Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Auglýsing

Hennar rödd og Vía útgáfa gefa út bók­ina Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi. Nú stendur yfir söfnun á Karol­ina fund fyrir útgáfu­kostn­aði bók­ar­inn­ar.

Í bók­inni verður fram­lag kvenna af erlendum upp­runa til íslensks sam­fé­lag heiðrað ásamt því að skapa umræður og auka skiln­ing íslensk sam­fé­lags á stöðu kvenna af erlendum upp­runa sem búa á Íslandi og upp­lifun þeirra af íslensku sam­fé­lagi.

Elinóra Guð­munds­dótt­ir, rit­stjóri Vía, Chanel Björk Sturlu­dóttir og Elín­borg Kol­beins­dótt­ir, stofn­endur Hennar Raddar eru rit­stjórar bók­ar­inn­ar. Hennar rödd eru félaga­sam­tök sem starfa með það að mark­miði að auka vit­und meðal almenn­ings á stöðu kvenna af erlendum upp­runa í íslensku sam­fé­lagi. Vía er vef­mið­ill sem sér­hæfir sig í sam­fé­lags­rýni og miðlun fjöl­breyttra sjón­ar­miða í jafn­rétt­is­mál­um.

Auglýsing

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

Chanel segir að móðir henn­ar, sem sjálf er kona af erlendum upp­runa og bjó á Íslandi í mörg ár, hafi hafið skrif á bók um konur af erlendum upp­runa á Íslandi. „Hún heill­að­ist af fram­bæri­legum konum sem hafði tek­ist að koma sér fyr­ir í ís­­lensku sam­­fé­lagi oft án þess að þekkja nokk­urn ann­an en maka við kom­una til lands­ins. Hún heill­að­ist af bók Amelíu Lín­dal sem gefin var út árið 1962 sem lýsir lífi kvenna af er­­lend­um upp­­runa á Íslandi og vildi skrifa fram­hald af þeirra bók og fór af stað með verk­efnið árið 2009 á­samt WO­­MEN sam­­tök­un­um. Ekki virt­ist vera mik­ill á­hugi meðal út­­gef­anda á mál­efn­inu á þessum tíma og var bókin aldrei gefin út.“

Elín­borg greinir frá því að þær trúi því að meiri áhugi sé fyrir mál­efn­inu í dag en á sínum tíma. Fjöl­breyti­leiki í sam­fé­lag­inu fari vax­andi með hverju árinu og sé fólk meira með­vitað um það og til­búið að kynna sér mál­efni jað­ar­hópa.

Elinóra seg­ist hafa fengið hug­mynd um að skrifa sögur um konur af erlendum upp­runa og hafði hún sam­band við Chanel og Elín­borgu um vorið 2020. „Þar sem þær voru sjálfar að plana að skrifa bók um sama efni, og því var tíma­setn­ingin full­komin og við hófum sam­starf við bók­ina. Sam­starfið hefur gengið ótrú­lega vel og sam­einar hug­sjónir beggja aðila, Vía og Hennar Rödd, sem stefna að vit­und­ar­vakn­ingu um mál­efni jað­ar­hópa og jafn­ara, upp­lýst­ara og virð­ing­ar­rík­ara sam­fé­lag­i,“ segir hún.

Segið okkur frá þema verk­efn­is­ins

Chanel útskýrir að í bók­inni komi fram sögur 36 kvenna af erlendum upp­runa. Við­töl fyrir bók­ina hafi verið tekin haustið 2020 og þeirra sögu verði miðlað til les­enda með áhrifa­ríkum en hráum frá­sögn­um, mynd­um, ljóðum og öðru efni úr einka­safni þátt­tak­enda.

„Bókin er fjöl­radda frá­sögn og eiga við­mæl­endur rætur sínar að rekja til ótal­margra landa. Sög­urnar eru bæði á íslensku og ensku svo að þær nái til fleiri í sam­fé­lag­inu. Gaman er að segja frá því að leitað var til almenn­ings um til­nefn­ingar á konum sem hafa auðgað sam­fé­lagið með ein­hverjum hætti og við­brögðin fóru fram úr okkar björt­ustu von­um,“ segir hún.

Elín­borg segir að með bóka­út­gáf­unni vilji þær auka sýni­leika kvenna af erlendum upp­runa sem er sívax­andi hópur á Íslandi og vald­efla með því að skapa vett­vang þar sem röddum þeirra sé gef­inn hljóm­grunnur sem áður hafi verið ábóta­vant. „Jafn­framt skap­ast ný þekk­ing hvað varðar per­sónu­lega upp­lifun kvenna af erlendum upp­runa sem er mik­il­væg við­bót við þær rann­sóknir sem til eru um þennan sam­fé­lags­hóp. Mark­mið okkar er að auka skiln­ing á veru­leika kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi ásamt því við­ur­kenna fram­lag þeirra til sam­fé­lags­ins.“

Hvernig hefur verk­efnið geng­ið?

Elinóra segir að þeim hafi gengið vel með verk­efnið en í upp­hafi verk­efn­is­ins hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bók­ina út á eigin veg­um.

„Fullt vald á rit­stjórn­ar­ferl­inu og mögu­leik­ann á að gefa til baka til sam­fé­lags kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi ef bókin skilar hagn­aði eru helstu for­send­urnar fyrir því að bókin verði gefin út með þessum hætti. Vert að nefna að margt hæfi­leik­a­ríkt fólk hefur lagt okkur lið frá því að verk­efnið hófst. Kaja Sig­valda tekur ljós­myndir fyrir bók­ina og Kol­beinn Jara Hamíðs­son ásamt Þor­geiri Blön­dal sjá um hönn­un­ina. Ásdís Sól Ágústs­dóttir sér svo um þýð­ingu bók­ar­inn­ar.

Verk­efnið hefur jafn­framt hlotið styrki úr Frum­kvöðla­sjóði Íslands­banka, Sam­fé­lags­sjóði Eflu og Borg­ar­sjóði mann­rétt­inda-, nýsköp­un­ar- og lýð­ræð­is­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Hins vegar þurfum við að ná mark­miði okkar á Karol­ina fund til að geta greitt fyrir útgáfu­kostnað bók­ar­inn­ar. Við hvetjum því fólk til þess að styrkja verk­efnið og í leið­inni tryggja sér bók á for­sölu­verð­i,“ segir hún að lok­um.

Hér er hægt að styrkja og taka þátt í verk­efn­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiFólk