Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Auglýsing

Hennar rödd og Vía útgáfa gefa út bók­ina Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi. Nú stendur yfir söfnun á Karol­ina fund fyrir útgáfu­kostn­aði bók­ar­inn­ar.

Í bók­inni verður fram­lag kvenna af erlendum upp­runa til íslensks sam­fé­lag heiðrað ásamt því að skapa umræður og auka skiln­ing íslensk sam­fé­lags á stöðu kvenna af erlendum upp­runa sem búa á Íslandi og upp­lifun þeirra af íslensku sam­fé­lagi.

Elinóra Guð­munds­dótt­ir, rit­stjóri Vía, Chanel Björk Sturlu­dóttir og Elín­borg Kol­beins­dótt­ir, stofn­endur Hennar Raddar eru rit­stjórar bók­ar­inn­ar. Hennar rödd eru félaga­sam­tök sem starfa með það að mark­miði að auka vit­und meðal almenn­ings á stöðu kvenna af erlendum upp­runa í íslensku sam­fé­lagi. Vía er vef­mið­ill sem sér­hæfir sig í sam­fé­lags­rýni og miðlun fjöl­breyttra sjón­ar­miða í jafn­rétt­is­mál­um.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Chanel segir að móðir henn­ar, sem sjálf er kona af erlendum upp­runa og bjó á Íslandi í mörg ár, hafi hafið skrif á bók um konur af erlendum upp­runa á Íslandi. „Hún heill­að­ist af fram­bæri­legum konum sem hafði tek­ist að koma sér fyr­ir í ís­­lensku sam­­fé­lagi oft án þess að þekkja nokk­urn ann­an en maka við kom­una til lands­ins. Hún heill­að­ist af bók Amelíu Lín­dal sem gefin var út árið 1962 sem lýsir lífi kvenna af er­­lend­um upp­­runa á Íslandi og vildi skrifa fram­hald af þeirra bók og fór af stað með verk­efnið árið 2009 á­samt WO­­MEN sam­­tök­un­um. Ekki virt­ist vera mik­ill á­hugi meðal út­­gef­anda á mál­efn­inu á þessum tíma og var bókin aldrei gefin út.“

Elín­borg greinir frá því að þær trúi því að meiri áhugi sé fyrir mál­efn­inu í dag en á sínum tíma. Fjöl­breyti­leiki í sam­fé­lag­inu fari vax­andi með hverju árinu og sé fólk meira með­vitað um það og til­búið að kynna sér mál­efni jað­ar­hópa.

Elinóra seg­ist hafa fengið hug­mynd um að skrifa sögur um konur af erlendum upp­runa og hafði hún sam­band við Chanel og Elín­borgu um vorið 2020. „Þar sem þær voru sjálfar að plana að skrifa bók um sama efni, og því var tíma­setn­ingin full­komin og við hófum sam­starf við bók­ina. Sam­starfið hefur gengið ótrú­lega vel og sam­einar hug­sjónir beggja aðila, Vía og Hennar Rödd, sem stefna að vit­und­ar­vakn­ingu um mál­efni jað­ar­hópa og jafn­ara, upp­lýst­ara og virð­ing­ar­rík­ara sam­fé­lag­i,“ segir hún.

Segið okkur frá þema verk­efn­is­ins

Chanel útskýrir að í bók­inni komi fram sögur 36 kvenna af erlendum upp­runa. Við­töl fyrir bók­ina hafi verið tekin haustið 2020 og þeirra sögu verði miðlað til les­enda með áhrifa­ríkum en hráum frá­sögn­um, mynd­um, ljóðum og öðru efni úr einka­safni þátt­tak­enda.

„Bókin er fjöl­radda frá­sögn og eiga við­mæl­endur rætur sínar að rekja til ótal­margra landa. Sög­urnar eru bæði á íslensku og ensku svo að þær nái til fleiri í sam­fé­lag­inu. Gaman er að segja frá því að leitað var til almenn­ings um til­nefn­ingar á konum sem hafa auðgað sam­fé­lagið með ein­hverjum hætti og við­brögðin fóru fram úr okkar björt­ustu von­um,“ segir hún.

Elín­borg segir að með bóka­út­gáf­unni vilji þær auka sýni­leika kvenna af erlendum upp­runa sem er sívax­andi hópur á Íslandi og vald­efla með því að skapa vett­vang þar sem röddum þeirra sé gef­inn hljóm­grunnur sem áður hafi verið ábóta­vant. „Jafn­framt skap­ast ný þekk­ing hvað varðar per­sónu­lega upp­lifun kvenna af erlendum upp­runa sem er mik­il­væg við­bót við þær rann­sóknir sem til eru um þennan sam­fé­lags­hóp. Mark­mið okkar er að auka skiln­ing á veru­leika kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi ásamt því við­ur­kenna fram­lag þeirra til sam­fé­lags­ins.“

Hvernig hefur verk­efnið geng­ið?

Elinóra segir að þeim hafi gengið vel með verk­efnið en í upp­hafi verk­efn­is­ins hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bók­ina út á eigin veg­um.

„Fullt vald á rit­stjórn­ar­ferl­inu og mögu­leik­ann á að gefa til baka til sam­fé­lags kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi ef bókin skilar hagn­aði eru helstu for­send­urnar fyrir því að bókin verði gefin út með þessum hætti. Vert að nefna að margt hæfi­leik­a­ríkt fólk hefur lagt okkur lið frá því að verk­efnið hófst. Kaja Sig­valda tekur ljós­myndir fyrir bók­ina og Kol­beinn Jara Hamíðs­son ásamt Þor­geiri Blön­dal sjá um hönn­un­ina. Ásdís Sól Ágústs­dóttir sér svo um þýð­ingu bók­ar­inn­ar.

Verk­efnið hefur jafn­framt hlotið styrki úr Frum­kvöðla­sjóði Íslands­banka, Sam­fé­lags­sjóði Eflu og Borg­ar­sjóði mann­rétt­inda-, nýsköp­un­ar- og lýð­ræð­is­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Hins vegar þurfum við að ná mark­miði okkar á Karol­ina fund til að geta greitt fyrir útgáfu­kostnað bók­ar­inn­ar. Við hvetjum því fólk til þess að styrkja verk­efnið og í leið­inni tryggja sér bók á for­sölu­verð­i,“ segir hún að lok­um.

Hér er hægt að styrkja og taka þátt í verk­efn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk