af eft­ir­far­andi þátt­um:

  • Vef­síðan hug­mynda­smi­d­ir.is – Síða með fræðslu­efni um nýsköpun og átta mynd­böndum með við­tölum við íslenska frum­kvöðla.
  • Bókin Hug­mynda­smiðir – Bók fyrir krakka um íslenska frum­kvöðla. Við­tölin við frum­kvöðl­ana eru sett í sögu­form og lit­ríkar teikn­ing­ar. Bók­inni fylgir vinnu­hefti þar sem krakkar geta unnið sínar eigin hug­mynd­ir. Bóka­út­gáfan Bóka­beitan gefur bók­ina út.
  • Nýsköp­un­ar­keppni fyrir 1.-4. bekk – Árlega geta krakkar sent inn stutt mynd­bönd með eigin hug­myndum og tekið þátt í Nýsköp­un­ar­keppni Hug­mynda­smiða. Hluti ágóða seldra bóka, ásamt fram­lögum fyr­ir­tækja, rennur í sér­stakan hug­mynda­sjóð sem deilir út verð­launum til sig­ur­vegar­anna.

Tökur standa yfir þessa dag­ana og hefur teymið meðal ann­ars heim­sótt vís­inda­konu á Norð­ur­landi vestra, yngsta æðar­dúns­bónda lands­ins á Norð­ur­landi vestra, þara frum­kvöðul á Reykja­nesi og hjón sem fá ekki nóg af sterkum sósum á Aust­ur­landi.

Eitt­hvað sér­stakt sem þú vilt að komi fram um þitt verk­efni?

„Krakkar eru hug­mynda­smiðir og fram­tíðin er þeirra. Heim­ur­inn breyt­ist á ógn­ar­hraða og áskor­an­irnar sem mann­kynið stendur frammi fyrir virð­ast stærri með hverju árinu. Það er nauð­syn­legt ekki seinna en strax að skapa umhverfi þar sem krakkar vaxa úr grasi sem öfl­ugir frum­kvöðlar sem skapa lausnir við áskor­unum fram­tíð­ar. Hvernig getum við þjálfað lausn­a­mið­aða hugs­un, sköp­un­ar­kraft, fókus og þraut­seigju sem eru ein­kenni frum­kvöðla og ann­arra braut­ryðj­enda? Við viljum reyna að skapa vett­vang sem gerir einmitt það,“ segir Svava Björk.

Hægt er að styrkja verk­efnið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk