Lifum á tímum einmanaleika og tengslaleysis

Geðhjúkrunarfræðingur og heimspekingur hyggjast reisa skjól fyrir samfélag og tengsl við náttúruna.

This-Gimli-Karolinafund-07.jpg
Auglýsing

Kristín Linda Hjart­ar­dóttir geð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, í sam­vinnu við Elínu Öglu þjóð­menn­ing­ar­bónda hafa ákveðið að reisa „gull­fal­legt, töfrum fyllt, mongólskt hirð­ingja­tjald“ á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þær safna nú fyrir verk­efn­inu Þetta Gimli – þjóð­menn­ing­ar­býli á Karol­ina Fund.

Hvað er Þetta Gim­li?

„Það er staður fyrir fólk að koma á við­burði, vinnu­stofur og nám­skeið sem öll miða að því að auka á tengsl og sam­hljóm, okkar á milli og á milli okkar og nátt­úr­unn­ar. Tjaldið er svo fal­legt að bara með því að koma og vera þar þá fær­ist yfir mann ró og þakk­læti. Nafnið kemur frá Elínu Öglu en hún reisti tjaldið fyrst upp í Árnes­hreppi þegar hún bjó norður í Tré­kyllis­vík. Gimli vísar í goða­fræð­ina, þegar ragnarök ganga yfir og heim­ur­inn eins og við þekkjum hann er að enda. Þá var Gimli eina skjólið fyrir eld­inum allt um kring.

Gimli var líka nafnið sem Íslend­ingar gáfu bæ sem þeir byggðu í Kanada seint á 19. öld. „Þetta“ Gimli vísar til tjalds­ins, hérna, núna. Skjól fyrir þá sem vilja, með von um að flest okkar eigi skjól ein­hvers stað­ar. Við vonum að Þetta Gimli geti verið skjól fyrir það sem þarf skjól í nútím­an­um, þar sem við getum aðeins hægt á okkur og átt tíma fyrir sam­ræð­ur, teng­ingu, íhug­un, og jafn­vel veislu­höld,“ segir Krist­ín.

Auglýsing

Hvernig kom hug­myndin til?

„Við Elín Agla höfum lengi verið að bera saman bækur okkar um alls konar hug­leið­ingar varð­andi hvað það er sem hjálpar okkur í svona þessu dag­lega streði sem lífið oft getur ver­ið. En líka hvað það er sem gefur okkur gleði og hefur raun­veru­legt gildi fyrir okk­ur. Ég flutti til Banda­ríkj­anna 2009 og á tíma­bili var ég í Minn­ea­polis og hún norður í Árnes­hreppi. Á þessum tíma vorum við oft að ræða hversu sam­fé­lagið í kringum okkur og sam­band okkar við þetta sam­fé­lag væri mik­il­vægt. Elín bjó í þorpi þar sem tengsl og hlut­verk voru svo skýr. Ég bjó í borg og var fyrstu árin í sterku sam­fé­lagi með öðrum íslend­ingum en á þessum tíma höfðu þau flest flutt aftur heim. Því varð ég að byggja upp mitt eigið tengsla­net hérna úti.

Í öðru lagi vorum við mikið að tala um tengsl okkar við nátt­úr­una. Það hefur verið gang­andi grín hvað ég er lítið nátt­úru­barn, og kann vel við mig í steyp­unni. Ég er alin upp út á landi og það var ekki fyrr en ég flutti í Banda­ríska mið­vestrið, flat­lendið mikla, sem ég fór að upp­lifa það sjálf að umhverf­ið, nátt­úran, talar við eitt­hvað innra með okk­ur. Og fyrir útlend­ing­inn sem hefur alltaf haft fjall á aðra hönd­ina og hafið á hina var víð­áttan alger­lega ókunn­ugt fyr­ir­bæri sem ég gat illa skýrt út. Kannski er það þetta lík­am­lega minni, eða ein­hver stimp­ill á gena­meng­ið. Mik­il­væg­ast fyrir mig hefur verið að taka eftir þessu og tengjast,“ segir hún.

Aðsend mynd

Kristín bætir því við að það hafi svo síð­ustu tvö árin, í þessum elífð­ar­heims­far­aldri, sem þær Elín fóru að tala að fullri alvöru um að finna stað þar sem hægt væri að iðka eða sem styðja þessi tvö meg­in­mark­mið, tengj­ast hvoru öðru og tengj­ast nátt­úr­unni. „Hérna úti, og ég held á Íslandi líka, kom greini­lega í ljós að fólk þráði þessa teng­ingu. Við lifum nefn­in­lega á tímum ann­ars far­ald­urs, sem er ein­mana­leiki, tengsla­leysi, og var löngu byrj­aður áður en Covid kom en klár­lega gerði allt verra. Í starfi mínu sem geð­hjúkr­un­ar­fræð­ingur varð ég líka að við­ur­kenna að margir eru að glíma við streitu­við­brögð við umhverf­inu sem við eigum kannski ráð við en er erfitt að leysa. Dæmi um þetta er til dæmis hús­næð­is­skort­ur, jað­ar­setn­ing, vinnu­á­lag, fátækt, og kuln­un. Ég upp­lifði líka á þessum tíma að við sem sam­fé­lag gengum í gegnum gríða­legt sorg­ar­ferli, en höfðum fá tæki­færi til að tjá það, eða marka þessa reynslu með ein­hverju áþreif­an­leg­u.“

Hún segir að heil­brigð­is­starfs­fólk sem starfar enn í heims­far­aldr­inum stað­festi þetta. „Margir hafa hætt og hefur tíðni kuln­unar í heil­brigð­is­kerf­inu sjaldan verið hærri. Hópar og ein­stak­lingar sem eru að vinna gegn sam­fé­lags­legu órétt­læti og í fjölda ann­arra starfa eru líka að brenna út. Við vitum þetta, og margir eru í mark­vissri vinnu að takast á við streit­una með margs­konar móti sem er frá­bært en yfir­leitt miðað við ein­stak­ling­inn. Okkur lang­aði til að koma með aðra nálgun þar sem Þetta Gimli gæti veitt skjól fyrir hópa, fyrir teng­ingu, sam­ræður og sög­ur. Þar sem við gætum æft þorps­vit­und­ar­vöðvann og sam­band okkar við nátt­úr­una. Planið er að halda nám­skeið, sam­fé­lags­fundi, og veislur reglu­lega í tjald­in­u.“

Og hvað þarf að ger­ast til að Þetta Gimli verði að raun­veru­leika?

Kristín segir að tjaldið góða sé núna í geymslu í Reykja­vík. „Við erum með söfnun á Karol­ina Fund til að geta byggt pall­inn undir tjald­ið, und­ir­stöð­una. Draum­ur­inn er að geta sett tjaldið upp í sumar og þegar fer að hausta að reisa álhvelf­ingu yfir tjaldið til verndar gegn veðr­in­u.“

Hér er hægt að skoða og taka þátt í söfn­un­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent