Lifum á tímum einmanaleika og tengslaleysis

Geðhjúkrunarfræðingur og heimspekingur hyggjast reisa skjól fyrir samfélag og tengsl við náttúruna.

This-Gimli-Karolinafund-07.jpg
Auglýsing

Kristín Linda Hjart­ar­dóttir geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, í sam­vinnu við Elínu Öglu þjóð­menn­ing­ar­bónda hafa ákveðið að reisa „gull­fal­legt, töfrum fyllt, mongólskt hirð­ingja­tjald“ á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þær safna nú fyrir verk­efn­inu Þetta Gimli – þjóð­menn­ing­ar­býli á Karol­ina Fund.

Hvað er Þetta Gim­li?

„Það er staður fyrir fólk að koma á við­burði, vinnu­stofur og nám­skeið sem öll miða að því að auka á tengsl og sam­hljóm, okkar á milli og á milli okkar og nátt­úr­unn­ar. Tjaldið er svo fal­legt að bara með því að koma og vera þar þá fær­ist yfir mann ró og þakk­læti. Nafnið kemur frá Elínu Öglu en hún reisti tjaldið fyrst upp í Árnes­hreppi þegar hún bjó norður í Tré­kyllis­vík. Gimli vísar í goða­fræð­ina, þegar ragnarök ganga yfir og heim­ur­inn eins og við þekkjum hann er að enda. Þá var Gimli eina skjólið fyrir eld­inum allt um kring.

Gimli var líka nafnið sem Íslend­ingar gáfu bæ sem þeir byggðu í Kanada seint á 19. öld. „Þetta“ Gimli vísar til tjalds­ins, hérna, núna. Skjól fyrir þá sem vilja, með von um að flest okkar eigi skjól ein­hvers stað­ar. Við vonum að Þetta Gimli geti verið skjól fyrir það sem þarf skjól í nútím­an­um, þar sem við getum aðeins hægt á okkur og átt tíma fyrir sam­ræð­ur, teng­ingu, íhug­un, og jafn­vel veislu­höld,“ segir Krist­ín.

Auglýsing

Hvernig kom hug­myndin til?

„Við Elín Agla höfum lengi verið að bera saman bækur okkar um alls konar hug­leið­ingar varð­andi hvað það er sem hjálpar okkur í svona þessu dag­lega streði sem lífið oft getur ver­ið. En líka hvað það er sem gefur okkur gleði og hefur raun­veru­legt gildi fyrir okk­ur. Ég flutti til Banda­ríkj­anna 2009 og á tíma­bili var ég í Minn­ea­polis og hún norður í Árnes­hreppi. Á þessum tíma vorum við oft að ræða hversu sam­fé­lagið í kringum okkur og sam­band okkar við þetta sam­fé­lag væri mik­il­vægt. Elín bjó í þorpi þar sem tengsl og hlut­verk voru svo skýr. Ég bjó í borg og var fyrstu árin í sterku sam­fé­lagi með öðrum íslend­ingum en á þessum tíma höfðu þau flest flutt aftur heim. Því varð ég að byggja upp mitt eigið tengsla­net hérna úti.

Í öðru lagi vorum við mikið að tala um tengsl okkar við nátt­úr­una. Það hefur verið gang­andi grín hvað ég er lítið nátt­úru­barn, og kann vel við mig í steyp­unni. Ég er alin upp út á landi og það var ekki fyrr en ég flutti í Banda­ríska mið­vestrið, flat­lendið mikla, sem ég fór að upp­lifa það sjálf að umhverf­ið, nátt­úran, talar við eitt­hvað innra með okk­ur. Og fyrir útlend­ing­inn sem hefur alltaf haft fjall á aðra hönd­ina og hafið á hina var víð­áttan alger­lega ókunn­ugt fyr­ir­bæri sem ég gat illa skýrt út. Kannski er það þetta lík­am­lega minni, eða ein­hver stimp­ill á gena­meng­ið. Mik­il­væg­ast fyrir mig hefur verið að taka eftir þessu og tengjast,“ segir hún.

Aðsend mynd

Kristín bætir því við að það hafi svo síð­ustu tvö árin, í þessum elífð­ar­heims­far­aldri, sem þær Elín fóru að tala að fullri alvöru um að finna stað þar sem hægt væri að iðka eða sem styðja þessi tvö meg­in­mark­mið, tengj­ast hvoru öðru og tengj­ast nátt­úr­unni. „Hérna úti, og ég held á Íslandi líka, kom greini­lega í ljós að fólk þráði þessa teng­ingu. Við lifum nefn­in­lega á tímum ann­ars far­ald­urs, sem er ein­mana­leiki, tengsla­leysi, og var löngu byrj­aður áður en Covid kom en klár­lega gerði allt verra. Í starfi mínu sem geð­hjúkr­un­ar­fræð­ingur varð ég líka að við­ur­kenna að margir eru að glíma við streitu­við­brögð við umhverf­inu sem við eigum kannski ráð við en er erfitt að leysa. Dæmi um þetta er til dæmis hús­næð­is­skort­ur, jað­ar­setn­ing, vinnu­á­lag, fátækt, og kuln­un. Ég upp­lifði líka á þessum tíma að við sem sam­fé­lag gengum í gegnum gríða­legt sorg­ar­ferli, en höfðum fá tæki­færi til að tjá það, eða marka þessa reynslu með ein­hverju áþreif­an­leg­u.“

Hún segir að heil­brigð­is­starfs­fólk sem starfar enn í heims­far­aldr­inum stað­festi þetta. „Margir hafa hætt og hefur tíðni kuln­unar í heil­brigð­is­kerf­inu sjaldan verið hærri. Hópar og ein­stak­lingar sem eru að vinna gegn sam­fé­lags­legu órétt­læti og í fjölda ann­arra starfa eru líka að brenna út. Við vitum þetta, og margir eru í mark­vissri vinnu að takast á við streit­una með margs­konar móti sem er frá­bært en yfir­leitt miðað við ein­stak­ling­inn. Okkur lang­aði til að koma með aðra nálgun þar sem Þetta Gimli gæti veitt skjól fyrir hópa, fyrir teng­ingu, sam­ræður og sög­ur. Þar sem við gætum æft þorps­vit­und­ar­vöðvann og sam­band okkar við nátt­úr­una. Planið er að halda nám­skeið, sam­fé­lags­fundi, og veislur reglu­lega í tjald­in­u.“

Og hvað þarf að ger­ast til að Þetta Gimli verði að raun­veru­leika?

Kristín segir að tjaldið góða sé núna í geymslu í Reykja­vík. „Við erum með söfnun á Karol­ina Fund til að geta byggt pall­inn undir tjald­ið, und­ir­stöð­una. Draum­ur­inn er að geta sett tjaldið upp í sumar og þegar fer að hausta að reisa álhvelf­ingu yfir tjaldið til verndar gegn veðr­in­u.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfn­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent